Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 13:05 Sundar Pichai, forstjóri Alphabet og Google, sagði fyrirtækið hafa vaxið um of á tímum Covid. EPA/Alphabet Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag. Pichai sagði í tölvupósti sem hann sendi á starfsmenn og var birtur á vef Alphabet að undanfarin tvö ár hefði mikill vöxtur orðið á rekstri fyrirtækisins og margir hefðu verið ráðnir til starfa til að annast þann vöxt. Nú væru efnahagsástæður samt töluvert öðruvísi. Önnur stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft, Amazon, Meta og fleiri hafa sagt upp tugum þúsunda manna að undanförnu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa stærstu tæknifyrirtækin sagt upp minnst 48 þúsund manns í þessum mánuði. Í lok síðasta árs sögðu forsvarsmenn Alphabet að nærri því 187 þúsund manns störfuðu hjá fyrirtækinu. Miðað við það er verið að segja upp rúmlega sex prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins. Í áðurnefndum tölvupósti Pichai sagðist hann sá stórt tækifæri í þróun gervigreindar en þar væri nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir. Búið væri að framkvæma endurskoðun með því markmiði að ganga úr skugga um að starfsmannamál félaganna væru í takt við áherslur þeirra. Uppsagnirnar tækju hliðsjón af þessari endurskoðun. Pichai sagði einnig að óhjákvæmilegt væri að tæplega aldarfjórðungsgamalt fyrirtæki gengi í gegnum erfiðar tíma. Þá tíma yrði að nota til að skerpa línurnar og endurskipuleggja starfsemi. Hann vísaði aftur til þróunar gervigreindar og sagði að ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum um að leggja meiri áherslu á þessa vinnu hefði skilað miklum árangri fyrir Google. Vörur fyrirtækisins hefðu aldrei verið betri og verið væri að leggja grunn að nýrri upplifun viðskiptavina. Google Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Pichai sagði í tölvupósti sem hann sendi á starfsmenn og var birtur á vef Alphabet að undanfarin tvö ár hefði mikill vöxtur orðið á rekstri fyrirtækisins og margir hefðu verið ráðnir til starfa til að annast þann vöxt. Nú væru efnahagsástæður samt töluvert öðruvísi. Önnur stór tæknifyrirtæki eins og Microsoft, Amazon, Meta og fleiri hafa sagt upp tugum þúsunda manna að undanförnu. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa stærstu tæknifyrirtækin sagt upp minnst 48 þúsund manns í þessum mánuði. Í lok síðasta árs sögðu forsvarsmenn Alphabet að nærri því 187 þúsund manns störfuðu hjá fyrirtækinu. Miðað við það er verið að segja upp rúmlega sex prósentum af starfsmönnum fyrirtækisins. Í áðurnefndum tölvupósti Pichai sagðist hann sá stórt tækifæri í þróun gervigreindar en þar væri nauðsynlegt að taka erfiðar ákvarðanir. Búið væri að framkvæma endurskoðun með því markmiði að ganga úr skugga um að starfsmannamál félaganna væru í takt við áherslur þeirra. Uppsagnirnar tækju hliðsjón af þessari endurskoðun. Pichai sagði einnig að óhjákvæmilegt væri að tæplega aldarfjórðungsgamalt fyrirtæki gengi í gegnum erfiðar tíma. Þá tíma yrði að nota til að skerpa línurnar og endurskipuleggja starfsemi. Hann vísaði aftur til þróunar gervigreindar og sagði að ákvörðun sem tekin var fyrir nokkrum árum um að leggja meiri áherslu á þessa vinnu hefði skilað miklum árangri fyrir Google. Vörur fyrirtækisins hefðu aldrei verið betri og verið væri að leggja grunn að nýrri upplifun viðskiptavina.
Google Bandaríkin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira