„Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2023 20:00 Gísli Þorgeir keyrir í gegnum brasilísku vörnina. Vísir/Vilhelm Gísli Þorgeir Kristjánsson var ánægður með síðari hálfleik íslenska landsliðsins í dag þegar það sneri leiknum gegn Brasilíu við. Hann er hins vegar á því að liðið hafi hent frá sér möguleikanum að fara lengra í síðari hálfleik á móti Ungverjum. „Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
„Algjörlega, líka fyrir þetta fólk – þetta sturlaða fólk sem við vorum með, þessir áhorfendur – bara gæsahúð án gríns,“ sagði Gísli Þorgeir aðspurður hvort sigur dagsins væri ákveðin sárabót. Ísland byrjaði leikinn hins vegar ekki vel og segja má að varnarleikurinn hafi verið í molum í hálfleik. „Sögðum við sjálfa okkur að þetta væri engan veginn í lagi, að fá á sig 22 mörk í einum hálfleik er ekki boðlegt. Líka hvað þetta var andlaust, hvað þeir löbbuðu í gegnum okkur eins og ekkert væri. Það vantaði, eins og Gummi sagði réttilega í hálfleik, alla sál og allan anda.“ „Mér fannst við svara vel fyrir okkur í seinni hálfleik. Allt annað að sjá okkur, þó við höfum fengið mikið af mörkum á okkur þá gerðum við markvörðunum okkar auðveldara fyrir. Vorum búnir að tala um að vera þéttari og svo framvegis. Fannst við kveðja þetta með stæl.“ Um mótið í heild sinni „Auðvitað eru þetta gríðarleg vonbrigði. Sést hvaða gæði eru í þessum hóp, hvað raunverulega er mögulegt. Donni [Kristján Örn Kristjánsson] er ekki í hóp í riðlinum og kemur svo inn núna og er frábær. Sýnir hversu mikil breiddin er. Þurfum bara að sýna það.“ „Fannst þetta korter sem mótið tapast á gegn Ungverjum – mun ekki segja að mótið hafi tapast á móti Svíum á heimavelli þeirra – það var eins og eitthvað í fyrri hálfleik. Tókum því sem sjálfsögðum hlut að vera sex mörkum yfir á móti Ungverjalandi á HM. Hefðum þurft að slá okkur í andlitið og bara „hey klárum þetta með stæl“ eins og við sýndum í seinni hálfleik. Ef og hefði, sá og mundi og allur sá pakki. Hefðum við gert það á móti Ungverjum þá værum við enn í þessu móti,“ sagði Gísli Þorgeir að lokum. Klippa: Gísli Þorgeir eftir leik
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Brasilíu: Gísli og Kristján bestir Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka endurkomusigur á Brasilíu, 41-37, í síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:32
Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Karakterviðsnúningur í seinni hálfleik Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann fjögurra marka sigur á Brasilíu, 41-37, í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 22. janúar 2023 19:00