„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. janúar 2023 17:32 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Arnar Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í gær verkfallsboðun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi á morgun meðal tæplega 300 félagsmanna sem starfa á sjö hótelum sem rekin eru af Íslandshótelum og Fosshótel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðslunni lýkur að kvöldi 30. janúar og ef aðgerðirnar verða samþykktar mun ótímabundið verkfall hefjast á hádegi 7. febrúar. Minnst fimmtíu og átta þeirra sem aðgerðirnar ná til verða að samþykkja verkfall svo úr verði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir þetta fyrsta skrefið en Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins þann 10. janúar. „Við viljum auðvitað ná samningi en við erum með þetta tól í höndunum og við teljum að það sé ríkulegur vilji hjá félagsfólki til þess að beita því. Þetta er bara sú taktíska nálgun sem við notumst við að þessu sinni, að gera þetta svona,“ segir Sólveig Anna um aðgerðirnar og bætir við að hún upplifi mikla samstöðu og baráttuvilja. Aðeins upphafið af miklu ítarlegu plani Náist ekki samningar með þessum aðgerðum gerir Efling ráð fyrir að fleiri stéttir fari í verkfall. Efling hafi unnið að tímalínu í þeim efnum en að sögn Sólveigar verða þær upplýsingar ekki gerðar opinberar. „Þetta er upphafið af miklu ítarlegra plani sem að kemur þá í ljós eftir því sem fram vindur,“ segir hún. „Það fólk sem við erum nú að semja fyrir telur hátt í 21 þúsund manns þannig það er augljóst að án þessa vinnuafls þá væri höfuðborgarsvæðið bara stopp, í lamasessi. Það er svona svarið á þessum tímapunkti, fjölmargir geirar, risastór hópur af fólki sem að heldur hér öllu gangandi. Svo bara kemur það í ljós þegar að því kemur,“ segir hún enn fremur. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á morgun en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar vill ekki lýsa því yfir að hún sé vongóð eða ekki vongóð. Samtök atvinnulífsins beri ábyrgð á atburðarrásinni sem nú sé farin af stað og þurfi að koma niður á jörðina. „Það er ekki hægt að afsaka það að ganga ekki til samninga við Eflingu, það er ekki hægt að afsaka það að samningsréttur Eflingar sé ekki virtur. Hvort þetta verði til þess að menn geri það sem þeir eigi að gera eins og þeim ber skylda til, því get ég ekki svarað. Það verður bara morgundagurinn að leiða í ljós,“ segir Sólveig. Harmar árásir forystu Starfsgreinasambandsins Hvað kröfur Eflingar varðar segir Sólveig þær sanngjarnar og hófstilltar. Tekist hefur verið á um sérstaka framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu vegna hærri húsnæðiskostnaðar, sem formaður Starfsgreinasambandsins hefur meðal annars gagnrýnt. „Mín viðbrögð og viðbrögð samninganefndar Eflingar eru fyrst og fremst þau að harma þær árásir sem að félagsfólk Eflingar sem stendur í þessari erfiðri kjaradeilu hefur orðið fyrir frá forystu innan Starfsgreinasambandsins. Það er bara erfitt fyrir okkur að skilja hvernig í ósköpunum mönnum dettur til hugar að ráðast að vinnuafli höfuðborgarsvæðisins, láglaunafólki sem er einfaldlega að fara fram á að geta aukið möguleika sína til að lifa,“ segir Sólveig aðspurð um þá gagnrýni. „Ég get ekki skilið og ég mun aldrei skilja hvernig menn geta ekki staðið með láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins. Það er óskiljanlegt fyrir mér að öllu leyti,“ segir hún enn fremur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Sjá meira
Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í gær verkfallsboðun en atkvæðagreiðsla hefst á hádegi á morgun meðal tæplega 300 félagsmanna sem starfa á sjö hótelum sem rekin eru af Íslandshótelum og Fosshótel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðslunni lýkur að kvöldi 30. janúar og ef aðgerðirnar verða samþykktar mun ótímabundið verkfall hefjast á hádegi 7. febrúar. Minnst fimmtíu og átta þeirra sem aðgerðirnar ná til verða að samþykkja verkfall svo úr verði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir þetta fyrsta skrefið en Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins þann 10. janúar. „Við viljum auðvitað ná samningi en við erum með þetta tól í höndunum og við teljum að það sé ríkulegur vilji hjá félagsfólki til þess að beita því. Þetta er bara sú taktíska nálgun sem við notumst við að þessu sinni, að gera þetta svona,“ segir Sólveig Anna um aðgerðirnar og bætir við að hún upplifi mikla samstöðu og baráttuvilja. Aðeins upphafið af miklu ítarlegu plani Náist ekki samningar með þessum aðgerðum gerir Efling ráð fyrir að fleiri stéttir fari í verkfall. Efling hafi unnið að tímalínu í þeim efnum en að sögn Sólveigar verða þær upplýsingar ekki gerðar opinberar. „Þetta er upphafið af miklu ítarlegra plani sem að kemur þá í ljós eftir því sem fram vindur,“ segir hún. „Það fólk sem við erum nú að semja fyrir telur hátt í 21 þúsund manns þannig það er augljóst að án þessa vinnuafls þá væri höfuðborgarsvæðið bara stopp, í lamasessi. Það er svona svarið á þessum tímapunkti, fjölmargir geirar, risastór hópur af fólki sem að heldur hér öllu gangandi. Svo bara kemur það í ljós þegar að því kemur,“ segir hún enn fremur. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á morgun en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar vill ekki lýsa því yfir að hún sé vongóð eða ekki vongóð. Samtök atvinnulífsins beri ábyrgð á atburðarrásinni sem nú sé farin af stað og þurfi að koma niður á jörðina. „Það er ekki hægt að afsaka það að ganga ekki til samninga við Eflingu, það er ekki hægt að afsaka það að samningsréttur Eflingar sé ekki virtur. Hvort þetta verði til þess að menn geri það sem þeir eigi að gera eins og þeim ber skylda til, því get ég ekki svarað. Það verður bara morgundagurinn að leiða í ljós,“ segir Sólveig. Harmar árásir forystu Starfsgreinasambandsins Hvað kröfur Eflingar varðar segir Sólveig þær sanngjarnar og hófstilltar. Tekist hefur verið á um sérstaka framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu vegna hærri húsnæðiskostnaðar, sem formaður Starfsgreinasambandsins hefur meðal annars gagnrýnt. „Mín viðbrögð og viðbrögð samninganefndar Eflingar eru fyrst og fremst þau að harma þær árásir sem að félagsfólk Eflingar sem stendur í þessari erfiðri kjaradeilu hefur orðið fyrir frá forystu innan Starfsgreinasambandsins. Það er bara erfitt fyrir okkur að skilja hvernig í ósköpunum mönnum dettur til hugar að ráðast að vinnuafli höfuðborgarsvæðisins, láglaunafólki sem er einfaldlega að fara fram á að geta aukið möguleika sína til að lifa,“ segir Sólveig aðspurð um þá gagnrýni. „Ég get ekki skilið og ég mun aldrei skilja hvernig menn geta ekki staðið með láglaunafólki höfuðborgarsvæðisins. Það er óskiljanlegt fyrir mér að öllu leyti,“ segir hún enn fremur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Sjá meira