Þó PSG hafi hvílt nokkra af sínum bestu mönnum, þar á meðal heimsmeistarann Lionel Messi, þá voru bæði Kylian Mbappé og Neymar í byrjunarliðinu. Franski sóknarmaðurinn átti enn einn stórleikinn en hann skorðaði fimm mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.
Neymar bætti við einu marki, og tveimur stoðsendingum, á meðan Carlos Soler skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu. Lokatölur 7-0 og PSG fór örugglega áfram í næstu umferð frönsku bikarkeppninnar.