Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. janúar 2023 07:30 Rheinmetall er reiðubúið til að senda skriðdreka til Úkraínu. AP/Martin Meissner Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. Talsmaður Rheinmetall segir fyrirtækið geta afhent 29 skriðdreka í apríl eða maí og 22 til viðbótar í lok árs eða ársbyrjun 2024. Stjórnvöld í Þýskalandi sæta nú miklum þrýstingi frá Úkraínu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, til að mynda Póllandi, um að heimila útflutning Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa neitunarvald hvað þetta varðar, þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Sérfræðingar áætla að þrettán ríki Evrópu eigi um það bil 2 þúsund Leopard skriðdreka, sem gætu nýst Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt ákvörðun yfirvofandi en enn sem komið er hefur Olaf Scholz kanslari ekki tekið í gikkinn, hvorki varðandi útflutning frá Þýskalandi né öðrum ríkjum. Þýsk stjórnvöld virðast veigra sér við því að taka skrefið ein og óstudd og hafa ýtt á að Bandaríkjamenn sendi þá einnig skriðdreka til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sagt að hvert og eitt ríki verði að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig það hagar stuðningi sínum. Tregðu Þjóðverja má rekja til mögulegra viðbragða Rússa, sem munu líklega líta á skriðdrekasendingarnar sem verulega stigmögnun. Þá myndu þær falla vel að áróðri Rússa um að stríðið í Úkraínu sé í raun stríð Nató við Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Talsmaður Rheinmetall segir fyrirtækið geta afhent 29 skriðdreka í apríl eða maí og 22 til viðbótar í lok árs eða ársbyrjun 2024. Stjórnvöld í Þýskalandi sæta nú miklum þrýstingi frá Úkraínu og öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, til að mynda Póllandi, um að heimila útflutning Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þjóðverjar hafa neitunarvald hvað þetta varðar, þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Sérfræðingar áætla að þrettán ríki Evrópu eigi um það bil 2 þúsund Leopard skriðdreka, sem gætu nýst Úkraínumönnum. Ráðamenn í Þýskalandi hafa sagt ákvörðun yfirvofandi en enn sem komið er hefur Olaf Scholz kanslari ekki tekið í gikkinn, hvorki varðandi útflutning frá Þýskalandi né öðrum ríkjum. Þýsk stjórnvöld virðast veigra sér við því að taka skrefið ein og óstudd og hafa ýtt á að Bandaríkjamenn sendi þá einnig skriðdreka til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hins vegar sagt að hvert og eitt ríki verði að taka sjálfstæða ákvörðun um það hvernig það hagar stuðningi sínum. Tregðu Þjóðverja má rekja til mögulegra viðbragða Rússa, sem munu líklega líta á skriðdrekasendingarnar sem verulega stigmögnun. Þá myndu þær falla vel að áróðri Rússa um að stríðið í Úkraínu sé í raun stríð Nató við Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira