Næsta stopp er: Háskólastrætó Viktor Pétur Finnsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda. Eins og fram kom í grein Júlíusar Viggós, formanns málefnanefndar Vöku leggjumst við gegn því að auka álögur á þá stúdenta sem velja sér eða þurfa að ferðast um á bíl. Sitjandi meirihluti í Stúdentaráði HÍ hefur talað fyrir því síðastliðin ár að gjöld á bílastæði við háskólann verði hækkuð. Til stendur að leggja gjaldskyldu á bílastæðin á malarplaninu og að bílastæði í boganum fyrir framan aðalbygginguna verði tekin burt. Okkur í Vöku finnst þetta ganga gegn hagsmunum stúdenta eins og allar hækkanir á gjöldum sem snúa að stúdentum. Stjórn Vöku telur að ekki ætti að ráðast í slíkar aðgerðir heldur bæta þurfi aðra samgöngumáta. Strætóleið fyrir stúdenta Bæta þarf strætóleiðir til og frá háskólanum en einnig þarf að leggja fleiri göngu- og hjólastíga háskólasvæðinu. Til þess að ekki reynist hættulegt að nýta sér samgöngur við háskólann þarf að auka þjónustu á háskólasvæðinu með því að moka, salta og sanda göngustíga. Mikil slysahætta getur myndast á veturna fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem kjósa að ferðast á rafskutlum. Þessi þjónusta hefur einfaldlega setið á hakanum. Við í Vöku leggjum til svokallaðan Háskólastrætó. Sá strætó væri í raun ný leið í leiðakerfi strætó sem væri sérsniðin að þörfum háskólanema. Leiðin myndi ganga milli allra stúdentagarða og stoppa við Háskólatorg, Þjóðarbókhlöðu, Læknagarð, Stakkahlíð, Skipholt, Háskólabíó, Eirberg, Haga og við Hlemm eða tengingu við aðrar leiðir. Leiðin myndi því þjónusta alla stúdenta og minnka biðtíma á sama tíma. Háskólaleið eins og þessi, myndi auka hvata nemenda til þess að nota almenningssamgöngur. Leiðin, sem er í raun nauðsynleg fyrir stúdenta, er til þess gerð að stúdentar þurfi sjaldnar að skipta um strætó á leið sinni í skólann. Einnig væri auðveldara fyrir nemendur í Stakkahlíð og Læknagarði að koma sér á milli staða á skilvirkan hátt. Margir háskólar erlendis hafa eigin háskólaleið og í mörgum tilfellum fleiri en eina. Háskólastrætó ætti einnig að hjálpa þeim sem búa á stúdentagörðum víðs vegar um bæinn að komast til og frá skóla með beinni leið. Þetta yrði mikið framfaraskref fyrir hagsmuni námsmanna. Með þessu viljum við koma til móts við þá nemendur sem búa í úthverfum með því að fella niður gjaldskyldu, og alla þá háskólanema sem vilja nýta sér almenningssamgöngur. Við í Vöku viljum að samgöngur henti sem flestum. Þess vegna berjumst við fyrir bættum strætóleiðum, gönguog hjólastígum, um leið og við leggjum áherslu á að bílastæðagjöld verði ekki sett á við háskólann. Framkvæmd Háskólastrætós er auðveld þar sem innviðir eru til staðar og hvorki þarf að byggja stoppistöðvar né breyta núverandi kerfi. Er hugmyndin bæði gerleg og ódýr fyrir Reykjavíkurborg, Strætó og háskólann. Þetta er eitt af þeim málum sem okkur í Vöku finnst að hagsmunafélög stúdenta ættu að setja á oddinn. Framför á þessu sviði myndi stuðla að miklum umbótum í þágu námsmanna við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda. Eins og fram kom í grein Júlíusar Viggós, formanns málefnanefndar Vöku leggjumst við gegn því að auka álögur á þá stúdenta sem velja sér eða þurfa að ferðast um á bíl. Sitjandi meirihluti í Stúdentaráði HÍ hefur talað fyrir því síðastliðin ár að gjöld á bílastæði við háskólann verði hækkuð. Til stendur að leggja gjaldskyldu á bílastæðin á malarplaninu og að bílastæði í boganum fyrir framan aðalbygginguna verði tekin burt. Okkur í Vöku finnst þetta ganga gegn hagsmunum stúdenta eins og allar hækkanir á gjöldum sem snúa að stúdentum. Stjórn Vöku telur að ekki ætti að ráðast í slíkar aðgerðir heldur bæta þurfi aðra samgöngumáta. Strætóleið fyrir stúdenta Bæta þarf strætóleiðir til og frá háskólanum en einnig þarf að leggja fleiri göngu- og hjólastíga háskólasvæðinu. Til þess að ekki reynist hættulegt að nýta sér samgöngur við háskólann þarf að auka þjónustu á háskólasvæðinu með því að moka, salta og sanda göngustíga. Mikil slysahætta getur myndast á veturna fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem kjósa að ferðast á rafskutlum. Þessi þjónusta hefur einfaldlega setið á hakanum. Við í Vöku leggjum til svokallaðan Háskólastrætó. Sá strætó væri í raun ný leið í leiðakerfi strætó sem væri sérsniðin að þörfum háskólanema. Leiðin myndi ganga milli allra stúdentagarða og stoppa við Háskólatorg, Þjóðarbókhlöðu, Læknagarð, Stakkahlíð, Skipholt, Háskólabíó, Eirberg, Haga og við Hlemm eða tengingu við aðrar leiðir. Leiðin myndi því þjónusta alla stúdenta og minnka biðtíma á sama tíma. Háskólaleið eins og þessi, myndi auka hvata nemenda til þess að nota almenningssamgöngur. Leiðin, sem er í raun nauðsynleg fyrir stúdenta, er til þess gerð að stúdentar þurfi sjaldnar að skipta um strætó á leið sinni í skólann. Einnig væri auðveldara fyrir nemendur í Stakkahlíð og Læknagarði að koma sér á milli staða á skilvirkan hátt. Margir háskólar erlendis hafa eigin háskólaleið og í mörgum tilfellum fleiri en eina. Háskólastrætó ætti einnig að hjálpa þeim sem búa á stúdentagörðum víðs vegar um bæinn að komast til og frá skóla með beinni leið. Þetta yrði mikið framfaraskref fyrir hagsmuni námsmanna. Með þessu viljum við koma til móts við þá nemendur sem búa í úthverfum með því að fella niður gjaldskyldu, og alla þá háskólanema sem vilja nýta sér almenningssamgöngur. Við í Vöku viljum að samgöngur henti sem flestum. Þess vegna berjumst við fyrir bættum strætóleiðum, gönguog hjólastígum, um leið og við leggjum áherslu á að bílastæðagjöld verði ekki sett á við háskólann. Framkvæmd Háskólastrætós er auðveld þar sem innviðir eru til staðar og hvorki þarf að byggja stoppistöðvar né breyta núverandi kerfi. Er hugmyndin bæði gerleg og ódýr fyrir Reykjavíkurborg, Strætó og háskólann. Þetta er eitt af þeim málum sem okkur í Vöku finnst að hagsmunafélög stúdenta ættu að setja á oddinn. Framför á þessu sviði myndi stuðla að miklum umbótum í þágu námsmanna við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun