Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Sæbjörn Steinke skrifar 26. janúar 2023 22:00 VÍSIR/BÁRA Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. Keflavík er með sigrinum komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar en Grindavík er áfram í sjöunda sætinu. Leikurinn byrjaði frekar rólega og stigaskorið alls ekki mikið í fyrsta leikhluta. Þeir Hjalti Þór Vilhjálmsson og Sverrir Þór Sverrisson á bekknum hjá Keflavík voru ekki ánægðir með sína menn eftir hálfan fyrsta leikhluta og messuðu aðeins yfir sínum mönnum. Gestirnir svöruðu og komu sér yfir fyrir leikhlutaskiptin. Heimamenn áttu næsta högg og fóru með verðskuldaða forystu í hálfleikinn. Ólafur Ólafsson átti stórleik í fyrri hálfleik; var með sextán skoruð stig, fimm fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta. Grindavík var ofan á í baráttunni í fyrri hálfleik en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir með öflugu áhlaupi í lok þriðja leikhluta. Síðustu mínútuna unnu gestirnir með átta stigum og byrjuðu svo lokaleikhlutann á 10-4 spretti. Alls fjórtán stiga sveifla á fimm mínútna kafla og gestirnir komnir með átta stiga forskot sem þeir létu aldrei af hendi. Á þessum kafla sprungu heimamenn og spurning hvort að veikindi í hópnum, sem Jóhann þjálfari liðsins nefndi í viðtali fyrir leik, höfðu eitthvað um það að segja. Niðurstaðan annar sigur Keflavíkur í röð og annað tap Grindavíkur í röð. Af hverju vann Keflavík? Það mætti allt annað Keflavíkurlið til leiks í seinni hálfleik. Það vantaði allan anda í liðið, alla baráttu og vilja í að ná í lausa bolta. Gestirnir þurftu að hafa fyrir því að koma sér í gírinn, meira að segja í seinni hálfleiknum, en með frábærum endi á þriðja leikhluta var þetta langt komið. Halldór Garðar Hermannsson kom inn með mikla orku af bekknum og hafði góð áhrif á sitt lið, skilaði stigum sem skiptu gríðarlegu máli á meðan Keflavík var að reyna koma sér nær heimamönnum og í forystu, tilfinningin var súa að Grindvíkingar skutu nokkuð vel í þriðja leikhluta en Keflavík náði alltaf að svara. Halldór hélt svo áfram að spila vel eftir að Keflavík tók öll völd. Það hafði líka mikið að segja að tankurinn hjá Ólafi tæmdist í seinni hálfleik og menn voru farnir að taka fráköst í kringum hann sem voru ekki í boði í fyrri hálfleik. Þessir stóðu upp úr: Fyrri hálfleikur Ólafs var magnaður en í seinni bætti hann einungis við fimm stigum, þremur fráköstum og einni stoðsendingu. Gaios Skordilis var heilt yfir mjög góður, skoraði 24 stig. Bragi Guðmundsson skoraði sextán stig og tók sjö fráköst. Bragi átti auk þess magnaða troðslu í seinni hálfleik, tróð boltanum í mikilli traffík. Það er auk þess vert að nefna innkomu Magnúsar Engils Valgeirssonar af bekknum en hann skoraði ellefu stig á rúmum sjö mínútum sem hann spilaði. Hjá gestunum átti Eric Ayala góðan leik, skoraði 27 stig og sjö sinnum var brotið á honum. Halldór Garðar endaði með sautján stig og sex fráköst. Keflavík vann þær mínútur sem Halldór spilaði með átján stigum sem var það mesta í liðið Keflavíkur í kvöld. Þá var Hörður Axel Vilhjálmsson öflugur, var með sextán stig og níu stoðsendingar. Hvað gekk illa? Fjórði leikhlutin hjá Grindavík var ekki nægilega öflugur, þegar Ólafur var sprunginn var lítið að frétta hjá liðinu og nokkuð þægilegur endir á leiknum fyrir gestina. Það gekk líka illa hjá Eric Ayala að stíga ekki á vítalínuna þegar hann tók víti, missti af tveimur stigum þar sem hann steig of framarlega þegar hann tók vítaskot. Valdas Vasylius var þá mögulega að spila sinn síðasta leik fyrir Grindavík. Ætlunin er að fá inn nýjan evrópskan leikmann og að einn fari út á móti. Það verður að teljast mjög líklegt að Valdas, sem skoraði eitt stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu verði sá erlendi leikmaður sem mun yfirgefa félagið. Grindavík þurfti líka að fá meira frá Damier Pitts, bandaríska leikmanni liðsins, í fjórða leikhluta en fimmtán stig frá honum var einfaldlega ekki nóg í kvöld. Hvað gerist næst? Keflavík mætir Breiðabliki á heimavelli á föstudaginn í næstu viku og Grindavík heimsækir ÍR sama dag. Hjalti um sína stöðu: Ef einhver vill ekki hafa mig þá er það bara þannig Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægðastur með að við lögðum okkur smá fram í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var hrikalegur, það var engin orka, hvorki á vellinum né á bekknum. Það var ótrúlegt að við vorum bara fjórum stigum undir. Við þurfum að gera miklu betur en þetta og mæta tilbúnir í leikina,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Menn komu með orku, þetta var ekki spurning um körfuboltaleg gæði, „x and o's“ eða hvað það er. Þetta snerist um að leggja sig svolítið fram. Þeir tóku tíu sóknarfráköst í fyrri hálfleik og við töpuðum ellefu boltum. Það er ekki í boði ef þú ætlar að vinna einhverja leiki.“ Hjalti vonaði að um einbeitingarleysi væri að ræða hjá sínu liði. Vonaðist til að hans menn teldu sig ekki of góða. „Þessi deild er bara þannig að það eru öll lið fantagóð og Grindavík er búið að sýna í mörgum leikjum að þeir eru bara fjandi góðir og við fengum að finna fyrir því í fyrri hálfleik.“ Hjalti var spurður hvort að honum hefði fundist línan hjá dómurum leiksins herðast í seinni hálfleik. „Æi, ég röflaði eitthvað, sumt var fínt og sumt var ég óánægður með. Ég var ekkert að spá í hvort að línan var harðari eða ekki. Mér fannst línan milli dómarar, tveir dómarar sem leyfðu meiri hörku.“ Sigurinn var annar sigur Keflavíkur í röð eftir tapið gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins. Ákveðin umræða fór af stað í kjölfar bikartapsins hvort ætti að skipta Hjalta út, hvort Keflvíkingar myndu rífa í gikkinn og fá inn annan þjálfara. Hjalti var spurður hvort hann hefði orðið var við þessa umræðu. „Ég er að reyna mitt besta og ef einhver vill ekki hafa mig þá er það bara þannig. Ég geri mitt besta fyrir þetta lið og legg mig fram. Það er það eina sem ég get gert.“ Pældi hann eitthvað í þessu? „Nei, bara alls ekki.“ Í viðtalinu kom fram að Hjalti vonaðist til þess að Ólafur Ingi Styrmisson, sem var fjarri góðu gamni í kvöld, yrði klár í næsta leik. Þá vonast hann til að Jaka Brodnik geti byrjað að spila í mars eftir meiðsli. En verða einhverjar breytingar á leikmannahópnum fyrir gluggalok? „Það er ekki planið, en ef eitthvað frábært býðst þá veit maður aldrei. Það er allavega ekki planið,“ sagði Hjalti að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF
Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. Keflavík er með sigrinum komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar en Grindavík er áfram í sjöunda sætinu. Leikurinn byrjaði frekar rólega og stigaskorið alls ekki mikið í fyrsta leikhluta. Þeir Hjalti Þór Vilhjálmsson og Sverrir Þór Sverrisson á bekknum hjá Keflavík voru ekki ánægðir með sína menn eftir hálfan fyrsta leikhluta og messuðu aðeins yfir sínum mönnum. Gestirnir svöruðu og komu sér yfir fyrir leikhlutaskiptin. Heimamenn áttu næsta högg og fóru með verðskuldaða forystu í hálfleikinn. Ólafur Ólafsson átti stórleik í fyrri hálfleik; var með sextán skoruð stig, fimm fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta. Grindavík var ofan á í baráttunni í fyrri hálfleik en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir með öflugu áhlaupi í lok þriðja leikhluta. Síðustu mínútuna unnu gestirnir með átta stigum og byrjuðu svo lokaleikhlutann á 10-4 spretti. Alls fjórtán stiga sveifla á fimm mínútna kafla og gestirnir komnir með átta stiga forskot sem þeir létu aldrei af hendi. Á þessum kafla sprungu heimamenn og spurning hvort að veikindi í hópnum, sem Jóhann þjálfari liðsins nefndi í viðtali fyrir leik, höfðu eitthvað um það að segja. Niðurstaðan annar sigur Keflavíkur í röð og annað tap Grindavíkur í röð. Af hverju vann Keflavík? Það mætti allt annað Keflavíkurlið til leiks í seinni hálfleik. Það vantaði allan anda í liðið, alla baráttu og vilja í að ná í lausa bolta. Gestirnir þurftu að hafa fyrir því að koma sér í gírinn, meira að segja í seinni hálfleiknum, en með frábærum endi á þriðja leikhluta var þetta langt komið. Halldór Garðar Hermannsson kom inn með mikla orku af bekknum og hafði góð áhrif á sitt lið, skilaði stigum sem skiptu gríðarlegu máli á meðan Keflavík var að reyna koma sér nær heimamönnum og í forystu, tilfinningin var súa að Grindvíkingar skutu nokkuð vel í þriðja leikhluta en Keflavík náði alltaf að svara. Halldór hélt svo áfram að spila vel eftir að Keflavík tók öll völd. Það hafði líka mikið að segja að tankurinn hjá Ólafi tæmdist í seinni hálfleik og menn voru farnir að taka fráköst í kringum hann sem voru ekki í boði í fyrri hálfleik. Þessir stóðu upp úr: Fyrri hálfleikur Ólafs var magnaður en í seinni bætti hann einungis við fimm stigum, þremur fráköstum og einni stoðsendingu. Gaios Skordilis var heilt yfir mjög góður, skoraði 24 stig. Bragi Guðmundsson skoraði sextán stig og tók sjö fráköst. Bragi átti auk þess magnaða troðslu í seinni hálfleik, tróð boltanum í mikilli traffík. Það er auk þess vert að nefna innkomu Magnúsar Engils Valgeirssonar af bekknum en hann skoraði ellefu stig á rúmum sjö mínútum sem hann spilaði. Hjá gestunum átti Eric Ayala góðan leik, skoraði 27 stig og sjö sinnum var brotið á honum. Halldór Garðar endaði með sautján stig og sex fráköst. Keflavík vann þær mínútur sem Halldór spilaði með átján stigum sem var það mesta í liðið Keflavíkur í kvöld. Þá var Hörður Axel Vilhjálmsson öflugur, var með sextán stig og níu stoðsendingar. Hvað gekk illa? Fjórði leikhlutin hjá Grindavík var ekki nægilega öflugur, þegar Ólafur var sprunginn var lítið að frétta hjá liðinu og nokkuð þægilegur endir á leiknum fyrir gestina. Það gekk líka illa hjá Eric Ayala að stíga ekki á vítalínuna þegar hann tók víti, missti af tveimur stigum þar sem hann steig of framarlega þegar hann tók vítaskot. Valdas Vasylius var þá mögulega að spila sinn síðasta leik fyrir Grindavík. Ætlunin er að fá inn nýjan evrópskan leikmann og að einn fari út á móti. Það verður að teljast mjög líklegt að Valdas, sem skoraði eitt stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu verði sá erlendi leikmaður sem mun yfirgefa félagið. Grindavík þurfti líka að fá meira frá Damier Pitts, bandaríska leikmanni liðsins, í fjórða leikhluta en fimmtán stig frá honum var einfaldlega ekki nóg í kvöld. Hvað gerist næst? Keflavík mætir Breiðabliki á heimavelli á föstudaginn í næstu viku og Grindavík heimsækir ÍR sama dag. Hjalti um sína stöðu: Ef einhver vill ekki hafa mig þá er það bara þannig Hjalti Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægðastur með að við lögðum okkur smá fram í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var hrikalegur, það var engin orka, hvorki á vellinum né á bekknum. Það var ótrúlegt að við vorum bara fjórum stigum undir. Við þurfum að gera miklu betur en þetta og mæta tilbúnir í leikina,“ sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. „Menn komu með orku, þetta var ekki spurning um körfuboltaleg gæði, „x and o's“ eða hvað það er. Þetta snerist um að leggja sig svolítið fram. Þeir tóku tíu sóknarfráköst í fyrri hálfleik og við töpuðum ellefu boltum. Það er ekki í boði ef þú ætlar að vinna einhverja leiki.“ Hjalti vonaði að um einbeitingarleysi væri að ræða hjá sínu liði. Vonaðist til að hans menn teldu sig ekki of góða. „Þessi deild er bara þannig að það eru öll lið fantagóð og Grindavík er búið að sýna í mörgum leikjum að þeir eru bara fjandi góðir og við fengum að finna fyrir því í fyrri hálfleik.“ Hjalti var spurður hvort að honum hefði fundist línan hjá dómurum leiksins herðast í seinni hálfleik. „Æi, ég röflaði eitthvað, sumt var fínt og sumt var ég óánægður með. Ég var ekkert að spá í hvort að línan var harðari eða ekki. Mér fannst línan milli dómarar, tveir dómarar sem leyfðu meiri hörku.“ Sigurinn var annar sigur Keflavíkur í röð eftir tapið gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins. Ákveðin umræða fór af stað í kjölfar bikartapsins hvort ætti að skipta Hjalta út, hvort Keflvíkingar myndu rífa í gikkinn og fá inn annan þjálfara. Hjalti var spurður hvort hann hefði orðið var við þessa umræðu. „Ég er að reyna mitt besta og ef einhver vill ekki hafa mig þá er það bara þannig. Ég geri mitt besta fyrir þetta lið og legg mig fram. Það er það eina sem ég get gert.“ Pældi hann eitthvað í þessu? „Nei, bara alls ekki.“ Í viðtalinu kom fram að Hjalti vonaðist til þess að Ólafur Ingi Styrmisson, sem var fjarri góðu gamni í kvöld, yrði klár í næsta leik. Þá vonast hann til að Jaka Brodnik geti byrjað að spila í mars eftir meiðsli. En verða einhverjar breytingar á leikmannahópnum fyrir gluggalok? „Það er ekki planið, en ef eitthvað frábært býðst þá veit maður aldrei. Það er allavega ekki planið,“ sagði Hjalti að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti