Biden segir „nei“ við þotum til handa Úkraínumönnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2023 06:38 Biden var skýr í svörum þegar hann var spurður um þotur til handa Úkraínumönnum. AP/Andrew Harnik „Nei,“ svaraði Joe Biden Bandaríkjaforseti einfaldlega þegar hann var spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort Bandaríkjamenn myndu senda F-16 herþotur til Úkraínu. Úkraínumenn kalla nú eftir herþotum eftir að hafa verið lofað skriðdrekum. Oleksiy Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París í dag. Til umræðu verður meðal annars sú spurning hvort bandamenn séu viljugir til að sjá Úkraínumönnum fyrir herþotum. Macron sagði í gær að margt þyrfti að skoða í þessu samhengi, meðal annars hvort slíkar sendingar yrðu til þess að valda stigmögnun. Þá þyrfti að gulltryggja að þoturnar „snertu ekki rússneska jörð“. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa í hefndarhug vegna ötullar mótspyrnu Úkraínumanna. Þannig standi nú yfir viðstöðulausar árásir í austurhluta landsins. Selenskí hefur ítrekað varað við því að stríðsvél Rússa fari aftur í gang eftir pattstöðu síðustu mánaða og kallað eftir meiri vopnum. Ráðamenn í Kænugarði voru þannig ekki fyrr búnir að fá jákvætt svar frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum um skriðdreka fyrr en þeir kröfðust þess að fá einnig þotur. Menn eru hins vegar uggandi yfir mögulegum viðbrögðum Rússa. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í gær að frekari vopnasendingar yrðu aðeins til að stigmagna átökin. Stjórnvöld í Kænugarði kölluðu eftir meiri og meiri vopnum og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins yrðu alltaf meira og meira viðriðin átökin með beinum hætti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Oleksiy Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, mun funda með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í París í dag. Til umræðu verður meðal annars sú spurning hvort bandamenn séu viljugir til að sjá Úkraínumönnum fyrir herþotum. Macron sagði í gær að margt þyrfti að skoða í þessu samhengi, meðal annars hvort slíkar sendingar yrðu til þess að valda stigmögnun. Þá þyrfti að gulltryggja að þoturnar „snertu ekki rússneska jörð“. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa í hefndarhug vegna ötullar mótspyrnu Úkraínumanna. Þannig standi nú yfir viðstöðulausar árásir í austurhluta landsins. Selenskí hefur ítrekað varað við því að stríðsvél Rússa fari aftur í gang eftir pattstöðu síðustu mánaða og kallað eftir meiri vopnum. Ráðamenn í Kænugarði voru þannig ekki fyrr búnir að fá jákvætt svar frá Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum um skriðdreka fyrr en þeir kröfðust þess að fá einnig þotur. Menn eru hins vegar uggandi yfir mögulegum viðbrögðum Rússa. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði í gær að frekari vopnasendingar yrðu aðeins til að stigmagna átökin. Stjórnvöld í Kænugarði kölluðu eftir meiri og meiri vopnum og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins yrðu alltaf meira og meira viðriðin átökin með beinum hætti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira