Tíu ár af Fáðu já Brynhildur Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2023 17:01 Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Kynlíf Kvikmyndagerð á Íslandi Kynferðisofbeldi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Fáðu já var á sínum tíma byltingarkennd tilraun til að fræða unglinga um kynferðisofbeldi en ekki síður til að fræða þá um kynlíf. Kynfræðslu var nefnilega sorglega ábótavant í skólakerfinu fyrir tíu árum og er enn. Plakat myndarinnar Fáðu já. Myndin er ennþá notuð til kennslu víða í skólakerfinu enda lifir boðskapur hennar góðu lífi og því miður er enn mjög handahófskennt hvort og þá hverskonar kynfræðslu unglingar fá, hvort áherslan er á eistnalyppur eða kynsjúkdóma eða ofbeldi. Áherslan á auðvitað að vera á hvorugt. Kynlíf getur verið eitt það besta og fallegasta sem nokkur manneskja getur upplifað með sjálfri sér eða öðrum en það getur líka verið uppspretta mikils sársauka, firringar og vanlíðunar. Kynlíf hefur gegnum tíðina verið skrumskælt, þaggað og ýtt undir yfirborðið þar sem það og hugmyndin um það er oft á tíðum misnotað sem yfirskin fyrir alvarlegt ofbeldi og fyrirlitningu á konum og jaðarsettum hópum. Þessvegna er kynfræðsla svo mikilvæg. Árið 2020 var settur á fót starfshópur um kynfræðslu í skólum sem skilaði af sér mikilvægum hugmyndum að endurbótum í júlí 2021. Umræða um eftirfylgni við tillögur hópsins í skólakerfinu hefur ekki farið hátt sem er miður. Því kynlíf er ekki bara áhugamál, barnagerð eða eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir heldur hluti af heilbrigðu lífi heilbrigðra einstaklinga sem stuðlar að lífsgæðum og eykur lífsgleði ef komið er að því af virðingu og jákvæðni. Kynferðisofbeldi á sér ennþá stað og sýna tölur frá Neyðarmóttökunni og Stígamótum að betur má ef duga skal í fræðslu og forvörnum. Í samhengi nútímans er Fáðu já barn síns tíma. Reynt var að sýna fjölbreytni í leikaravali og áherslum sem í dag þykir kannski nokkuð ábótavant. Það sýnir samt líka hversu margt stórkostlegt og magnað hefur gerst á síðustu tíu árum til að mynda í málefnum trans og hinsegin fólks. Í sumum tilfellum hrinti myndin af stað umræðu sem varð til þess opna og víkka umræðuna og varpa ljósi á margbreytileika kynferðisofbeldis og áreitis. Fáðu já er enn í notkun í skólakerfinu til að fræða unglinga um kynlíf og kynferðisofbeldi og það er gott. Það var mikilvægt og er enn að fjalla um klám á raunsæjan hátt og að draga kennara, foreldra og forráðafólk unglinga inn í umræðuna. Í smástund fyrir tíu árum náðist að gera kynfræðslu og kynlífsfræðslu unglinga að málefni sem var á allra vörum með þeim mælanlega árangri að í könnun sem gerð var meðal unglinga vorið 2013 sögðust 70% þeirra sem séð höfðu myndina skilja betur hvað það þýðir að fá samþykki í kynlífi. Sá boðskapur hefur einnig náð út fyrir landsteinana en myndin var til dæmis í Slóveníu árið 2020 þar sem 96% drengja sögðu að best væri að spyrja um samþykki fyrir kynlífi eftir að þeir höfðu séð myndina á móti 49% áður en þeir sáu hana. Mikilvægi þess að fá heilshugar samþykki fyrir öllum athöfnum í kynlífi verður aldrei of oft kveðið. Það ber að þakka fyrir þær stórkostlegu viðtökur sem Fáðu já fékk á sínum tíma og hefur fengið síðan en jafnframt má nota tækifærið til að skora á fræðsluyfirvöld að gera betur í kynfræðslu, kynjafræðikennslu og kynlífsfræðslu. Kynlíf er nefnilega ekki bara ofbeldi og kynsjúkdómar heldur þegar best verður á kosið lífsgæði sem unglingarnir okkar og við sjálf eigum skilið að njóta af virðingu, víðsýni og gleði. Höfundur er einn hugmyndasmiður Fáðu já- stuttmyndar um mörkin milli ofbeldis og kynlífs.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar