Snorri Steinn: Slen ekki afsökun eftir sex vikna pásu Andri Már Eggertsson skrifar 31. janúar 2023 21:35 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn þar sem Valur komst í fyrsta sinn yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
„Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira