Mbappé klikkaði á vítaspyrnu og meiddist | Barcelona fékk á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 23:00 Kylian Mbappé átti ekki sinn besta leik í kvöld. Ekki er vitað hversu illa meiddur hann er. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Stórliðin París Saint-Germain og Barcelona unnu bæði sigra þegar þau juku forskot sitt á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og þeirri spænsku. Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira