Skoðun

Ham­farir á hörmungar ofan

Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar

Eftir 12 ár af linnulausum átökum dynur enn ein hörmungin á Sýrlandi og sýrlenskum börnum. Árásir, dráp og ofbeldi af öllu tagi hafa síðastliðin áratug verið daglegt brauð hjá yfir sjö milljónum sýrlenskra barna. Í morgun vöknuðu mörg barnanna við jarðskjálfta sem mældist 7,8 að stærð. Skjálftinn sem á upptök sín á landamærum Sýrlands og Tyrklands er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í 100 ár.

Barnaheill – Save the Children eru á vettvangi í Sýrlandi og Tyrklandi og vinna hörðum höndum að því að bregðast við afleiðingum jarðskjálftans og þeirra fjölmörgu eftirskjálfta sem hafa orðið. Heimili barna og helstu byggingar hafa eyðilagst og þurfa börn á svæðinu lífsnauðsynlega á aðstoð að halda. Börnin þurfa mat, skjól og hlýjan fatnað til að vernda þau fyrir kuldanum sem er á svæðinu.

Stríðsátök og náttúruhamfarir bitna verst á börnum og því er mikilvægt að hver og einn leggi sitt lóð á vogarskálarnar, ég og þú, Jón og Gunna. Hjálpumst að við að ná sem flestum börnum óhultum úr rústum hruninna bygginga, hver mínúta skiptir máli í þeim frosthörkum sem nú ríkja.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi standa nú fyrir söfnun vegna neyðaraðstoðar til barna á hamfarasvæðum. Hér getur þú lagt börnum lið með frjálsum framlögum.

Höfundur er leiðtogi erlendra verkefna og aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×