Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2023 19:50 Nadine syrgir son sinn Oleg Kunynets, einn fjölmargra hermanna Úkraínu, sem fallið hefur í innrás Rússa í austurhéruðum landsins. AP/Emilio Morenatti Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu. Síðustu vikur og mánuði hafa hörðustu bardagar í innrás Rússa í Úkraínu farið fram í austurhluta landsins, aðallega í nágrenni við borgina Bakhmut. Gífurlegt mannfall hefur verið þar hjá báðum fylkingum en þó mun meira hjá Rússum sem senda hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann. Úkraínumenn segja að mannfall meðal Rússa hafi aldrei verið eins mikið og síðasta sólarhringinn. Hersveitir þeirra hafi fellt um eða yfir þúsund rússneska hermenn. Úkraínumenn skortir skriðdreka á austurvígstöðvunum en í gær birti úkraínski herinn myndir þar sem verið er að lesta skip með 60 Bradley bryndrekum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa líka heitið að senda 31 stærri og öflugri skriðdreka af M1 Abrams gerð sem tekur nokkur tíma að þjálfa úkraínska hermenn á að stjórna. Þá ætla Evrópuþjóðir að senda 80 Leopard 2 skriðdreka. Rússar sem, búa yfir mun fleiri skriðdrekum í innrás sinni, vara við því að aukin geta Úkraínu til að verjast innrásinni muni stigmagna átökin „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyna að draga átökin eins mikið á langinn og hægt er. Í þeim tilgangi hafa þeir byrjað að útvega Úkraínu þungavopn og opinberlega hvatt þá til að vinna af okkur landsvæði. Skref í þessa átt munu draga NAT- ríkin inn í átökin og gætu leitt til ófyrirsjáanlegrar stigmögnunar," sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands á fundi með herforingjaráðinu í dag. Rússar hafi grandað þessum þungavopnum á vígstöðvunum og á leið til átakasvæða og muni halda áfram að gera það. Pólverjar settu upp Patriot eldflaugavarnakerfi í æfingarskyni við höfuðborgina Varsjá í dag.AP/Michal Dyjuk Bandaríkjamenn hafa einnig lofað Úkraínumönnum fullkomnum Patriot loftvarnakerfum. Í gær voru slík kerfi sett upp í æfingarskyni við Varjá höfuðborg Póllands. Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands segir stríðið í Úkraínu sýna fram á nauðsyn þessa að koma slíkum vörnum upp. „Við gerum okkur öll greini fyrir því stríði sem geisar handan landamæranna. En við munum vísvitandi halda æfingar í þeim tilgangi að fæla alla árásaraðila. Þannig sýnum við að pólski herinn er tilbúinn til bardaga," sagði Blaszczak í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hafa hörðustu bardagar í innrás Rússa í Úkraínu farið fram í austurhluta landsins, aðallega í nágrenni við borgina Bakhmut. Gífurlegt mannfall hefur verið þar hjá báðum fylkingum en þó mun meira hjá Rússum sem senda hverja hersveitina á fætur annarri í opinn dauðann. Úkraínumenn segja að mannfall meðal Rússa hafi aldrei verið eins mikið og síðasta sólarhringinn. Hersveitir þeirra hafi fellt um eða yfir þúsund rússneska hermenn. Úkraínumenn skortir skriðdreka á austurvígstöðvunum en í gær birti úkraínski herinn myndir þar sem verið er að lesta skip með 60 Bradley bryndrekum í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn hafa líka heitið að senda 31 stærri og öflugri skriðdreka af M1 Abrams gerð sem tekur nokkur tíma að þjálfa úkraínska hermenn á að stjórna. Þá ætla Evrópuþjóðir að senda 80 Leopard 2 skriðdreka. Rússar sem, búa yfir mun fleiri skriðdrekum í innrás sinni, vara við því að aukin geta Úkraínu til að verjast innrásinni muni stigmagna átökin „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra reyna að draga átökin eins mikið á langinn og hægt er. Í þeim tilgangi hafa þeir byrjað að útvega Úkraínu þungavopn og opinberlega hvatt þá til að vinna af okkur landsvæði. Skref í þessa átt munu draga NAT- ríkin inn í átökin og gætu leitt til ófyrirsjáanlegrar stigmögnunar," sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands á fundi með herforingjaráðinu í dag. Rússar hafi grandað þessum þungavopnum á vígstöðvunum og á leið til átakasvæða og muni halda áfram að gera það. Pólverjar settu upp Patriot eldflaugavarnakerfi í æfingarskyni við höfuðborgina Varsjá í dag.AP/Michal Dyjuk Bandaríkjamenn hafa einnig lofað Úkraínumönnum fullkomnum Patriot loftvarnakerfum. Í gær voru slík kerfi sett upp í æfingarskyni við Varjá höfuðborg Póllands. Mariusz Blaszczak varnarmálaráðherra Póllands segir stríðið í Úkraínu sýna fram á nauðsyn þessa að koma slíkum vörnum upp. „Við gerum okkur öll greini fyrir því stríði sem geisar handan landamæranna. En við munum vísvitandi halda æfingar í þeim tilgangi að fæla alla árásaraðila. Þannig sýnum við að pólski herinn er tilbúinn til bardaga," sagði Blaszczak í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09 Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Búast við stórsókn Rússa í lok febrúar Varnarmálaráðherra Úkraínu fullyrðir að Rússar séu að undirbúa nýja stórsókn sem gæti hafist í lok þessa mánaðar eða í kringum 24. febrúar. 2. febrúar 2023 07:09
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. 30. janúar 2023 15:00