Selenskí í óvæntri heimsókn til Bretlands í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2023 10:40 Sunak tók á móti Selenskí á flugvellinum. Instagram Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið. Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna. Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá heimsókn Selenskí og segir í frétt BBC að hann muni að öllum líkindum ávarpa breska þingið í dag. Líklegt er talið að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, muni á sama tíma tilkynna frekari hernaðar- og fjárhagsaðstoð við Úkraínumenn. Þar á meðal muni Sunak bjóða Úkraínumönnum að þjálfa fyrir þá herflugmenn og boða frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. View this post on Instagram A post shared by (@zelenskiy_official) Buckingham höll tilkynnti klukkan 10:30 að íslenskum tíma að Selenskí muni hitta Karl þriðja Bretakonung í þessari heimsókn sinni. Hafa gefið Úkraínumönnum milljarða Þetta er þriðja opinbera heimsókn Selenskí frá upphafi stríðsins. Sú fyrsta var rétt fyrir jól þegar hann heimsótti Bandaríkin en á heimleið heimsótti hann Pólland. Þá segir í frétt breska ríkisútvarpsins að Selenskí hafi síðast heimsótt Bretland árið 2020. Þá hefur Sunak fundað með Selenskí áður en hann fór til Kænugarðs í nóvember. Í þeirri heimsókn tilkynnti forsætisráðherrann 50 milljón punda fjárhagsaðstoð til Úkraínu, sem nemur um 8,5 milljörðum króna. Sunak sagði þegar hann tilkynnti þann aðstoðarpakka að Bretar vissu hvað þyrfti til til að berjast fyrir frelsi. Bretar hafa stutt þétt við bakið á Úkraínumönnum frá upphafi stríðs og hafa meðal annars sent hergögn og fjármagn. Bretland hefur gefið Úkraínu 2,3 milljarða punda frá upphafi stríðsins, sem nemur um 400 milljörðum króna, og heitið því að gefa annað eins á þessu ári. Líklegur til að funda með ESB Eins og áður segir er talið líklegt að Selenskí muni á þessu ferðalagi sínu fara til Brussel í Belgíu til að funda með Evrópusambandinu. Það hefur þó ekki verið staðfest formlega en upplýsingum um fyrirhugaðan fund hans í Brussel var lekið í síðustu viku. Talið er líklegt að hann muni ávarpa Evrópuþingið á morgun áður en hann heldur á fund leiðtoga ESB ríkjanna.
Bretland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41 Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36 Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Úrvinda hermenn búast við enn harðari átökum Úrvinda úkraínskir hermenn kvarta yfir því að eiga við ofurefli að etja í austurhluta Úkraínu, þrátt fyrir að Rússar hafi ekki enn sent alla þá hermenn sem skikkaðir voru til herþjónustu á víglínurnar. Úkraínskir læknar segja mannfall hafa aukist að undanförnu en hart er barist víða á víglínunum í Úkraínu. 6. febrúar 2023 22:41
Segir Pútín hafa lofað sér því að láta ekki drepa Selenskí Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi heitið honum því skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu að hann myndi ekki láta drepa Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 6. febrúar 2023 07:36
Varnarmálaráðherra Úkraínu látinn taka pokann sinn Oleksii Reznikov hefur verið skipt út sem varnarmálaráðherra Úkraínu. Kyrylo Budanov, yfirmaður GUR leyniþjónustunnar, leysir hann af hólmi. 5. febrúar 2023 21:47