Treysta sér ekki til að drekka kranavatn á slökkvistöðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:51 Í hluta húsnæðis slökkviliðs Borgarbyggðar í Borgarnesi er mygla. Vísir Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns. Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns.
Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira