Alvarlegar athugasemdir við hækkun æfingagjalda í Reykjavík Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 15:01 Skúli Helgason er formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hækkanir einstaka íþróttafélaga í Reykjavík á æfingagjöldum. Ráðið óskar eftir því að félögin endurskoði hækkanir sínar. Frístundastyrkur barna í Reykjavík hækkaði um helming um áramótin eða um 25 þúsund krónur, úr fimmtíu þúsund krónum í 75 þúsund. Tilgangur styrksins er að auka virkni og þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi. „Vilji borgarinnar er klárlega að stærstur hluti hækkunarinnar renni til barna og forráðamanna þeirra,“ segir í bókun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðinu hefur nú borist fregnir af verulegum hækkunum æfingagjalda íþróttafélaganna að undanförnu og því var óskað eftir því að Íþróttabandalag Reykjavíkurborgar (ÍBR) tæki saman heildstætt yfirlit yfir æfingagjöld með samanburði fyrir og eftir hækkun styrksins. Fyrstu upplýsingar frá ÍBR benda til þess að æfingagjöld hafi almennt ekki hækkað umfram verðlag en hins vegar eru einstök dæmi um meiri hækkanir sem ráðið telur mikilvægt að bregðast ákveðið við. „Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við hækkanir æfingagjalda umfram verðbólgu og telur eðlilegt að í slíkum tilvikum taki viðkomandi félög slíkar hækkanir til endurskoðunar,“ segir í bókuninni. Ráðið telur það mikilvægt að íþróttafélögin, ÍBR og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang styrksins sem mikilvæg forsenda fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni án þess að það sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum. Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Neytendur Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Frístundastyrkur barna í Reykjavík hækkaði um helming um áramótin eða um 25 þúsund krónur, úr fimmtíu þúsund krónum í 75 þúsund. Tilgangur styrksins er að auka virkni og þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi. „Vilji borgarinnar er klárlega að stærstur hluti hækkunarinnar renni til barna og forráðamanna þeirra,“ segir í bókun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðinu hefur nú borist fregnir af verulegum hækkunum æfingagjalda íþróttafélaganna að undanförnu og því var óskað eftir því að Íþróttabandalag Reykjavíkurborgar (ÍBR) tæki saman heildstætt yfirlit yfir æfingagjöld með samanburði fyrir og eftir hækkun styrksins. Fyrstu upplýsingar frá ÍBR benda til þess að æfingagjöld hafi almennt ekki hækkað umfram verðlag en hins vegar eru einstök dæmi um meiri hækkanir sem ráðið telur mikilvægt að bregðast ákveðið við. „Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við hækkanir æfingagjalda umfram verðbólgu og telur eðlilegt að í slíkum tilvikum taki viðkomandi félög slíkar hækkanir til endurskoðunar,“ segir í bókuninni. Ráðið telur það mikilvægt að íþróttafélögin, ÍBR og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang styrksins sem mikilvæg forsenda fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni án þess að það sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum. Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Neytendur Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira