Þúsundir Íslendinga sleikja sólina á Tenerife Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. febrúar 2023 21:01 Á meðan landsmenn búa við rysjótt veður viku eftir viku þá njóta þúsundir Íslendinga veðurblíðunnar á Tenerife til skemmri eða lengri tíma. Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Flugið til Tenerife frá Íslandi tekur um fimm klukkutíma, stundum aðeins meira og stundum aðeins minna. Mikil aðsókn hefur verið í vetur á eyjuna enda margir hverjir orðnir ansi þreyttir og leiðir á veðráttunni á Íslandi. Íslendingar eru duglegir að fara í fjölbreyttar ferðir með Tenerifeferðum, sem Svali og hans starfsfólk eru með. „Hér er eyjan bókstaflega að springa af ferðamönnum, ekki bara Íslendingum, heldur bara ferðamönnum almennt. Helstu áhyggjur Kanaríabúa er að geta ekki verið með nægjanlega skipulagða innviði, könnumst við ekki við það á Íslandi líka. Á síðasta ári komu 8,3 milljónir ferðamanna og það stefnir í enn þá meira í ár,“ segir Svali og bætir við. „Ég myndi segja að hérna væru hátt í tvö þúsund Íslendingar í hverri viku. Íslendingar eru fyrst og fremst að sækjast eftir veðrinu getað bara slakað aðeins á, það er allt annað tempó hérna.“ Svali (Sigvaldi) Kaldalóns hjá Tenerifeferðum á Tenerife hefur meira en nóg að gera með sínu fólki að fara í ferðir með Íslendinga um eyjuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir Íslendingar, sem fara á Tenerife verða strax varir við að það eru nánast Íslendingar á hverju götuhorni. „Ég er búin að koma hingað fjórtán sinnum, ég er bara háð þess. Ætli maður eyði ekki ellinni hérna, það stefnir allavega í það“, segir Ólöf Ingbergsdóttir hlægjandi. Ólöf Ingibergsdóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er yndislegt, maður þarf að koma hingað á hverju einasta ári,“ segir Bjarni Sigurjónsson, sem sleikti sólina á Tene á sólbekknum. Bjarni Sigurjónsson, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og við náðum líka í fjölskyldu, sem var að fara heim eftir að hafa verið að eyjunni þrettán sinnum og á örugglega eftir að koma oft aftur. „Þetta er bara svo næs, bara gott veður og mjög fínt. Það er dásamlegt að vera með krakka hérna, allir geta bara verið frjálsir og þurfa ekki að vera í úlpum,“ segir Þorgerður Gísladóttir. Þorgerður Gísladóttir, ferðamaður á Tenerife, sem býr í Hafnarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Spánn Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira