Um fúsk og óráðsíu háskólaráðherra Geir Sigurðsson skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Háskóla Íslands vantar milljarð til að ná endum saman á þessu ári vegna niðurskurðar háskólastigsins. Ljóst er að niðurskurðurinn muni draga úr getu háskólanna til að sækja fram – sem jafnframt mun hafa afleiðingar fyrir sóknarfæri lands og þjóðar til framtíðar. En hvernig bregðast stjórnmálamenn við þessari stöðu, t.d. háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ætti að bera hag háskólanna fyrir brjósti og ekki síst reyna að skilja hvar skóinn kreppir að? Jú, hún tekur heila tvo milljarða úr háskólastiginu til að setja í illa útfærð verkefni sem ætlað er að stuðla að „auknu samstarfi háskólanna“. Hún segir: „Já, ég ákvað í upphafi að reyna að horfa til þess fjármagns sem nú þegar væru í kerfinu og sjá hvar væru tækifæri til að gera betur og þetta fjármagn var í rauninni innan háskólaliðarins. Ég vildi gera gagnsærri jafnræði og hafa meiri hvata til samstarfs.“ (RÚV 12. janúar 2023) Er það „gagnsærra jafnræði“ að taka stóran skerf úr rekstri háskólastigs sem verið hefur fjársvelt í áraraðir og setja í verkefni sem eðli sínu samkvæmt geta einungis farið fram á fáeinum sviðum? Hér má t.d. nefna að hug- og félagsvísindi finnast aðeins í mýflugumynd á Íslandi í öðrum skólum en Háskóla Íslands og því litlir möguleikar á veigamiklu samstarfi við aðra háskóla á þeim sviðum. Langvarandi fjársvelti við Háskóla Íslands hefur valdið því að á Hugvísindasviði hefur á annan áratug verið í gildi vinnumatskerfi sem neyðir akademískt starfsfólk til að taka að sér meiri kennslubyrði en á öðrum sviðum HÍ og í öðrum háskólum. Þetta langskólagengna fólk með alla sína einstöku þekkingu sem undir venjulegum kringumstæðum brennir fyrir því sem það tekur sér fyrir hendur er nú sjálft við það að brenna út eftir ranglátt vinnuálag til fjölda ára. Og nú verður vont enn verra. Hvernig er hægt að taka sér til munns orðið „jafnræði“ þegar sumt akademískt starfsfólk hefur þurft að sætta sig við verri kjör og erfiðari starfsaðstæður en almennt gengur og gerist vegna óviðunandi fjárveitinga frá ríkinu til fjölda ára? Byrjum frekar á réttum enda og komum fyrst á raunverulegu jafnræði í háskólum landsins. Nei, á Íslandi virðist alltaf þurfa að setja vagninn fyrir hestinn til að kitla hégómagirnd einstakra stjórnmálamanna. Ekki síst er tímasetningin með öllu óskiljanleg; ekki myndi líðast meðal ábyrgra stjórnmálamanna í siðmenntuðum ríkjum að taka fjármagn úr rekstri fjársvelts háskólastigs til að setja í óskýr verkefni! Hér er ófagmannlega að verki staðið. Og hvernig fór svo umsóknarferlið fram? Ráðuneytið veitti engar upplýsingar lengi vel þar til skyndilega gáfust örfáir dagar til að kasta í umsókn. Allir hlupu upp til handa og fóta, allir háskólar reyndu að krækja sér í bita, reynt var að finna bara upp á „einhverju“ sæmilega sannfærandi sem hægt væri að sækja um með nokkurra daga fyrirvara. Niðurstaðan lét ekki á sér standa. Mörg verkefni sem fá úthlutun upp á marga tugi milljóna eru afmörkuð, óljós og virðast svo gerræðisleg að ekki getur talist líklegt að þau muni nokkru skila, enda lítill tími gefinn til að ígrunda umsóknirnar. Var engin athugasemd gerð á Alþingi við að hér væru teknir fjármunir úr daglegum rekstri háskólanna til að færa þeim sem slyngir eru í gerð umsókna? Fór engin umræða fram um þessa ákvörðun? Er ráðherra einráð í því hvernig fjármunum háskólastigsins er varið? Eða tókst henni jafnvel að fá þingmenn til að trúa því að þetta væri aukafjárveiting? Flestir virðast halda það, enda hafa fréttir ráðuneytisins af sjóðnum gefið það sterklega í skyn. En þetta er vitnisburður um fúsk og illa meðferð á fjármagni sem háskólarnir, þá sérstaklega hinir ríkisreknu, hafa brýna þörf fyrir til að halda uppi eðlilegum og heilbrigðum daglegum rekstri. Höfundur er deildarforseti mála- og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands.
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar