Íbúar miður sín: Stórhætta skapaðist af friðuðum trjám sem nauðsynlegt reyndist að fella Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 21:37 Ólafur Egill Egilsson er miður sín vegna þess að fella þurfti tvö hundrað ára reynitré í hverfinu hans í dag. Fella þurfti tvö friðuð reynitré í Reykjavík í dag þar sem rótarkerfi þeirra voru ónýt eftir framkvæmdir. Íbúi er miður sín yfir brotthvarfi trjánna en verktaki sem fjarlægði þau segir að skapast hafi stórhætta af þeim. Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira