Nokkrar spurningar til skattayfirvalda um skattlagningu og skráningu almannaheillasamtaka Jónas Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2023 13:30 Skattlagning almannaheillastarfs tók stakkaskiptum fyrir rúmu ári síðan með breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snerta almannaheillasamtök og styðjendur þeirra. Almannaheillasamtök fögnuðu þessum breytingum og á fimmta hundrað samtaka hafa skráð sig á almannaheillaskrá Skattins. Það gerðu þau þrátt fyrir að framkvæmd skattabreytinganna hafi verið umdeild og tilraunir almannaheillasamtaka til að fá sniðna af ýmsa vankanta hafi borið takmarkaðan árangur. Eitt af því sem Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa beint til Skattsins snertir einmitt skráningu á almannaheillaskrá. Mörg almannaheillasamtök hafa kvartað yfir því að hafa verið neitað um skráningu með vísan til sértekna sem félögin afla. Almennt er almannaheillasamtökum heimilt að afla vissra sértekna innan tekjuskattslaga; viðmiðanir skattayfirvalda virðast vera þrengri og ósveigjanlegri en tilefni er til. Því hefur verið beint til Skattsins að endurskoða þessar viðmiðanir, opna leið fleiri félaga á almannaheillaskrá og gera með því almenningi kleift að styrkja þessi félög gegn skattaafslætti, eins og alþingi ætlaðist til með skattalagabreytingunum. Önnur spurning Almannaheilla til skattayfirvalda snýst um skilgreiningu á gjöfum sem eru hæfar til skattaafsláttar. Minningargjafir eru t.d. ekki taldar með—þær eru sannarlega skilyrðislausar gjafir til félaga og gefandi fær ekkert í staðinn. Af hverju eru minningargjafir ekki teknar með? Þriðja spurningin snýst um fjármagnstekjuskatt, sem almannaheillasamtök eru undanþegin samkvæmt breyttum lögum. Hvers vegna þarf að leggja skattinn á og endurgreiða hann síðan ári seinna, með tilheyrandi flækjum og tekjuskerðingum? Samkvæmt lagabókstafnum má fella skattinn niður strax við staðgreiðslu—hvers vegna er það ekki haft þannig? Fjórða spurningin snertir skil á gögnun og miðlun upplýsinga um gjafir og styrki. Almannaheillasamtök þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að koma upplýsingum um almenna styðjendur sína inn í form Skattsins til þess að skattgreiðendur fái að njóta skattafsláttar—með vinnubrögðum sem margir telja fremur forn. Almannaheill hafa beint því Skattsins hvort ekki sé hægt að birta sérhannað excel eða xml-skjal á vef Skattsins sem auðvelt væri að flytja upplýsingar í, líkt og gert er vegna bankaupplýsinga í mörgum tilfellum. Að lokum hafa Almannaheill spurt hvort ekki megi fresta endurskráningu á almannaheillaskrá Skattsins, sem á að fara fram fyrir 15. febrúar n.k., á meðan þessir hnökrar eru á framkvæmd skattabreytinganna? Við þetta má bæta að leiðbeiningar Skattsins um þessar breyttu skattareglur eru að dómi almannaheillasamtaka ófullnægjandi—í sumum tilvikum beinlínis villandi. Við höfum ítrekað beðið um að þær verði lagfærðar. Almannaheill hafa, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, sent lengra erindi til Skattsins um þessar misfellur í framkvæmd mikilvægra lagabreytinga og birt á heimasíðu sinni. Hættan er sú að gildi lagabreytinganna fyrir ári síðan sé rýrt með ófullnægjandi framkvæmd og með því komið í veg fyrir þann árangur af þeim sem vonast var eftir. Þeir gallar sem bent hefur verið á snerta tugi þúsunda skattgreiðenda í landinu, og viðkvæma samfélagslega starfsemi sem þeim er annt um. Eftir því ættu þeir þingmenn sem beittu sér fyrir lagabreytingunum að taka. Engin viðbrögð hafa hins vegar borist frá skattayfirvöldum um margra mánaða skeið við þeim eðlilegu ábendingum sem felast í spurningum Almannaheilla. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Skattar og tollar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Skattlagning almannaheillastarfs tók stakkaskiptum fyrir rúmu ári síðan með breytingum á ýmsum lögum um skatta og gjöld sem snerta almannaheillasamtök og styðjendur þeirra. Almannaheillasamtök fögnuðu þessum breytingum og á fimmta hundrað samtaka hafa skráð sig á almannaheillaskrá Skattins. Það gerðu þau þrátt fyrir að framkvæmd skattabreytinganna hafi verið umdeild og tilraunir almannaheillasamtaka til að fá sniðna af ýmsa vankanta hafi borið takmarkaðan árangur. Eitt af því sem Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa beint til Skattsins snertir einmitt skráningu á almannaheillaskrá. Mörg almannaheillasamtök hafa kvartað yfir því að hafa verið neitað um skráningu með vísan til sértekna sem félögin afla. Almennt er almannaheillasamtökum heimilt að afla vissra sértekna innan tekjuskattslaga; viðmiðanir skattayfirvalda virðast vera þrengri og ósveigjanlegri en tilefni er til. Því hefur verið beint til Skattsins að endurskoða þessar viðmiðanir, opna leið fleiri félaga á almannaheillaskrá og gera með því almenningi kleift að styrkja þessi félög gegn skattaafslætti, eins og alþingi ætlaðist til með skattalagabreytingunum. Önnur spurning Almannaheilla til skattayfirvalda snýst um skilgreiningu á gjöfum sem eru hæfar til skattaafsláttar. Minningargjafir eru t.d. ekki taldar með—þær eru sannarlega skilyrðislausar gjafir til félaga og gefandi fær ekkert í staðinn. Af hverju eru minningargjafir ekki teknar með? Þriðja spurningin snýst um fjármagnstekjuskatt, sem almannaheillasamtök eru undanþegin samkvæmt breyttum lögum. Hvers vegna þarf að leggja skattinn á og endurgreiða hann síðan ári seinna, með tilheyrandi flækjum og tekjuskerðingum? Samkvæmt lagabókstafnum má fella skattinn niður strax við staðgreiðslu—hvers vegna er það ekki haft þannig? Fjórða spurningin snertir skil á gögnun og miðlun upplýsinga um gjafir og styrki. Almannaheillasamtök þurfa að leggja á sig mikla vinnu við að koma upplýsingum um almenna styðjendur sína inn í form Skattsins til þess að skattgreiðendur fái að njóta skattafsláttar—með vinnubrögðum sem margir telja fremur forn. Almannaheill hafa beint því Skattsins hvort ekki sé hægt að birta sérhannað excel eða xml-skjal á vef Skattsins sem auðvelt væri að flytja upplýsingar í, líkt og gert er vegna bankaupplýsinga í mörgum tilfellum. Að lokum hafa Almannaheill spurt hvort ekki megi fresta endurskráningu á almannaheillaskrá Skattsins, sem á að fara fram fyrir 15. febrúar n.k., á meðan þessir hnökrar eru á framkvæmd skattabreytinganna? Við þetta má bæta að leiðbeiningar Skattsins um þessar breyttu skattareglur eru að dómi almannaheillasamtaka ófullnægjandi—í sumum tilvikum beinlínis villandi. Við höfum ítrekað beðið um að þær verði lagfærðar. Almannaheill hafa, fyrir hönd aðildarfélaga sinna, sent lengra erindi til Skattsins um þessar misfellur í framkvæmd mikilvægra lagabreytinga og birt á heimasíðu sinni. Hættan er sú að gildi lagabreytinganna fyrir ári síðan sé rýrt með ófullnægjandi framkvæmd og með því komið í veg fyrir þann árangur af þeim sem vonast var eftir. Þeir gallar sem bent hefur verið á snerta tugi þúsunda skattgreiðenda í landinu, og viðkvæma samfélagslega starfsemi sem þeim er annt um. Eftir því ættu þeir þingmenn sem beittu sér fyrir lagabreytingunum að taka. Engin viðbrögð hafa hins vegar borist frá skattayfirvöldum um margra mánaða skeið við þeim eðlilegu ábendingum sem felast í spurningum Almannaheilla. Höfundur er formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar