Ráðist í 300 milljóna verk eftir ólöglegan fund Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 10:41 Ólafur Ragnar Hilmarsson segir móður sína þurfa að borga 60 þúsund krónur á mánuði aukalega vegna framkvæmdanna. Bylgjan Mikil óánægja er meðal íbúa í Asparfelli 2 til 12 í Breiðholti vegna 300 milljóna króna framkvæmda sem var ráðist í eftir húsfund sem kærunefnd húsamála hefur dæmt ólöglegan. Íbúar eru margir hverjir með lágar tekjur en vegna framkvæmdanna þarf hver og ein íbúð að greiða 60 þúsund krónur aukalega á mánuði næstu tvö árin. „Hússtjórnin fékk á sínum tíma ráðgjafafyrirtæki sem heitir Verksýn til að taka út hvað þyrfti að gera, gera ástandsskoðun á húsinu, sem var gert. Þar kemur í ljós að það þarf að gera ýmislegt: Skipta um nokkra glugga, laga klæðningu og hitt og þetta,“ segir Ólafur Ragnar Hilmarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Ólafs er búsett í Asparfelli og segir Ólafur hana afar venjulegan ellilífeyrisþega. Hann segir að ráðgjafafyrirtækið hafi komið með þá tillögu að skipt yrði um nánast alla glugga í húsinu, sem ekki var þegar búið að skipta um í húsinu, ekki bara þá sem þurfti nauðsynlega að skipta um. Skipta á um 272 glugga í húsinu.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að skipta um einhverja 92 glugga var ákveðið að skipta um 272. Það var tillagan frá þeim. Þetta þýðir að verkefnið verður einhverjum 80 til 100 milljón krónum dýrara. Þetta verk kostar tæpar þrjú hundruð milljónir,“ segir Ólafur. Sautján prósent íbúa samþykktu framkvæmdirnar Kostnaðurinn deilist niður á þessar 192 íbúðir sem eru í húsfélaginu. Verkið kostar tæpar 300 milljónir og því töluverður kostnaður á hvern íbúðareiganda. „Í tilviki mömmu, sem á bara litla 60 fermetra íbúð, þá eru þetta einhver 1.100 þúsund sem hún þarf að greiða. Þetta eru 60 þúsund á mánuði í tvö ár og hún byrjar að borga einhvern tíma í sumar. Það er talsvert mikill peningur fyrir svona fólk og ég veit að það er talsvert fleira fólk í sömu stöðu þarna,“ segir Ólafur. Þeir bræður hafi farið að skoða málið fyrir mömmu sína og haft efasemdir um að fundurinn, sem þetta var ákveðið á, hafi verið löglegur. Á fundinum hafi verið fulltrúi frá 51 íbúð af 192. 33 af þessum 51 hafi greitt atkvæði með því að ráðast í framkvæmdirnar. „Við höfðum efasemdir um að þetta væri löglegt af því að þetta er miklu meira en bara nauðsynlegar framkvæmdir. Þess vegna höfðum við samband við hússtjórnina að fá upplýsingar um hitt og þetta. Það gekk mjög erfiðlega. Nánast einu svörin sem við höfum fengið frá hússtjórninni eru bréf frá einhverjum lögfræðingum Eignaumsjónar, sem sér um innheimtu og svona fyrir húsfélagið,“ segir Ólafur. „Þetta horfir þannig við mér að Eignaumsjón og Verksýn séu að reyna að búa til verkefni sem er sem stærst til þess að fá sem mest út úr því.“ Ráðgjafafyrirtækið fær prósentu af heildarupphæðinni Ólafur segir ýmislegt undarlegt við málið. Til dæmis hafi húsfélagið gert samning við Verksýn um að gera úttekt á húsinu og annan samning um að Verksýn hefði eftirlit með verkinu, sjá um útboðið og að Verksýn fengi prósentu af heildarupphæð verksins. Framkvæmdir í Asparfelli hófust í haust.Vísir/Vilhelm „Segjum að þetta kosti 300 milljónir, þá fær ráðgjafafyrirtækið 30 milljónir tæpar. Samningurinn er upp á 9 prósent. Það er hagur ráðgjafafyrirtækisins að það verði gert sem mest og sem dýrast því þá fær hún bara meiri pening,“ segir Ólafur. Gert hafi verið við hluta þeirra glugga, sem nú á að skipta út, fyrir fimm árum síðan. Þannig sé að mati Ólafs hluti verksins óþarfur. „Það var byrjað á þessu í sumar, búið að skipta um fullt af gluggum, og haldið áfram í vetur.“ Vonar að lausn finnist á húsfundi í kvöld Erfitt sé að setja lögbann á framkvæmd sem þessa en kærunefnd húsamála hafi 19. janúar síðastliðinn úrskurðað að fundurinn, þar sem ákvörðun var tekin um að ráðast í verkið, hafi verið ólöglegur. „Þá finnst okkur að stjórn húsfélagsins hefði átt að stoppa við og endurskoða málið aðeins. Ég veit það eru samningar í gildi en það er búið að dæma fundinn ólöglegan þannig að framkvæmdirnar eru allar í uppnámi í raun og veru. Þessi úrskurður hefur ekki verið kynntur fólkinu,“ segir Ólafur. Hann vonast til að lausn finnist í málinu á húsfundi sem verði í kvöld, samkvæmt ábendingu kærunefndar húsamála. „Ég hvet alla sem búa þarna til að skoða þessi mál alvarlega. Þetta skiptir dálítið miklu máli fyrir fólk hvort það þurfi að borga 800 þúsund eða 1,5 milljón. Mér finnst þetta alvarlegt og finnst að þessir aðilar: Hússtjórnin og Eignaumsjón, sem eiga að vinna fyrir fólkið, eigi að vinna fyrir eigendur hússins en eru að berjast gegn því að kostnaðurinn verði lækkaður.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Nágrannadeilur Bítið Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Að vera eða ekki vera í fjöleignarhúsum hæfur Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um nágrannaerjur í fjöleignarhúsum, sbr. nýlega grein mína á þessum vettvangi um um „Fjölbýli í blíðu og stríðu“ og umfjöllun á Stöð 2 sl. sunnudag. Hefur í umræðunni gætt misskilnings um meint rétt- og úrræðaleysi íbúðareiganda í fjöleignarhúsa vegna ónæðisvaldandi granna og réttarstöðu aðila í þýðingarmiklum atriðum. 2. febrúar 2023 13:01 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Hússtjórnin fékk á sínum tíma ráðgjafafyrirtæki sem heitir Verksýn til að taka út hvað þyrfti að gera, gera ástandsskoðun á húsinu, sem var gert. Þar kemur í ljós að það þarf að gera ýmislegt: Skipta um nokkra glugga, laga klæðningu og hitt og þetta,“ segir Ólafur Ragnar Hilmarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Ólafs er búsett í Asparfelli og segir Ólafur hana afar venjulegan ellilífeyrisþega. Hann segir að ráðgjafafyrirtækið hafi komið með þá tillögu að skipt yrði um nánast alla glugga í húsinu, sem ekki var þegar búið að skipta um í húsinu, ekki bara þá sem þurfti nauðsynlega að skipta um. Skipta á um 272 glugga í húsinu.Vísir/Vilhelm „Í stað þess að skipta um einhverja 92 glugga var ákveðið að skipta um 272. Það var tillagan frá þeim. Þetta þýðir að verkefnið verður einhverjum 80 til 100 milljón krónum dýrara. Þetta verk kostar tæpar þrjú hundruð milljónir,“ segir Ólafur. Sautján prósent íbúa samþykktu framkvæmdirnar Kostnaðurinn deilist niður á þessar 192 íbúðir sem eru í húsfélaginu. Verkið kostar tæpar 300 milljónir og því töluverður kostnaður á hvern íbúðareiganda. „Í tilviki mömmu, sem á bara litla 60 fermetra íbúð, þá eru þetta einhver 1.100 þúsund sem hún þarf að greiða. Þetta eru 60 þúsund á mánuði í tvö ár og hún byrjar að borga einhvern tíma í sumar. Það er talsvert mikill peningur fyrir svona fólk og ég veit að það er talsvert fleira fólk í sömu stöðu þarna,“ segir Ólafur. Þeir bræður hafi farið að skoða málið fyrir mömmu sína og haft efasemdir um að fundurinn, sem þetta var ákveðið á, hafi verið löglegur. Á fundinum hafi verið fulltrúi frá 51 íbúð af 192. 33 af þessum 51 hafi greitt atkvæði með því að ráðast í framkvæmdirnar. „Við höfðum efasemdir um að þetta væri löglegt af því að þetta er miklu meira en bara nauðsynlegar framkvæmdir. Þess vegna höfðum við samband við hússtjórnina að fá upplýsingar um hitt og þetta. Það gekk mjög erfiðlega. Nánast einu svörin sem við höfum fengið frá hússtjórninni eru bréf frá einhverjum lögfræðingum Eignaumsjónar, sem sér um innheimtu og svona fyrir húsfélagið,“ segir Ólafur. „Þetta horfir þannig við mér að Eignaumsjón og Verksýn séu að reyna að búa til verkefni sem er sem stærst til þess að fá sem mest út úr því.“ Ráðgjafafyrirtækið fær prósentu af heildarupphæðinni Ólafur segir ýmislegt undarlegt við málið. Til dæmis hafi húsfélagið gert samning við Verksýn um að gera úttekt á húsinu og annan samning um að Verksýn hefði eftirlit með verkinu, sjá um útboðið og að Verksýn fengi prósentu af heildarupphæð verksins. Framkvæmdir í Asparfelli hófust í haust.Vísir/Vilhelm „Segjum að þetta kosti 300 milljónir, þá fær ráðgjafafyrirtækið 30 milljónir tæpar. Samningurinn er upp á 9 prósent. Það er hagur ráðgjafafyrirtækisins að það verði gert sem mest og sem dýrast því þá fær hún bara meiri pening,“ segir Ólafur. Gert hafi verið við hluta þeirra glugga, sem nú á að skipta út, fyrir fimm árum síðan. Þannig sé að mati Ólafs hluti verksins óþarfur. „Það var byrjað á þessu í sumar, búið að skipta um fullt af gluggum, og haldið áfram í vetur.“ Vonar að lausn finnist á húsfundi í kvöld Erfitt sé að setja lögbann á framkvæmd sem þessa en kærunefnd húsamála hafi 19. janúar síðastliðinn úrskurðað að fundurinn, þar sem ákvörðun var tekin um að ráðast í verkið, hafi verið ólöglegur. „Þá finnst okkur að stjórn húsfélagsins hefði átt að stoppa við og endurskoða málið aðeins. Ég veit það eru samningar í gildi en það er búið að dæma fundinn ólöglegan þannig að framkvæmdirnar eru allar í uppnámi í raun og veru. Þessi úrskurður hefur ekki verið kynntur fólkinu,“ segir Ólafur. Hann vonast til að lausn finnist í málinu á húsfundi sem verði í kvöld, samkvæmt ábendingu kærunefndar húsamála. „Ég hvet alla sem búa þarna til að skoða þessi mál alvarlega. Þetta skiptir dálítið miklu máli fyrir fólk hvort það þurfi að borga 800 þúsund eða 1,5 milljón. Mér finnst þetta alvarlegt og finnst að þessir aðilar: Hússtjórnin og Eignaumsjón, sem eiga að vinna fyrir fólkið, eigi að vinna fyrir eigendur hússins en eru að berjast gegn því að kostnaðurinn verði lækkaður.“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Nágrannadeilur Bítið Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Að vera eða ekki vera í fjöleignarhúsum hæfur Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um nágrannaerjur í fjöleignarhúsum, sbr. nýlega grein mína á þessum vettvangi um um „Fjölbýli í blíðu og stríðu“ og umfjöllun á Stöð 2 sl. sunnudag. Hefur í umræðunni gætt misskilnings um meint rétt- og úrræðaleysi íbúðareiganda í fjöleignarhúsa vegna ónæðisvaldandi granna og réttarstöðu aðila í þýðingarmiklum atriðum. 2. febrúar 2023 13:01 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Að vera eða ekki vera í fjöleignarhúsum hæfur Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um nágrannaerjur í fjöleignarhúsum, sbr. nýlega grein mína á þessum vettvangi um um „Fjölbýli í blíðu og stríðu“ og umfjöllun á Stöð 2 sl. sunnudag. Hefur í umræðunni gætt misskilnings um meint rétt- og úrræðaleysi íbúðareiganda í fjöleignarhúsa vegna ónæðisvaldandi granna og réttarstöðu aðila í þýðingarmiklum atriðum. 2. febrúar 2023 13:01
Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00