Er femínísk hugmyndafræði ennþá of róttæk? Sóley Tómasdóttir og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 17. febrúar 2023 11:30 Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt. Eins og öfgafemínismi sé raunverulegt fyrirbæri en ekki afurð af andspyrnuorðræðu og andúð gagnvart femínískum aðgerðum. Það sama má greina í aðgerðum fyrirtækja og stofnana, þar sem fólk óttast að ganga of langt og vitundarvakningar gegn áreitni og ofbeldi eiga það til að vera svo glimmerhúðaðar að bitið er dregið úr hinum femíníska boðskap. Ofbeldið sem fremur sig sjálft Í nýjasta þætti okkar á Fjórðu vaktinni veltum við því fyrir okkur hvort að aðgerðir í jafnréttismálum virki yfir höfuð. Þar skoðum við meðal annars nýlegt átak Vinnueftirlitsins gegn áreitni og átak Ríkislögreglustjóra gegn áreitni á djamminu. Væntanlega er hugsunin á bakvið bæði átökin að ávarpa þá rótgrónu meinsemd að reynsluheimur kvenna er litaður af kynferðislegri hlutgervingu og stútfullur af tilkalli karla til líkama kvenna. Þriðja hver kona hefur orðið fyrir ofbeldi. Allt ofbeldi er framið af gerendum og langflestir gerendur eru karlar. Átök Vinnueftirlitsins og Ríkislögreglustjóra skauta snyrtilega framhjá þessu og hvetja fólk með kynhlutlausum hætti til að „vera vakandi fyrir kynferðisofbeldi á djamminu“ og segja okkur að „áreitni geti haft skaðleg áhrif“. Gerendur eru hvorki nefndir ná ávarpaðir, heldur eigum við öll bara að vera duglegri að uppræta kynferðisofbeldi sem beitir sig sjálft. Virk tókst betur upp í sínu átaki þar sem karlrembur voru ávarpaðar með hæðni í laginu „Það má ekkert lengur“. Þar var þess þó gætt að láta kvenkyns söngvara fara með línur sem þekkist þó nánast eingöngu úr munni karlrembukalla sem upplifa ofboðslega illa að sér vegið, mögulega til að draga úr óþægindum eða tengingum við meintan öfgafemínisma. Virka aðgerðir í jafnréttismálum? Líklega þykir það of óþægilegt og/eða róttækt að ávarpa þá staðreynd beint að karlar séu í meirihluta þeirra sem beiti konur ofbeldi og þeir þurfi að axla á því ábyrgð. Axla ábyrgð á þeirri tegund karlmennsku sem réttlætir tilkall þeirra til hegðunar sem meiðir annað fólk. Og kannski er það rétt, kannski myndu átökin fæla fólk frá ef minnsti möguleiki væri á að tengja þau við meintan öfgafemínisma. Staðreyndin er þó sú að femínísmi er fjölbreyttur og síbreytilegur, þó grunnhugmyndafræðin gangi út á að greina og hreyfa við kerfisbundnu og kynjuðu valdakerfi. Í þessu valdakerfi eru kyn grundvallarbreyta sem fléttast saman við aðrar félagslegar breytur, s.s. uppruna, húðlit, líkamsgerð og tungumál, auk fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Okkar niðurstaða er sú að til að aðgerðir í jafnréttismálum hreyfi við fólki, þá verði þær að taka ofangreindar breytur inn í myndina, viðurkenna valdamisræmið og beina sjónum sínum að þeim sem geta breytt; gerendum. Það er óþægilegt, en meinsemdirnar sem átökum og vitundarvakningum er ætlað að uppræta eru sannarlega óþægilegar líka. Allt er betra en ekkert Að þessu sögðu er rétt að minna á það sem Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, hefur ítrekað sagt: Allar aðgerðir skipta máli og geta haft áhrif. Róttækar, íhaldssamar, fyndnar, sárar, stórar og litlar. Því fögnum við ofangreindum átökum á sama tíma og við köllum eftir skarpari fókus. Þessi grein er afurð af samtali höfunda í hlaðvarpsþáttunum Fjórða vaktin. Í hlaðvarpinu kryfjum við málefni samtímans og setjum í sögulegt og fræðilegt femínískt samhengi. Höfundar eru umsjónarmenn Fjórðu vaktarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Þorsteinn V. Einarsson Jafnréttismál Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þótt almenn þekking á femínisma hafi aukist mjög á undanförnum árum og ólíklegasta fólk sé tilbúið að segjast vera femínistar, þá virðist hugmyndafræðin enn vera smá ógnvekjandi. Þetta birtist m.a. í því að mörg eru til í að segjast vera femínistar en um leið taka fram að þau séu engir öfgafemínistar samt. Eins og öfgafemínismi sé raunverulegt fyrirbæri en ekki afurð af andspyrnuorðræðu og andúð gagnvart femínískum aðgerðum. Það sama má greina í aðgerðum fyrirtækja og stofnana, þar sem fólk óttast að ganga of langt og vitundarvakningar gegn áreitni og ofbeldi eiga það til að vera svo glimmerhúðaðar að bitið er dregið úr hinum femíníska boðskap. Ofbeldið sem fremur sig sjálft Í nýjasta þætti okkar á Fjórðu vaktinni veltum við því fyrir okkur hvort að aðgerðir í jafnréttismálum virki yfir höfuð. Þar skoðum við meðal annars nýlegt átak Vinnueftirlitsins gegn áreitni og átak Ríkislögreglustjóra gegn áreitni á djamminu. Væntanlega er hugsunin á bakvið bæði átökin að ávarpa þá rótgrónu meinsemd að reynsluheimur kvenna er litaður af kynferðislegri hlutgervingu og stútfullur af tilkalli karla til líkama kvenna. Þriðja hver kona hefur orðið fyrir ofbeldi. Allt ofbeldi er framið af gerendum og langflestir gerendur eru karlar. Átök Vinnueftirlitsins og Ríkislögreglustjóra skauta snyrtilega framhjá þessu og hvetja fólk með kynhlutlausum hætti til að „vera vakandi fyrir kynferðisofbeldi á djamminu“ og segja okkur að „áreitni geti haft skaðleg áhrif“. Gerendur eru hvorki nefndir ná ávarpaðir, heldur eigum við öll bara að vera duglegri að uppræta kynferðisofbeldi sem beitir sig sjálft. Virk tókst betur upp í sínu átaki þar sem karlrembur voru ávarpaðar með hæðni í laginu „Það má ekkert lengur“. Þar var þess þó gætt að láta kvenkyns söngvara fara með línur sem þekkist þó nánast eingöngu úr munni karlrembukalla sem upplifa ofboðslega illa að sér vegið, mögulega til að draga úr óþægindum eða tengingum við meintan öfgafemínisma. Virka aðgerðir í jafnréttismálum? Líklega þykir það of óþægilegt og/eða róttækt að ávarpa þá staðreynd beint að karlar séu í meirihluta þeirra sem beiti konur ofbeldi og þeir þurfi að axla á því ábyrgð. Axla ábyrgð á þeirri tegund karlmennsku sem réttlætir tilkall þeirra til hegðunar sem meiðir annað fólk. Og kannski er það rétt, kannski myndu átökin fæla fólk frá ef minnsti möguleiki væri á að tengja þau við meintan öfgafemínisma. Staðreyndin er þó sú að femínísmi er fjölbreyttur og síbreytilegur, þó grunnhugmyndafræðin gangi út á að greina og hreyfa við kerfisbundnu og kynjuðu valdakerfi. Í þessu valdakerfi eru kyn grundvallarbreyta sem fléttast saman við aðrar félagslegar breytur, s.s. uppruna, húðlit, líkamsgerð og tungumál, auk fjárhagslegrar eða félagslegrar stöðu. Okkar niðurstaða er sú að til að aðgerðir í jafnréttismálum hreyfi við fólki, þá verði þær að taka ofangreindar breytur inn í myndina, viðurkenna valdamisræmið og beina sjónum sínum að þeim sem geta breytt; gerendum. Það er óþægilegt, en meinsemdirnar sem átökum og vitundarvakningum er ætlað að uppræta eru sannarlega óþægilegar líka. Allt er betra en ekkert Að þessu sögðu er rétt að minna á það sem Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, hefur ítrekað sagt: Allar aðgerðir skipta máli og geta haft áhrif. Róttækar, íhaldssamar, fyndnar, sárar, stórar og litlar. Því fögnum við ofangreindum átökum á sama tíma og við köllum eftir skarpari fókus. Þessi grein er afurð af samtali höfunda í hlaðvarpsþáttunum Fjórða vaktin. Í hlaðvarpinu kryfjum við málefni samtímans og setjum í sögulegt og fræðilegt femínískt samhengi. Höfundar eru umsjónarmenn Fjórðu vaktarinnar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun