Dvínandi stuðningur við inngöngu í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2023 19:30 Miðað við niðurstöður skoðanakannana hefur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið farið dvínandi hér á landi eftir að hafa aukizt talsvert í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar á síðasta ári. Hafa fjölmiðlar eins og Ríkisútvarpið og Heimildin vakið máls á þessu í umfjöllunum sínum um málið. Áður höfðu allar kannanir í þrettán ár samfellt sýnt fleiri andvíga því að Ísland gengi í sambandið. Vart þarf að koma á óvart að stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið hafi aukizt fyrstu mánuðina eftir innrásina í Úkraínu ofan í stöðu efnahagsmála. Hins vegar hefur hið hörmulega stríð í Úkraínu meðal annars varpað enn betra ljósi en áður á það hve illa sambandið stendur að vígi í öryggis- og varnarmálum, ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi, fyrir utan annað sem innganga í það hefði í för með sér. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar, sem gerð var nýverið af Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem hlynnt er inngöngu Íslands í Evrópusambandið, skilja nú einungis tæp fimm prósentustig þá að sem vilja ganga í sambandið og þá sem eru því andvígir en fyrir að verða ári síðan var munurinn um 14% inngöngusinnum í vil. Þannig voru 40,8% hlynnt inngöngu samkvæmt könnuninni en 35,9% andvíg. Fyrir tæpu ári síðan voru 47% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið og 33% andvíg samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallups sem gerð var einungis nokkrum dögum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Síðasta sumar mældist stuðningurinn við inngöngu 48,5% í könnun Prósents, í nóvember 42,8% samkvæmt sama fyrirtæki og nú síðast sem fyrr segir 40,8% samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, mælist einungis um 7% samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar á fylgi flokkanna. Fylgi Samfylkingarinnar, hins flokksins sem talað hefur fyrir málinu í gegnum tíðina en setti það á ís síðasta haust, hefur í kjölfar þeirrar ákvörðunar tvöfaldast. Kannanir benda til þess að sú ákvörðun hafi vegið þungt í þeim efnum. Margt bendir þannig til þess að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu flokka. Ekki einu sinni þegar reynt er að telja fólki trú um það að sambandið sé einungis gjaldmiðill. Þvert á móti. Ólíkt Samfylkingunni býr Viðreisn við þann vanda að hafa beinlínis verið stofnuð í kringum þetta eina tiltekna stefnumál. Án þess væri forsendan fyrir tilvist flokksins úr sögunni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Miðað við niðurstöður skoðanakannana hefur stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið farið dvínandi hér á landi eftir að hafa aukizt talsvert í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar á síðasta ári. Hafa fjölmiðlar eins og Ríkisútvarpið og Heimildin vakið máls á þessu í umfjöllunum sínum um málið. Áður höfðu allar kannanir í þrettán ár samfellt sýnt fleiri andvíga því að Ísland gengi í sambandið. Vart þarf að koma á óvart að stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið hafi aukizt fyrstu mánuðina eftir innrásina í Úkraínu ofan í stöðu efnahagsmála. Hins vegar hefur hið hörmulega stríð í Úkraínu meðal annars varpað enn betra ljósi en áður á það hve illa sambandið stendur að vígi í öryggis- og varnarmálum, ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi, fyrir utan annað sem innganga í það hefði í för með sér. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar, sem gerð var nýverið af Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem hlynnt er inngöngu Íslands í Evrópusambandið, skilja nú einungis tæp fimm prósentustig þá að sem vilja ganga í sambandið og þá sem eru því andvígir en fyrir að verða ári síðan var munurinn um 14% inngöngusinnum í vil. Þannig voru 40,8% hlynnt inngöngu samkvæmt könnuninni en 35,9% andvíg. Fyrir tæpu ári síðan voru 47% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið og 33% andvíg samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Gallups sem gerð var einungis nokkrum dögum eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu. Síðasta sumar mældist stuðningurinn við inngöngu 48,5% í könnun Prósents, í nóvember 42,8% samkvæmt sama fyrirtæki og nú síðast sem fyrr segir 40,8% samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Viðreisnar, eina flokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, mælist einungis um 7% samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunar á fylgi flokkanna. Fylgi Samfylkingarinnar, hins flokksins sem talað hefur fyrir málinu í gegnum tíðina en setti það á ís síðasta haust, hefur í kjölfar þeirrar ákvörðunar tvöfaldast. Kannanir benda til þess að sú ákvörðun hafi vegið þungt í þeim efnum. Margt bendir þannig til þess að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu flokka. Ekki einu sinni þegar reynt er að telja fólki trú um það að sambandið sé einungis gjaldmiðill. Þvert á móti. Ólíkt Samfylkingunni býr Viðreisn við þann vanda að hafa beinlínis verið stofnuð í kringum þetta eina tiltekna stefnumál. Án þess væri forsendan fyrir tilvist flokksins úr sögunni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar