„Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Birgir Steinn Jónsson skoraði fimmtán mörk og gaf fimm stoðsendingar í leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Birgir Steinn Jónsson átti stórkostlegan leik með Gróttu í eins marks sigri á FH í Olís deild karla í gærkvöldi. Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Birgir skoraði fimmtán mörk og samkvæmt tölfræði HB Statz þá átti hann einnig fimm stoðsendingar og fiskaði fjögur víti. Valur Páll Eiríksson ræddi við Birgi í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grótta vann leikinn en komst yfir í fyrsta og eina skiptið þegar leiktíminn var liðinn. Birgir skoraði sigurmarkið úr vítakasti með síðasta skoti leiksins. „Við höfum alltaf trú á því á þetta væri hægt en ég persónulega tók ekki eftir því fyrr en ég fór að hugsa um það eftir leik, að við höfum ekki verið yfir fyrr en leiktíminn var búinn,“ sagði Birgir Steinn Jónsson. „Við höfum alltaf trú á verkefninu og mér hefur fundið það einkenna okkur síðustu árin að við höfum aldrei gefist upp,“ sagði sagði Birgir Steinn. „Eins og í gær þegar við vorum fimm til sex mörkum undir þrisvar til fjórum sinnum í leiknum þegar við hefðum getað brotnað. Það sýnir hrikalegan karakter að við komum til baka og höfum náð að stela þessu í lokin,“ sagði Birgir en hvernig fóru þeir að þessu. „Ég á nú eftir að horfa á þetta aftur en Einar (Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu) tekur tvær ógeðslega mikilvægar vörslur í lokin sem er í raun það sem skilur á milli liðanna,“ sagði Birgir. Klippa: Síðustu mínúturnar í leik FH og Grótta Birgir skoraði eins og áður sagði fimmtán mörk í leiknum og það kvartar enginn yfir slíkri frammistöðu. „Loksins þegar ég fæ að taka vítin,“ sagði Birgir og bætti strax við: „Grín,“ sagði Birgir. „Þetta var flott og gaman að fá að skora. Þetta var líka liðsframmistaða. Hannes var frábær á línunni og fiskaði helling af vítum og svo átti Toggi (Þorgeir Bjarki Davíðsson) alvöru clutch-móment í lokin þegar hann fiskar vítið þegar leiktíminn var að verða búinn,“ sagði Birgir. „Auðvitað lítur það vel út á pappír að hafa skorað fimmtán mörk en þetta er liðsframmistaða. Ég veit að þetta er klisja,“ sagði Birgir og hann ætlar ekki að sleppa því að fá að taka vítin. „Ekki ef það gengur svona vel en það þarf að halda áfram að ganga svona vel,“ sagði Birgir sem nýtti tíu af ellefu vítum sínum í leiknum.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira