Kardóbær Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. febrúar 2023 07:00 Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka. Ræningjarnir þrír Ræningjarnir kostulegu Kjasper, Bresper og Sjónatan sem yfirgefnir af móður sinni urðu frægir af endemum er þeir fengu sína korter af frægð í goðsagnakennda raunveruleikasjónvarpsþættinum „Allt í skrúfunni“. Fyrir þá sem ekki vita, að þá fær sá flest stig í þeim þætti sem getur nítt sem mest skóinn af nágrannanum, logið uppá hann sakir og boðið uppá sem flest tonn og rúmmetra af bjór og pizzum, sérstaklega stuttu fyrir lýðræðislegar kosningar. Fyrir það eru gefin auka stig. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengu ræningjarnir 12+ stig, fullt hús stiga. Og félagar þeirra í kjölfarið hreinan meirihluta í bæjarstjórn Kardóbæjar. Ræningjarnir þrír eru ýmsum „hæfileikum“ gæddir. Sá elsti, Kjasper, er þeim hæfileikum gæddur að vita ekki skilgreininguna á fermeter, sá í miðjunni Bresper veit ekki muninn á réttu og röngu og sá yngsti Sjónatan, veit ekki neitt. Ræningjarnir þrír eru ekki miklar mannvitsbrekkur svona miðað við…fólk. Ljónið Ljónið, krúttið, Ljónsi beib. Ljónsi beib eyðir mestum tíma sínum upp í rúmi jórtrandi mjólkursúkkulaði. Hann er krútt, Mjaw! Þegar ljónið geiflar sig og grettir, teygir loppurnar fram eftir góðan lúr og prumpar, hleypur dáleg dýrð af hræddum dýrum undir hans mjöðm. Þannig hefur það verið undanfarin tuttugu og fimm ár í Kardóbæ. Prump og fart og flest dýr hlaupa undir hans bagga. Hárlausan bagga sem hefur stækkað og þyngst í áranna rás. Soffía frænka Soffía bæjarstýra í Kardóbæ á fullt í fangi með að stýra bænum með ræningjana og ljónið innanbæjar. Ræningjarnir og ljónið eru alltaf að biðja um meiri þrif og meiri mat. Soffía, glaðlynda framfarasinnaðaætta og eftirlætisdúlla samfélagsins í Kardóbæ, skilur ekkert hvernig í heitapotta er snúið með Ræningjana þrjá og ljónið innanborðs. Hún áttar sig ekki á því í dag að ræningjarnir og ljónið ætla sér að éta hana. Hún fattar það ekki. Það er komið að íbúum Kardóbæjar sem fylgjast meðvirknislega með þróuninni að láta hana vita að ræningjarnir og ljónið séu ekki góður félagsskapur og ætla sér að éta hana. Hún Soffía, sem við elskum öll og dáum ætti að drífa sig yfir í hitt liðið hið snarasta. Það lið spilar sóknarbolta, er framsækið og mun slá í gegn. Við stöndum öll með þér Soffía! Dissum, dei! Höfundur er byggingarverkfræðingur og oddviti Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Miðflokkurinn Mest lesið Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Sjá meira
Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka. Ræningjarnir þrír Ræningjarnir kostulegu Kjasper, Bresper og Sjónatan sem yfirgefnir af móður sinni urðu frægir af endemum er þeir fengu sína korter af frægð í goðsagnakennda raunveruleikasjónvarpsþættinum „Allt í skrúfunni“. Fyrir þá sem ekki vita, að þá fær sá flest stig í þeim þætti sem getur nítt sem mest skóinn af nágrannanum, logið uppá hann sakir og boðið uppá sem flest tonn og rúmmetra af bjór og pizzum, sérstaklega stuttu fyrir lýðræðislegar kosningar. Fyrir það eru gefin auka stig. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengu ræningjarnir 12+ stig, fullt hús stiga. Og félagar þeirra í kjölfarið hreinan meirihluta í bæjarstjórn Kardóbæjar. Ræningjarnir þrír eru ýmsum „hæfileikum“ gæddir. Sá elsti, Kjasper, er þeim hæfileikum gæddur að vita ekki skilgreininguna á fermeter, sá í miðjunni Bresper veit ekki muninn á réttu og röngu og sá yngsti Sjónatan, veit ekki neitt. Ræningjarnir þrír eru ekki miklar mannvitsbrekkur svona miðað við…fólk. Ljónið Ljónið, krúttið, Ljónsi beib. Ljónsi beib eyðir mestum tíma sínum upp í rúmi jórtrandi mjólkursúkkulaði. Hann er krútt, Mjaw! Þegar ljónið geiflar sig og grettir, teygir loppurnar fram eftir góðan lúr og prumpar, hleypur dáleg dýrð af hræddum dýrum undir hans mjöðm. Þannig hefur það verið undanfarin tuttugu og fimm ár í Kardóbæ. Prump og fart og flest dýr hlaupa undir hans bagga. Hárlausan bagga sem hefur stækkað og þyngst í áranna rás. Soffía frænka Soffía bæjarstýra í Kardóbæ á fullt í fangi með að stýra bænum með ræningjana og ljónið innanbæjar. Ræningjarnir og ljónið eru alltaf að biðja um meiri þrif og meiri mat. Soffía, glaðlynda framfarasinnaðaætta og eftirlætisdúlla samfélagsins í Kardóbæ, skilur ekkert hvernig í heitapotta er snúið með Ræningjana þrjá og ljónið innanborðs. Hún áttar sig ekki á því í dag að ræningjarnir og ljónið ætla sér að éta hana. Hún fattar það ekki. Það er komið að íbúum Kardóbæjar sem fylgjast meðvirknislega með þróuninni að láta hana vita að ræningjarnir og ljónið séu ekki góður félagsskapur og ætla sér að éta hana. Hún Soffía, sem við elskum öll og dáum ætti að drífa sig yfir í hitt liðið hið snarasta. Það lið spilar sóknarbolta, er framsækið og mun slá í gegn. Við stöndum öll með þér Soffía! Dissum, dei! Höfundur er byggingarverkfræðingur og oddviti Miðflokksins í Svf. Árborg.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun