„Þykir vænt um Val og á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. febrúar 2023 23:00 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var orðlaus yfir frammistöðu Vals og þeirri staðreynd að Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. „Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
„Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða