Pútín dásamaður á mikilli hyllingarsamkomu í Moskvu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 19:05 Vladimír Pútín hyllti fulltrúa hersins sem voru með honum á sviðinu á Luzhniki leikvanginum í dag og tók sjálfur við hyllingu þúsunda stuðningsmanna. Getty Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum. Eftir innrás Rússa og innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 mynduðu níu aðildarríki NATO í austur Evrópu leiðtogahóp til að samhæfa aðgerðir sínar. Joe Biden fundaði með hópnum í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu (lengst til vinstri), Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Andrzej Duda forseti Póllands með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í bakgrunni í Varsjá í dag.AP/Evan Vucc Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu sagði undanfarið ár hafa styrkt samstöðu NATO-ríkjanna og gert þau sterkari. „Þetta ár hefur styrkt okkur og sameinað. Og við, löndin á austurvængnum, erum betur varin en nokkru sinni fyrr. Við höfum í sameiningu staðist próf samstöðu og mannúðar með því að hjálpa Úkraínu,“ sagði Čaputová. Joe Biden og Andrzej Duda. Pólverjar hafa verið miklir stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins.AP/Evan Vucci Joe Biden forseti Bandaríkjanna þakkaði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrir frábæra forystu og sagði mikilvægara nú en nokkru sinni bandalagsríkin í austri stæðu þétt saman. „Þið eruð framlínan í sameiginlegum vörnum okkar. Þið vitið betur en nokkur annar hvað er í húfi í þessum átökum, ekki bara fyrir Úkraínu heldur fyrir frelsi lýðræðisríkja í Evrópu og heiminum öllum," sagði Biden í upphafi fundar. Frétt Stöðvar 2: Wang Yi framkvæmdastjóri utanríkismálanefndar kínverska Kommúnistaflokksins fundaði með Pútín og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Rússar hafa reynt að fá aukinn stuðning og vopnasendingar frá Kínverjum. Þeir hafa hingað til látið volgar stuðningsyfirlýsingar nægja, og svo var að heyra í dag að engin breyting yrði þar á. „Við erum tilbúnir að vinna með Rússlandi að því að viðhalda stefnumótandi áherslum, dýpka gagnkvæmt pólitískt traust, styrkja stefnumótandi samvinnu, útfæra alhliða hagnýta samvinnu og verja lögmæt réttindi og hagsmuni ríkja okkar,“ sagði Wang Yi. Þúsundir stuðningsmanna Vladimírs Pútín tóku undir af mikilli tilfinningu þegar hann hrópaði Rússland, Rússland til mannfjöldans.Getty Pútín mætti síðan glaðbeittur á hyllingarsamkomu með hópi stuðningsmanna í Moskvu í dag sem haldin var í aðdraganda hátíðardags Verjenda móðurlandsins. Slegið var á sterka þjóðernisstrengi á samkomunni og þjóðsöngurinn sunginn af öllum viðstöddum. „Þegar við stöndum saman eigum við enga okkar líka! Fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar! Húrra! -Húrra,“ kallaði Pútín til mannfjöldans og hrópaði svo Rússland, Rússland og þúsundir viðstaddra tóku undir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Pólland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43 Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Eftir innrás Rússa og innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 mynduðu níu aðildarríki NATO í austur Evrópu leiðtogahóp til að samhæfa aðgerðir sínar. Joe Biden fundaði með hópnum í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu (lengst til vinstri), Joe Biden forseti Bandaríkjanna og Andrzej Duda forseti Póllands með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í bakgrunni í Varsjá í dag.AP/Evan Vucc Zuzana Čaputová forseti Slóvakíu sagði undanfarið ár hafa styrkt samstöðu NATO-ríkjanna og gert þau sterkari. „Þetta ár hefur styrkt okkur og sameinað. Og við, löndin á austurvængnum, erum betur varin en nokkru sinni fyrr. Við höfum í sameiningu staðist próf samstöðu og mannúðar með því að hjálpa Úkraínu,“ sagði Čaputová. Joe Biden og Andrzej Duda. Pólverjar hafa verið miklir stuðningsmenn Úkraínu frá upphafi stríðsins.AP/Evan Vucci Joe Biden forseti Bandaríkjanna þakkaði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrir frábæra forystu og sagði mikilvægara nú en nokkru sinni bandalagsríkin í austri stæðu þétt saman. „Þið eruð framlínan í sameiginlegum vörnum okkar. Þið vitið betur en nokkur annar hvað er í húfi í þessum átökum, ekki bara fyrir Úkraínu heldur fyrir frelsi lýðræðisríkja í Evrópu og heiminum öllum," sagði Biden í upphafi fundar. Frétt Stöðvar 2: Wang Yi framkvæmdastjóri utanríkismálanefndar kínverska Kommúnistaflokksins fundaði með Pútín og Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. Rússar hafa reynt að fá aukinn stuðning og vopnasendingar frá Kínverjum. Þeir hafa hingað til látið volgar stuðningsyfirlýsingar nægja, og svo var að heyra í dag að engin breyting yrði þar á. „Við erum tilbúnir að vinna með Rússlandi að því að viðhalda stefnumótandi áherslum, dýpka gagnkvæmt pólitískt traust, styrkja stefnumótandi samvinnu, útfæra alhliða hagnýta samvinnu og verja lögmæt réttindi og hagsmuni ríkja okkar,“ sagði Wang Yi. Þúsundir stuðningsmanna Vladimírs Pútín tóku undir af mikilli tilfinningu þegar hann hrópaði Rússland, Rússland til mannfjöldans.Getty Pútín mætti síðan glaðbeittur á hyllingarsamkomu með hópi stuðningsmanna í Moskvu í dag sem haldin var í aðdraganda hátíðardags Verjenda móðurlandsins. Slegið var á sterka þjóðernisstrengi á samkomunni og þjóðsöngurinn sunginn af öllum viðstöddum. „Þegar við stöndum saman eigum við enga okkar líka! Fyrir einingu rússnesku þjóðarinnar! Húrra! -Húrra,“ kallaði Pútín til mannfjöldans og hrópaði svo Rússland, Rússland og þúsundir viðstaddra tóku undir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Bandaríkin Pólland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43 Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. 22. febrúar 2023 11:43
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent