Varðstaða um sérhagsmuni aldrei birst eins skýrt og nú Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2023 15:55 Fjörtíu og fjögur verkalýðsfélög í fimm landssambandöndum tilheyra Alþýðusambandi Íslands. Vísir/Egill Formenn félaga Alþýðusambands Íslands segja að sjaldan hafi varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum eins skýrt og nú. Ríkisstjórninni hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. Í ályktun formannafundar ASÍ segir að alvarlegar aðstæður ríki í íslensku samfélagi. Átök á vinnumarkaði, mikil verðbólga og hnignun velferðakerfisins séu til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. „Gjaldþrot efnahags- og fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna blasir nú við launafólki. Neyðarástand á húsnæðismarkaði, fasteignabóla, veiking heilbrigðiskerfis, aukin fákeppni og skattkerfi sem þjónar þeim eignamestu eru ekki á ábyrgð launafólks,“ segir í ályktuninni. Verkalýðshreyfingin hafi um árabil varað við því að stefna misskiptingar og varðstaða um sérhagsmuni kynti undir óstöðugleika. Stöðugleiki á vinnumarkaði sé hvorki sjálfsprottinn né sjálfgefinn. Hann sé afleiðing ákvarðana ábyrgra stjórnmálamanna um að skapa sátt um skiptingu verðmætasköpunar í samfélaginu og standa vörð um sterkt velferðarkerfi. „Sjaldan hefur varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum svo skýrlega sem nú,“ segja formennirnir. Því samþykkti formannafundurinn að fordæma aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart afkomuvanda heimila og neyðarástandi í heilbrigðiskerfi og á húsnæðismarkaði. Verði ekki brugðist við sé ljóst að stefna muni í óefni við endurnýjun kjarasamninga eftir ár. „Formannafundur Alþýðusambands Íslands krefst þess að stjórnvöld hverfi frá þeirri stefnu að hlífa auðmagni og völdum stórfyrirtækjum við eðlilegu framlagi til samfélagsins. Óbreytt forgangsröðun og sinnuleysi gagnvart afkomuvanda fólksins í landinu er ekki lengur valkostur.“ Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Í ályktun formannafundar ASÍ segir að alvarlegar aðstæður ríki í íslensku samfélagi. Átök á vinnumarkaði, mikil verðbólga og hnignun velferðakerfisins séu til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist að leggja grunn að efnahagslegum og samfélagslegum stöðugleika. „Gjaldþrot efnahags- og fjármálastefnu síðustu ríkisstjórna blasir nú við launafólki. Neyðarástand á húsnæðismarkaði, fasteignabóla, veiking heilbrigðiskerfis, aukin fákeppni og skattkerfi sem þjónar þeim eignamestu eru ekki á ábyrgð launafólks,“ segir í ályktuninni. Verkalýðshreyfingin hafi um árabil varað við því að stefna misskiptingar og varðstaða um sérhagsmuni kynti undir óstöðugleika. Stöðugleiki á vinnumarkaði sé hvorki sjálfsprottinn né sjálfgefinn. Hann sé afleiðing ákvarðana ábyrgra stjórnmálamanna um að skapa sátt um skiptingu verðmætasköpunar í samfélaginu og standa vörð um sterkt velferðarkerfi. „Sjaldan hefur varðstaða um sérhagsmuni birst landsmönnum svo skýrlega sem nú,“ segja formennirnir. Því samþykkti formannafundurinn að fordæma aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart afkomuvanda heimila og neyðarástandi í heilbrigðiskerfi og á húsnæðismarkaði. Verði ekki brugðist við sé ljóst að stefna muni í óefni við endurnýjun kjarasamninga eftir ár. „Formannafundur Alþýðusambands Íslands krefst þess að stjórnvöld hverfi frá þeirri stefnu að hlífa auðmagni og völdum stórfyrirtækjum við eðlilegu framlagi til samfélagsins. Óbreytt forgangsröðun og sinnuleysi gagnvart afkomuvanda fólksins í landinu er ekki lengur valkostur.“
Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ASÍ Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira