„Ef að samfélagið fer að stöðvast þá verða stjórnvöld að grípa inn í“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2023 14:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir báða deiluaðila nánast hafa kallað eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar. Vísir/Vilhelm Formaður Miðflokksins segir mikilvægt að ríkisstjórnin sé undirbúin fyrir það að hún gæti þurft að höggva á hnútinn í kjaradeilunni. Miðlunartillaga væri ein lausn og ríkisstjórnin þurfi í hið minnsta að vera tilbúin enda geti tekið tíma að bregðast við. Þingið og ríkisstjórnin geti ekki litið fram hjá vandanum þegar allt er að sigla í strand. Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið í algjörum hnút í nokkurn tíma en einhverjir hafa kallað eftir því að stjórnvöld stígi inn í með einhverjum hætti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki koma til greina á þessum tímapunkti en staðan sé metin dag frá degi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er meðal þeirra sem kallar eftir aðkomu stjórnvalda en í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir hann ljóst að deilan muni ekki leysast haldi viðræður áfram með óbreyttum hætti. Forsendur Samtaka atvinnulífsins og Eflingar séu þær sömu og í upphafi. „Hvorugt virðist geta gefið mikið eftir. Annars vegar eru það Samtök atvinnulífsins sem eru búin að semja við þorra vinnumarkaðarins og vilja ekki setja það allt í uppnám, og hins vegar Efling sem er auðvitað búin að fara í mikinn slag, stofna miklu til og telja sig þurfa að ná annars konar samningum,“ segir Sigmundur. Þá segir hann formann Eflingar jafnvel hafa sagt að deilan myndi leysast annars staðar en við samningsborðið. Forsendur beggja deiluaðila fyrir því að samningar náist hafi ekki breyst frá því að viðræður hófust og ekkert gengið hingað til. Ekki hægt að bíða bara og sjá hvað verður Þó tónninn hafi verið örlítið jákvæðari í gær, þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar samþykktu að fresta verkföllum og verkbanni boði ríkissáttasemjari til fundar, þá hafi ekkert breyst í viðræðunum sjálfum. Því þurfi stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti. „Það er alla vega tímabært að hefja undirbúning og það að undirbúningur sé hafinn getur líka aðeins ýtt á eftir samningum. Ég skil auðvitað stjórnvöld mjög vel að vilja forðast það eins lengi og hægt er að grípa inn í. Það er eðlileg og skynsamleg afstaða en þegar báðir deiluaðilar virðast vera að bíða eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar þá geta stjórnvöld ekki lengur falið sig fyrir vandanum,“ segir Sigmundur. Ein lausn væri að leyfa félagsmönnum bæði Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að greiða atkvæði um miðlunartillögu. Mögulega sé það lausn sem hentar öllum. „En í öllu falli þá geta stjórnvöld ekki verið í þeirri stöðu að bíða og sjá og ætla svo að bregðast við, jafnvel þegar það er orðið seint, tjónið orðið mikið eða enn erfiðara að vinda ofan af þessum vanda,“ segir Sigmundur. „Ef að samfélagið fer að stöðvast hérna þá verða stjórnvöld að grípa inn í.“ Fullyrðingar um skyldur deiluaðila til að ná samningum séu gildar en skili litlu ef þau ná ekki saman og allt samfélagið stöðvast vegna verkfalla og verkbanns. Þá sé komið að stjórnvöldum að leggja sitt af mörkum. Hann og aðrir þingmenn muni sjálfir meta stöðuna en fyrst og fremst hvetur hann ríkisstjórnina til að gera ráðstafanir og vera tilbúin. „Það getur tekið tíma að bregðast við og menn kannski bregðast verr við en ella ef þeir hafa ekki nýtt tímann til undirbúnings. Svo verðum við bara að fylgjast með og meta hvernig þetta þróast. En þegar báðir deiluaðilar eru nánast búnir að kalla eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar og hér er allt að sigla í strand, þá getur þingið ekki leyft sér að líta fram hjá vandanum lengur,“ segir Sigmundur. Kjaraviðræður 2022-23 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur verið í algjörum hnút í nokkurn tíma en einhverjir hafa kallað eftir því að stjórnvöld stígi inn í með einhverjum hætti. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki koma til greina á þessum tímapunkti en staðan sé metin dag frá degi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er meðal þeirra sem kallar eftir aðkomu stjórnvalda en í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir hann ljóst að deilan muni ekki leysast haldi viðræður áfram með óbreyttum hætti. Forsendur Samtaka atvinnulífsins og Eflingar séu þær sömu og í upphafi. „Hvorugt virðist geta gefið mikið eftir. Annars vegar eru það Samtök atvinnulífsins sem eru búin að semja við þorra vinnumarkaðarins og vilja ekki setja það allt í uppnám, og hins vegar Efling sem er auðvitað búin að fara í mikinn slag, stofna miklu til og telja sig þurfa að ná annars konar samningum,“ segir Sigmundur. Þá segir hann formann Eflingar jafnvel hafa sagt að deilan myndi leysast annars staðar en við samningsborðið. Forsendur beggja deiluaðila fyrir því að samningar náist hafi ekki breyst frá því að viðræður hófust og ekkert gengið hingað til. Ekki hægt að bíða bara og sjá hvað verður Þó tónninn hafi verið örlítið jákvæðari í gær, þegar framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar samþykktu að fresta verkföllum og verkbanni boði ríkissáttasemjari til fundar, þá hafi ekkert breyst í viðræðunum sjálfum. Því þurfi stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti. „Það er alla vega tímabært að hefja undirbúning og það að undirbúningur sé hafinn getur líka aðeins ýtt á eftir samningum. Ég skil auðvitað stjórnvöld mjög vel að vilja forðast það eins lengi og hægt er að grípa inn í. Það er eðlileg og skynsamleg afstaða en þegar báðir deiluaðilar virðast vera að bíða eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar þá geta stjórnvöld ekki lengur falið sig fyrir vandanum,“ segir Sigmundur. Ein lausn væri að leyfa félagsmönnum bæði Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að greiða atkvæði um miðlunartillögu. Mögulega sé það lausn sem hentar öllum. „En í öllu falli þá geta stjórnvöld ekki verið í þeirri stöðu að bíða og sjá og ætla svo að bregðast við, jafnvel þegar það er orðið seint, tjónið orðið mikið eða enn erfiðara að vinda ofan af þessum vanda,“ segir Sigmundur. „Ef að samfélagið fer að stöðvast hérna þá verða stjórnvöld að grípa inn í.“ Fullyrðingar um skyldur deiluaðila til að ná samningum séu gildar en skili litlu ef þau ná ekki saman og allt samfélagið stöðvast vegna verkfalla og verkbanns. Þá sé komið að stjórnvöldum að leggja sitt af mörkum. Hann og aðrir þingmenn muni sjálfir meta stöðuna en fyrst og fremst hvetur hann ríkisstjórnina til að gera ráðstafanir og vera tilbúin. „Það getur tekið tíma að bregðast við og menn kannski bregðast verr við en ella ef þeir hafa ekki nýtt tímann til undirbúnings. Svo verðum við bara að fylgjast með og meta hvernig þetta þróast. En þegar báðir deiluaðilar eru nánast búnir að kalla eftir því að það verði höggvið á hnútinn annars staðar og hér er allt að sigla í strand, þá getur þingið ekki leyft sér að líta fram hjá vandanum lengur,“ segir Sigmundur.
Kjaraviðræður 2022-23 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Tengdar fréttir „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31
Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31
„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01
Segir hægt að ná samningi á einum degi væri vilji til staðar Félagsmenn Eflingar efndu til mótmælagöngu á öðrum tímanum í dag og kröfðust þess við Stjórnarráðshúsið og Alþingi að ráðherrar og þingmenn kæmu og spjölluðu við þá. Lítil viðbrögð var að fá á báðum stöðum. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofu, fylgdi félagsmönnum Eflingar eftir í miðbænum. Formaður Eflingar segir að hægt væri að ganga frá samningi á einum degi. 23. febrúar 2023 13:45