Mikilvægt að samningsaðilar nýti ljóstíruna sem birtist í gær Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. febrúar 2023 21:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að deiluaðilar þurfi að kveikja almennileg ljós við samningaborðið. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ættu ekki að stíga inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að svo stöddu, að mati formanns Viðreisnar. Þau þurfi þó að skerpa og auka heimildir ríkissáttasemjara þar sem vinnuumhverfi hans sé óviðunandi. Ný miðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari íhugar nú, megi ekki leiða til höfrungahlaups og verðbólguspírals. Það veki vonir að eitthvað hafi rofað til í gær. Kjaradeilan hefur verið í hnút í nokkurn tíma, verkföll Eflingar standa enn yfir og verkbann Samtaka atvinnulífsins hefst að óbreyttu á fimmtudag. Það dró þó til tíðinda í gær þegar formaður Eflingar og framkvæmdastjóri SA tókust á í Pallborðinu og sögðust þar tilbúin til að fresta öllu ef að ríkissáttasemjari myndi boða þau til fundar. „Það var ákveðin ljóstíra í gær sem birtist í samtali Sólveigar Önnu og Halldórs Benjamíns á Vísi og við skulum bara vona að þau virki þennan samningsvilja þannig að við sjáum hér samning sem að verður til hagsbóta fyrir launþega en um leið líka fyrirtækin og raski ekki stóra heildarsamhenginu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður en settur ríkissáttasemjari íhugar nú næstu skref, meðal annars hvort hann eigi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Þorgerður bendir þó á að hin upprunalega sé enn gild, þrátt fyrir dóm Landsréttar um kjörskrá Eflingar. „Hann getur ekki lengur krafist kjörskrárinnar en hann getur falið Eflingu að greiða atkvæði um miðlunartillöguna eða komið með nýja, en þá vara ég við því að sú miðlunartillaga verði leiðandi í höfrungahlaupi og hún verði eitthvað nýtt viðmið,“ segir Þorgerður. „Þannig að hann getur komið með nýja miðlunartillögu, svo lengi sem að hún verði ekki til þess að stuðla að einhverjum verðbólguspíral. Það viljum við allra síst sjá,“ segir hún enn fremur. Það liggi fyrir að til að mynda Seðlabankinn, sem hefur hækkað stýrivexti ellefu sinnum í röð, hiki ekki við að beita stýrivaxtatækinu ef að samningarnir fara út fyrir rammann. Þingið gæti komið að því að efla og skýra heimildir ríkissáttasemjara Einhverjir hafa kallað eftir því að stjórnvöld grípi inn í, þar á meðal formaður Miðflokksins en hann segir ljóst að deiluaðilar muni ekki ná saman sjálfir. Ljóst sé að verkbann og verkföll muni hafa gríðarleg áhrif og ríkisstjórnin og þingmenn geti ekki leitt vandann hjá sér. Forsætisráðherra hefur sagt að það sé ekki tímabært að stíga inn í og tekur Þorgerður undir. „Akkúrat núna í dag, nei það er ekki tími til þess. Við hljótum að veita aðilum vinnumarkaðarins það svigrúm sem þau þurfa á að halda til þess að leysa þessa vinnudeilu, ábyrgðin er þeirra,“ segir hún. „Ég tel mikilvægt að samningsaðilar hafi þetta svigrúm og nýti þessa ljóstíru sem að birtist okkur í gær. Þau verða að taka hana lengra og kveikja almennileg ljós þá við samningsborðið.“ Helsta verkefnið sé að efla heimildir ríkissáttasemjara, meðal annars til að fylgja miðlunartillögu eftir, og þar gæti þingið komið inn fyrir tilstilli vinnumarkaðsráðherra. „Við þurfum að fara í þetta verkefni sem allra fyrst því það sjá það allir í dag að það er ekki hægt að bjóða ríkissáttasemjara upp á það umhverfi sem hann er með, hann vantar þessar valdheimildir, hann vantar skarpari og skýrari tæki til þess að fara inn í vinnudeilur sem þessar sem hafa verið mjög snúnar,“ segir Þorgerður. Síðan þurfi aga á vinnumarkað og í vinnudeilur sem sé launþegum og atvinnulífinu til hagsbóta. „Sérstaklega því við erum með þennan örgjaldmiðil sem að er ekki beint hjálplegur alltaf, þá þarf einfaldlega meiri aga í þennan galskap allan saman, bæði á vinnumarkaði en ekki síður í fjárlögum. Við erum að sjá útþenslu í ríkissjóði sem aldrei fyrr og það er ekki hjálplegt í dag,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kjaradeilan hefur verið í hnút í nokkurn tíma, verkföll Eflingar standa enn yfir og verkbann Samtaka atvinnulífsins hefst að óbreyttu á fimmtudag. Það dró þó til tíðinda í gær þegar formaður Eflingar og framkvæmdastjóri SA tókust á í Pallborðinu og sögðust þar tilbúin til að fresta öllu ef að ríkissáttasemjari myndi boða þau til fundar. „Það var ákveðin ljóstíra í gær sem birtist í samtali Sólveigar Önnu og Halldórs Benjamíns á Vísi og við skulum bara vona að þau virki þennan samningsvilja þannig að við sjáum hér samning sem að verður til hagsbóta fyrir launþega en um leið líka fyrirtækin og raski ekki stóra heildarsamhenginu,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður en settur ríkissáttasemjari íhugar nú næstu skref, meðal annars hvort hann eigi að leggja fram nýja miðlunartillögu. Þorgerður bendir þó á að hin upprunalega sé enn gild, þrátt fyrir dóm Landsréttar um kjörskrá Eflingar. „Hann getur ekki lengur krafist kjörskrárinnar en hann getur falið Eflingu að greiða atkvæði um miðlunartillöguna eða komið með nýja, en þá vara ég við því að sú miðlunartillaga verði leiðandi í höfrungahlaupi og hún verði eitthvað nýtt viðmið,“ segir Þorgerður. „Þannig að hann getur komið með nýja miðlunartillögu, svo lengi sem að hún verði ekki til þess að stuðla að einhverjum verðbólguspíral. Það viljum við allra síst sjá,“ segir hún enn fremur. Það liggi fyrir að til að mynda Seðlabankinn, sem hefur hækkað stýrivexti ellefu sinnum í röð, hiki ekki við að beita stýrivaxtatækinu ef að samningarnir fara út fyrir rammann. Þingið gæti komið að því að efla og skýra heimildir ríkissáttasemjara Einhverjir hafa kallað eftir því að stjórnvöld grípi inn í, þar á meðal formaður Miðflokksins en hann segir ljóst að deiluaðilar muni ekki ná saman sjálfir. Ljóst sé að verkbann og verkföll muni hafa gríðarleg áhrif og ríkisstjórnin og þingmenn geti ekki leitt vandann hjá sér. Forsætisráðherra hefur sagt að það sé ekki tímabært að stíga inn í og tekur Þorgerður undir. „Akkúrat núna í dag, nei það er ekki tími til þess. Við hljótum að veita aðilum vinnumarkaðarins það svigrúm sem þau þurfa á að halda til þess að leysa þessa vinnudeilu, ábyrgðin er þeirra,“ segir hún. „Ég tel mikilvægt að samningsaðilar hafi þetta svigrúm og nýti þessa ljóstíru sem að birtist okkur í gær. Þau verða að taka hana lengra og kveikja almennileg ljós þá við samningsborðið.“ Helsta verkefnið sé að efla heimildir ríkissáttasemjara, meðal annars til að fylgja miðlunartillögu eftir, og þar gæti þingið komið inn fyrir tilstilli vinnumarkaðsráðherra. „Við þurfum að fara í þetta verkefni sem allra fyrst því það sjá það allir í dag að það er ekki hægt að bjóða ríkissáttasemjara upp á það umhverfi sem hann er með, hann vantar þessar valdheimildir, hann vantar skarpari og skýrari tæki til þess að fara inn í vinnudeilur sem þessar sem hafa verið mjög snúnar,“ segir Þorgerður. Síðan þurfi aga á vinnumarkað og í vinnudeilur sem sé launþegum og atvinnulífinu til hagsbóta. „Sérstaklega því við erum með þennan örgjaldmiðil sem að er ekki beint hjálplegur alltaf, þá þarf einfaldlega meiri aga í þennan galskap allan saman, bæði á vinnumarkaði en ekki síður í fjárlögum. Við erum að sjá útþenslu í ríkissjóði sem aldrei fyrr og það er ekki hjálplegt í dag,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Alþingi Tengdar fréttir Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ekkert leyndarmál að ný miðlunartillaga sé í vinnslu Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins segir ekkert leyndarmál að hann vinni að nýrri miðlunartillögu. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um boðun nýs fundar í deilunni. Forsvarsmenn deiluaðila segjast tilbúinir að fresta verkbönnum og verkföllum ef kallið kemur. 25. febrúar 2023 12:05
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36
Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. 24. febrúar 2023 12:31