Sextíu milljónir á ári fyrir næturstrætó Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 25. febrúar 2023 23:31 Strætó hætti að bjóða upp á þjónustuna í október á síðasta ári. Nú keyrir næturstrætóinn aðeins innan borgarmarkanna. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Næturstrætó er farinn aftur af stað eftir langt hlé. Fjórar leiðir aka úr miðborginni í úthverfi borgarinnar. Kostnaður Reykjavíkurborgar er um sextíu milljónir á ári, að sögn formanns umhverfis- og skipulagsráðs. Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“ Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Reykjavíkurborg gerði nýlega þjónustusamning við Strætó um að hefja akstur innan borgarinnar að næturlagi um helgar. Fjórar leiðir aka úr miðborginni samkvæmt tímaáætlun. Fyrsta ferðin var farin í fyrrinótt. Borgin greiðir allan kostnað Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að þjónustan hafi farið vel af stað: „Við alla vega fengum engar fréttir um annað frá stjórnstöðinni. Og stundum er það bara þannig að engar fréttir eru góðar fréttir þannig að ég held að þetta hafi bara gengið vel.“ Reykjavíkurborg greiðir allan kostnað af rekstri næturstrætós, sem að hennar sögn eru um sextíu milljónir króna á ári. Kostnaðurinn verði væntanlega minni í ár enda hófst þjónustan nú í lok febrúar. Borgin sagði í tilkynningu í vikunni að verið væri að svara ákalli um bættar samgöngur í miðborginni um helgar. „Þetta er mjög mikilvægt. Bæði upp á það að fólk geti komist hratt og örugglega heim, og með lægri tilkostnaði. Og líka af því að við erum með miðborgina þá skiptir okkur máli að það verði ekki of mikil uppsöfnun – það er öryggisatriði og það er upp á hávaða fyrir íbúa og fleira. En það er fyrst og fremst öryggisatriði og til að bjóða upp á þjónustu sem fólk greinilega vill fá,“ segir Alexandra. Þjónustan vonandi komin til að vera Næturstrætóinn sneri aftur í byrjun júlí árið 2022 eftir tveggja ára hlé. Boðið var upp á þjónustuna fram í október sama ár, þar til tekin var ákvörðun um að hætta, þegar ljóst var að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. Ekki náðist samstaða í stjórn Strætó um að hefja akstur að nýju og ákvað borgin því að taka á sig kostnað vegna þjónustunnar. Alexandra segir að þjónustan sé vonandi komin til að vera. „Hún verður að vera það. Það er líka þannig með svona þjónustu að ef hún er alltaf að hætta og byrja aftur þá treystir fólk ekki á hana og notar hana ekki. Þannig að við verðum að halda þessu gangandi, það er bara eins og það er. Og ég sé ekki að við séum að fara að hætta þessu að fyrra bragði.“
Strætó Reykjavík Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57 Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Næturstrætó fer aftur á kreik, en bara í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur gert þjónustusamning við Strætó bs. um akstur næturstrætós innan borgarinnar. Einungis verður hægt að fara um borð í vagna sem eru á leið frá miðbænum. 20. febrúar 2023 18:57
Ætla ekki að endurvekja næturstrætó Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum. 4. júlí 2021 15:09