Að dýpka gjána Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 08:31 Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Byggðamál Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar