Að dýpka gjána Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 08:31 Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfheiður Eymarsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Byggðamál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Sjá meira
Efling stendur nú í kjarabaráttu og ég óska þeim góðs gengis og vona að félagsmenn Eflingar nái skikkanlegum kjarabótum með sínum sjálfstæða samningarétti. Ég staldraði þó við þegar ég heyrði forystumenn félagsins halda því fram að þau þyrftu annarskonar samning því það væri mun dýrara að búa á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Oft er núningur á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins og hann er engum til góðs. Ég held að flestir Íslendingar séu eins og ég sjálf, ágæt blanda af malbiki og möl. Ég hef sem sé búið bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu og ég vil ekki dýpka gjána. Samstaða og samkennd er mun farsælli en þessi eilífi núningur. Það eru kostir og gallar við búsetu bæði á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. Og þess vegna þarf að gera athugasemdir við þessar staðhæfingar forystufólks Eflingar. Ég hef aldrei séð þennan rökstuðning fyrr frá verkalýðsforystunni og fór að klóra mér í hausnum og reyna að skilja hvað þau meintu. Húsnæðiskostnaður er mjög hár í höfuðborginni. Það neitar því enginn og þar liggur Íslandsmetið í húsnæðiskostnaði. En hann fer hækkandi á landsbyggðinni líka. En því til viðbótar búa flestir á landsbyggðinni við: Hærra bensínverð Hærra verð á matvöru Meiri kostnað við heilbrigðisþjónustu (því yfirleitt þarf að fara til Reykjavíkur, jafnvel til tannlæknis) Meiri kostnað við menntun Meiri kostnað við samgöngur Meiri kostnað við raforku Þessu til viðbótar er yfirleitt hærra verð á fatnaði og þjónustu ýmiskonar. Mín kenning er sú að þetta skýrist af því að oft á tíðum er einokun á landsbyggðinni, ekki fákeppni og eðlileg samkeppni eins og yfirleitt þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Einokunin gerir það að verkum að þú hefur ekki val um viðskipti nema við einn aðila á nærsvæðinu, annars þarftu að keyra langar leiðir. Ég hef oft bent á það að það er ódýrara að kaupa sér bíl og reka hann, en að nota Strætó frá Selfossi til Reykjavíkur. Ég hef oft bent á það að við þurfum að senda börnin okkar í bæinn til að mennta sig mun fyrr en höfuðborgarbúar. Þetta hefur skánað með fjölgun framhaldsskóla á landsbyggðinni en framhaldsskólarnir sérhæfa sig í tegund náms og það sem þig langar að sérhæfa þig í er ekki endilega í boði í þinni heimabyggð. Þú ferð ekki í hestamennsku í FAS og þú ferð ekki í jöklafræði í FSU. Og við verðum að jafna raforkuverð milli þéttbýlis og dreifbýlis. Það var tekið eitt skref á síðasta kjörtímabili og nú vil ég að þetta mál sé klárað. Við gætum farið enn lengra í þessari greiningu. Kostnaðargreint lífsgæði. Hvort er dýrmætara, að ganga 100 metra í svifryki til að fá bolla af Cappucino með tvöföldum espresso, möndlumjólk og pínulítið af heslihnetusírópi -eða geta leyft börnum að valsa um áhyggjulaust í hreinu lofti. Leika sér á bryggjunni eða upp í sveit og kynnast frá unga aldri frumframleiðslu Íslendinga? Ég hef því miður hvorki kunnáttu né þekkingu til þess að kostnaðarmeta lífsgæði. En eftir að hafa klórað mér í hausnum í dálítinn tíma eftir að þessi yfirlýsing kom fram get ég ekki stutt þessa staðhæfingu eða baráttu ef hún er rekin á þeim forsendum að fólk á landsbyggðinni eigi að fá lægri laun en launafólk á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarfulltrúi í Árborg og fyrrverandi varaþingmaður.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun