Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Bjarki Sigurðsson og Árni Sæberg skrifa 3. mars 2023 14:37 Leikarar sýningarinnar frá vinstri: Starkaður Pétursson, Ólafur Ásgeirsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Valdimar Guðmundsson. Berglind Rögnvaldsdóttir Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð. Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Leikritið Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þann laugardag sem leikritið gerist á mæta tveir óvæntir gestir, annars vegar kærasti barnsmóður eins bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem leikur sig sjálfur. Ólafur Ásgeirsson, einn handritshöfunda og leikara verksins, mætti og ræddi við Tómas Steindórsson og Þórð Gunnarsson í Áhöfnin á fiskabúrinu á útvarpsstöðinni X977. Þar ræddi hann verkið og ferlið. Klippa: Söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig í nýju leikriti „Ég er mjög blóðheitur stuðningsmaður Liverpool. Það er búið að vera mjög gaman í mörg ár en við erum að dala aðeins. Við erum fjórir stuðningsmenn Manchester United í sýningunni. Það er það erfiðasta sem ég hef leikið, og ég hef leikið Pólverja. Það er fínt að vera aðeins svona fyrir utan sjálfan sig þegar maður er að leika,“ segir Ólafur um sýninguna. Valdimar er ekki einungis að leika í sýningunni heldur syngur hann og spilar á básúnuna sína. Þetta er ekki frumraun hans á sviðinu en hann fór með lítið hlutverk í Rocky Horror Picture Show í Borgarleikhúsinu árið 2018. Sveinn Ólafur Gunnarsson, Albert Halldórsson og Starkaður Pétursson fara með önnur hlutverk verksins. Leikarahópurinn samanstendur því einungis af karlmönnum en konur manna allar aðrar stöður, sama hvort það sé leikstjórn, lýsing, dramatúrgur eða sviðshreyfingar. Fyrir fólk sem vill sjá hvað gerist þegar karlmenn horfa á boltann Fréttastofa heimsótti Tjarnarbíó í kvöld fyrir sýningu og ræddi við þá Ólaf og Valdimar. Ólafur segir að sýningin sé fyrir breiðan hóp fólks, allt frá Eiði Smára, sem lét sjá sig á sýningunni í kvöld, til þeirra sem engan áhuga hafa á fótbolta en vilja sjá hvað fer fram þegar karlmenn koma saman til að horfa á fótboltaleiki. Valdimar gaf sýnidæmi af hroka persónunnar sem hann leikur og tók í leiðinni góða Bubba-eftirhermu. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikhús Reykjavík Fótbolti Enski boltinn X977 Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira