„Fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. mars 2023 21:46 Snorri Steinn Guðjónsson var virkilega stoltur af sínum mönnum í kvöld. vísir/Diego Valsmenn urðu í kvöld deildarmeistarar í Olís-deildinni. Áttundi titilinn í röð í höfn hjá Val sem er ótrúlegt afrek. Varð þetta ljóst eftir 32-21 sigur liðsins á Gróttu í kvöld. „Sannfærandi sigur og flottir í seinni. Kannski munurinn að við nýttum færin betur og fækkuðum teiknifeilunum, það var það sem var að í fyrri hálfleik. Varnarlega frábærir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að leik loknum um frammistöðu síns liðs. Valur skoraði aðeins 13 mörk í fyrri hálfleik sem er óvenjulega lítið á þeim bænum. Aðspurður hvað hafi verið sagt í hálfleik sagði Snorri Steinn þetta. „Mér fannst við vera aðeins á handbremsunni og mér fannst ekki geisla nógu mikið af okkur. Ég bað bara menn um að sleppa sér meira lausum.“ Langt er í næsta leik hjá Val, en næsti leikur er gegn Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. mars. Snorri Steinn segir sína menn ætla að fagna titlinum sem kom í hús í kvöld og hvílast vel fyrir næsta leik, en mikið leikjaálag hefur verið á Valsliðinu á þessu ári. „Bara mjög fínt að fá smá pásu. Við vorum að vinna hérna risastóran titil, þannig að við komum til með að fagna honum vel. Þetta er fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum að vera deildarmeistari, en ég tala nú ekki um í þessu álagi sem við erum búnir að vera í. Að halda sjó á báðum stöðum er eitthvað sem ég er ógeðslega stoltur af,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valsmenn tryggðu deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla með afar öruggum ellefu marka sigri gegn Gróttu í kvöld. Lokatölur 32-21 og Valsmenn hafa nú unnið átta titla í röð í íslenskum handbolta. 3. mars 2023 21:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Sannfærandi sigur og flottir í seinni. Kannski munurinn að við nýttum færin betur og fækkuðum teiknifeilunum, það var það sem var að í fyrri hálfleik. Varnarlega frábærir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að leik loknum um frammistöðu síns liðs. Valur skoraði aðeins 13 mörk í fyrri hálfleik sem er óvenjulega lítið á þeim bænum. Aðspurður hvað hafi verið sagt í hálfleik sagði Snorri Steinn þetta. „Mér fannst við vera aðeins á handbremsunni og mér fannst ekki geisla nógu mikið af okkur. Ég bað bara menn um að sleppa sér meira lausum.“ Langt er í næsta leik hjá Val, en næsti leikur er gegn Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. mars. Snorri Steinn segir sína menn ætla að fagna titlinum sem kom í hús í kvöld og hvílast vel fyrir næsta leik, en mikið leikjaálag hefur verið á Valsliðinu á þessu ári. „Bara mjög fínt að fá smá pásu. Við vorum að vinna hérna risastóran titil, þannig að við komum til með að fagna honum vel. Þetta er fáránlega mikið afrek hjá mínum mönnum að vera deildarmeistari, en ég tala nú ekki um í þessu álagi sem við erum búnir að vera í. Að halda sjó á báðum stöðum er eitthvað sem ég er ógeðslega stoltur af,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valsmenn tryggðu deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla með afar öruggum ellefu marka sigri gegn Gróttu í kvöld. Lokatölur 32-21 og Valsmenn hafa nú unnið átta titla í röð í íslenskum handbolta. 3. mars 2023 21:02 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Valsmenn tryggðu deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla með afar öruggum ellefu marka sigri gegn Gróttu í kvöld. Lokatölur 32-21 og Valsmenn hafa nú unnið átta titla í röð í íslenskum handbolta. 3. mars 2023 21:02