Mbappé markahæstur í sögu PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 12:31 Markahrókurinn Kylian Mbappé. Antonio Borga/Getty Images Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið. Áður en leikur PSG og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöld var Mbappé jafn Edinson Cavani á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu PSG. Báðir höfðu þá skorað 200 mörk en það hafði tekið Mbappé töluvert styttri tíma til að ná þeim fjölda marka. Í þriðja sæti listans er svo Svíinn sjálfumglaði Zlatan Ibrahimović með 156 mörk fyrir félagið. Mbappé var í gær að spila sinn 247. leik í öllum keppnum fyrir PSG en hann gekk í raðir félagsins árið 2017. Það stefndi í að Mbappé og Cavani yrðu áfram jafnir sem markahæstu menn í sögu félagsins en Mbappé komst ekki á blað gegn Nantes fyrr en ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Gulltryggði hann 4-2 sigurinn og hafði því ærna ástæðu til að fagna eftir að boltinn söng í netinu. Ekki nóg með að skora 201 mark í 247 leikjum heldur hefur Mbappé einnig gefið 96 stoðsendingar. Hann heftur því komið að 1.2 mörkum að meðaltali í leik síðan hann byrjaði að spila fyrir Parísarliðið. Une soirée pour l' ! # EEP AKINGHIS ORY pic.twitter.com/mA9AuFkIaS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) March 5, 2023 Framtíð hins 24 ára gamla Mbappé hefur verið til umræðu en þó samningur hans gildi til sumarsins 2025 er talið að Real Madríd geri aðra tilraun til að fá leikmanninn í sínar raðir í sumar. Hvort hann fari einhvern tímann frá París og hversu mörg mörk hann verður búinn að skora eða leggja upp í treyju PSG verður einfaldlega að koma í ljós. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Áður en leikur PSG og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöld var Mbappé jafn Edinson Cavani á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu PSG. Báðir höfðu þá skorað 200 mörk en það hafði tekið Mbappé töluvert styttri tíma til að ná þeim fjölda marka. Í þriðja sæti listans er svo Svíinn sjálfumglaði Zlatan Ibrahimović með 156 mörk fyrir félagið. Mbappé var í gær að spila sinn 247. leik í öllum keppnum fyrir PSG en hann gekk í raðir félagsins árið 2017. Það stefndi í að Mbappé og Cavani yrðu áfram jafnir sem markahæstu menn í sögu félagsins en Mbappé komst ekki á blað gegn Nantes fyrr en ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Gulltryggði hann 4-2 sigurinn og hafði því ærna ástæðu til að fagna eftir að boltinn söng í netinu. Ekki nóg með að skora 201 mark í 247 leikjum heldur hefur Mbappé einnig gefið 96 stoðsendingar. Hann heftur því komið að 1.2 mörkum að meðaltali í leik síðan hann byrjaði að spila fyrir Parísarliðið. Une soirée pour l' ! # EEP AKINGHIS ORY pic.twitter.com/mA9AuFkIaS— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) March 5, 2023 Framtíð hins 24 ára gamla Mbappé hefur verið til umræðu en þó samningur hans gildi til sumarsins 2025 er talið að Real Madríd geri aðra tilraun til að fá leikmanninn í sínar raðir í sumar. Hvort hann fari einhvern tímann frá París og hversu mörg mörk hann verður búinn að skora eða leggja upp í treyju PSG verður einfaldlega að koma í ljós.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira