Innlent

Öflugur skjálfti við Herðu­breið

Árni Sæberg skrifar
Jörð hefur skolfið nokkuð við Herðubreið undanfarið.
Jörð hefur skolfið nokkuð við Herðubreið undanfarið. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í um fjögurra kílómetra fjarlægð norð-norð-austur af Herðubreið klukkan 20:20 í kvöld.

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarið. Í gærkvöldi mældist annar skjálfti af stærðinni 3,4 á sama stað. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið.

Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands frá því í morgun segir að skjálftar séu vel þekktir á svæðinu.

Fréttin hefur verið uppfærð, en samkvæmt fyrstu upplýsingum frá Veðurstofunni var stærð skjálftans 4,2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×