Fá bara eina æfingu fyrir leik en búa að góðu skipulagi og beittu vopnabúri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2023 10:01 Gunnar Magnússon stýrir íslenska karlalandsliðinu í síðustu fjórum leikjum þess í undankeppni EM 2024. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir engan tíma til að innleiða einhverjar nýjungar fyrir leikinn gegn Tékklandi enda aðeins ein æfing í boði. Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“ EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Íslenska liðið kom saman í Brno í Tékklandi á mánudagskvöldið, æfði í gær og mætir svo heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2024. „Hingað til hefur þetta gengið vel og við þurfum að nýta tímann vel til undirbúa okkur,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi í gær. „Þetta er bara ein æfing og tveir fundir þannig þetta er mjög snarpur undirbúningur. Engu að síður spiluðum við marga leiki í janúar og búum að því,“ bætti Gunnar við og vísaði þar til heimsmeistaramótsins í Svíþjóð og Póllandi. Sníða vörnina eftir andstæðingnum Gunnar segir að íslenska liðið fari eftir svipaðri uppskrift og undanfarin ár enda ekki tími til að bæta nýjum hráefnum við aðalréttinn. „Eins og alltaf sníðum við vörnina eftir andstæðing og það höfum við alltaf gert. Hvað sóknarleikinn varðar höfum við okkar leikkerfi og vopnabúr. Það er bara að negla hvað við ætlum að spila á þá og hvar þeir eru veikastir fyrir. Við búum að því að vera með gott vopnabúr og gott skipulag sem við getum notað. Það er enginn tími til að breyta einhverju enda var það ekki planið. Dagurinn fór bara í upprifjun,“ sagði Gunnar. Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins.vísir/vilhelm Fyrir utan smá óvissu með Viggó Kristjánsson eru allir leikmenn Íslands klárir í viðureignina á morgun. „Allir aðrir eru í fínu standi og það er hugur í strákunum og þeir eru tilbúnir í slaginn,“ sagði Gunnar. Sterk vörn og öflugar skyttur Þrátt fyrir að tékkneska liðið hafi ekki verið með á HM í janúar er ýmislegt í það spunnið að sögn Gunnars. „Þeir eru með góðan markvörð og góða 6-0 vörn. Þeir eru líka með öflugar skyttur. Þeir hafa spilað vel á heimavelli og höllin hérna er mikil gryfja,“ sagði Gunnar. Ætla að vinna riðilinn En hvað yrði Gunnar sáttur með mörg stig út úr leikjunum tveimur gegn Tékklandi? „Við förum í leikinn á morgun (í dag) til að vinna. Það skiptir miklu máli hvernig við spilum. Við teljum að við þurfum að ná góðri frammistöðu og ef það gerist eigum við mjög góða möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Gunnar. Fáir handboltamenn í heiminum eru heitari um þessar mundir en Óðinn Þór Ríkharðsson.vísir/vilhlem „Við erum meðvitaðir um að þetta eru tveir leikir og hvert mark telur og við þurfum að vera með betri innbyrðis árangur gegn þeim til að vinna riðilinn og við ætlum að gera það.“
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita