Íslensk söngkona kynnir Svía fyrir hjónabandssælu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. mars 2023 09:01 Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Helga María Ragnarsdóttir opnaði á dögunum kaffihús í bænum Piteå í norðurhluta Svíþjóð þar sem hún býður heimamönnum meðal annars upp á íslenskar kræsingar. Viðbrögðin hafa verið vonum framar. Helga hefur verið búsett ytra síðan árið 2017. „Ég var að læra jazzsöng í tónlistarháskólanum hérna og starfa núna sem söngkona hér í Norður Svíþjóð. En ég rek líka bloggið Veganistur heima á Íslandi með Júlíu systur minni og opnaði árið 2021 blogg sem heitir www.vegoskafferiet.se sem hefur stækkað mikið. Í gegnum það hef ég fengið spennandi tækifæri.“ Nýjasta tækifærið er fyrrnefnt kaffihús en um er að ræða nokkurs konar „pop up“ stað. Processed with VSCO with c4 presetAðsend „Það heitir Kondis Kajman og er á laugardögum, á stað sem annars er vegan veitingastaður, tónleikastaður og já staður fyrir allskonar hluti tengda listum. En þeir hafa aldrei boðið uppá bakkelsi heldur eru með hamborgara og súpur í hádeginu á virkum dögum. Þeir eru með ýmsa viðburði þarna, til dæmis er karíókíkvöld suma föstudaga, jazz jamsession og fleira. Svo okkur fannst skemmtilegt að setja upp kaffihús á laugardögum,“ segir Helga. „Núna er ég þarna á laugardögum og við önnur tilefni þegar ég ákveð og sel kökur og annað bakkelsi. Ég hef þá bakað mest íslenskar kökur því það er það sem ég elska mest. Kökur eins og sjónvarpsköku, hjónabandssælu, möndluköku og fleira. Ekki vissir með ostaslaufurnar Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Sjónvarpskakan hefur fengið góðar viðtökur. Aðsend „Þau elska hana, það er bara verst að það er ekki til rabbabarasulta hérna úti og ég hef ekki gert hana sjálf. Ég verð að gera það við tækifæri svo ég geti haft hana ekta!“ Hún segist þýða íslensku nöfnin beint yfir á sænsku og við það hafi vaknað margar spurningar. „Til dæmis af hverju sjónvarpskaka heitir sjónvarpskaka og svoleiðis. Systir mín rekur vegan kaffihús í Reykjavík sem heitir Plantan og þar gera þau ostasnúða sem eru eins og ostaslaufur og ég hef verið að baka það hérna. Það er kannski það sem Svíarnir hafa verið mest hræddir að smakka því ostaslaufur eru ekki til hérna. Þau halda fyrst að ég hafi gert sætt kanilsnúðadeig með osti þangað til ég útskýrir fyrir þeim hvað þetta er. Þeir sem hafa þorað að smakka hafa komið á hverjum laugardegi síðan og keypt ostasnúð því þeir eru svo góðir.“ Helga segir undirtektirnar hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Einmitt vegna þess að fólk heldur svolítið í sína vana. En strax fyrsta laugardaginn kom fullt af fólki og sjónvarpskakan er strax orðin svo vinsæl að ég er byrjuð að baka hana fyrir aðra staði sem vilja bjóða upp á. Ég hef líka fengið mikið af skilaboðum frá fyrirtækjum sem vilja að ég baki fyrir allskonar viðburði. En svo hef ég bakað við fleiri tilefni og mun halda því áfram. Þeir voru til dæmis með „ástarviku“ í kringum valentínusardaginn þar sem það voru hádegistónleikar alla dagana og þá var ég bæði þar og söng og bakaði „ástarcupcakes,“ segir hún og bætir við að Svíar séu sérstaklega hrifnir af allskyns þemadögum og haldi til að mynda upp á, kanelsnúðadaginn, pönnukökudaginn, vöffludaginn og svo mætti lengi telja. Erfitt að gera upp á milli Ljóst er að Helga er með mörg járn og eldinum og hún kveðst óhrædd við að elta drauma sína. „Ég hef lifað svolítið tvöföldu lífi síðan ég flutti hingað. Heima á Íslandi er ég Helga sem rek Veganistur og í hvert sinn sem ég kem heim hef ég verið að vinna með Júlíu í því, en svo hérna úti hef ég verið Helga sem er jazzsöngkona. En er núna farin að vinna við bloggið og matinn líka hérna úti. Ég veit ekki hvað ég myndi kalla aðalstarfið mitt. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli, tekjurnar mínar koma mest frá blogginu og vinnunni tengda því, en ég sinni báðu jafn mikið. Ég er gríðarlega þakklát að geta unnið við það sem ég elska.“ Svíþjóð Íslendingar erlendis Vegan Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Helga hefur verið búsett ytra síðan árið 2017. „Ég var að læra jazzsöng í tónlistarháskólanum hérna og starfa núna sem söngkona hér í Norður Svíþjóð. En ég rek líka bloggið Veganistur heima á Íslandi með Júlíu systur minni og opnaði árið 2021 blogg sem heitir www.vegoskafferiet.se sem hefur stækkað mikið. Í gegnum það hef ég fengið spennandi tækifæri.“ Nýjasta tækifærið er fyrrnefnt kaffihús en um er að ræða nokkurs konar „pop up“ stað. Processed with VSCO with c4 presetAðsend „Það heitir Kondis Kajman og er á laugardögum, á stað sem annars er vegan veitingastaður, tónleikastaður og já staður fyrir allskonar hluti tengda listum. En þeir hafa aldrei boðið uppá bakkelsi heldur eru með hamborgara og súpur í hádeginu á virkum dögum. Þeir eru með ýmsa viðburði þarna, til dæmis er karíókíkvöld suma föstudaga, jazz jamsession og fleira. Svo okkur fannst skemmtilegt að setja upp kaffihús á laugardögum,“ segir Helga. „Núna er ég þarna á laugardögum og við önnur tilefni þegar ég ákveð og sel kökur og annað bakkelsi. Ég hef þá bakað mest íslenskar kökur því það er það sem ég elska mest. Kökur eins og sjónvarpsköku, hjónabandssælu, möndluköku og fleira. Ekki vissir með ostaslaufurnar Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Sjónvarpskakan hefur fengið góðar viðtökur. Aðsend „Þau elska hana, það er bara verst að það er ekki til rabbabarasulta hérna úti og ég hef ekki gert hana sjálf. Ég verð að gera það við tækifæri svo ég geti haft hana ekta!“ Hún segist þýða íslensku nöfnin beint yfir á sænsku og við það hafi vaknað margar spurningar. „Til dæmis af hverju sjónvarpskaka heitir sjónvarpskaka og svoleiðis. Systir mín rekur vegan kaffihús í Reykjavík sem heitir Plantan og þar gera þau ostasnúða sem eru eins og ostaslaufur og ég hef verið að baka það hérna. Það er kannski það sem Svíarnir hafa verið mest hræddir að smakka því ostaslaufur eru ekki til hérna. Þau halda fyrst að ég hafi gert sætt kanilsnúðadeig með osti þangað til ég útskýrir fyrir þeim hvað þetta er. Þeir sem hafa þorað að smakka hafa komið á hverjum laugardegi síðan og keypt ostasnúð því þeir eru svo góðir.“ Helga segir undirtektirnar hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Einmitt vegna þess að fólk heldur svolítið í sína vana. En strax fyrsta laugardaginn kom fullt af fólki og sjónvarpskakan er strax orðin svo vinsæl að ég er byrjuð að baka hana fyrir aðra staði sem vilja bjóða upp á. Ég hef líka fengið mikið af skilaboðum frá fyrirtækjum sem vilja að ég baki fyrir allskonar viðburði. En svo hef ég bakað við fleiri tilefni og mun halda því áfram. Þeir voru til dæmis með „ástarviku“ í kringum valentínusardaginn þar sem það voru hádegistónleikar alla dagana og þá var ég bæði þar og söng og bakaði „ástarcupcakes,“ segir hún og bætir við að Svíar séu sérstaklega hrifnir af allskyns þemadögum og haldi til að mynda upp á, kanelsnúðadaginn, pönnukökudaginn, vöffludaginn og svo mætti lengi telja. Erfitt að gera upp á milli Ljóst er að Helga er með mörg járn og eldinum og hún kveðst óhrædd við að elta drauma sína. „Ég hef lifað svolítið tvöföldu lífi síðan ég flutti hingað. Heima á Íslandi er ég Helga sem rek Veganistur og í hvert sinn sem ég kem heim hef ég verið að vinna með Júlíu í því, en svo hérna úti hef ég verið Helga sem er jazzsöngkona. En er núna farin að vinna við bloggið og matinn líka hérna úti. Ég veit ekki hvað ég myndi kalla aðalstarfið mitt. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli, tekjurnar mínar koma mest frá blogginu og vinnunni tengda því, en ég sinni báðu jafn mikið. Ég er gríðarlega þakklát að geta unnið við það sem ég elska.“
Svíþjóð Íslendingar erlendis Vegan Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira