Íslensk söngkona kynnir Svía fyrir hjónabandssælu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. mars 2023 09:01 Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Helga María Ragnarsdóttir opnaði á dögunum kaffihús í bænum Piteå í norðurhluta Svíþjóð þar sem hún býður heimamönnum meðal annars upp á íslenskar kræsingar. Viðbrögðin hafa verið vonum framar. Helga hefur verið búsett ytra síðan árið 2017. „Ég var að læra jazzsöng í tónlistarháskólanum hérna og starfa núna sem söngkona hér í Norður Svíþjóð. En ég rek líka bloggið Veganistur heima á Íslandi með Júlíu systur minni og opnaði árið 2021 blogg sem heitir www.vegoskafferiet.se sem hefur stækkað mikið. Í gegnum það hef ég fengið spennandi tækifæri.“ Nýjasta tækifærið er fyrrnefnt kaffihús en um er að ræða nokkurs konar „pop up“ stað. Processed with VSCO with c4 presetAðsend „Það heitir Kondis Kajman og er á laugardögum, á stað sem annars er vegan veitingastaður, tónleikastaður og já staður fyrir allskonar hluti tengda listum. En þeir hafa aldrei boðið uppá bakkelsi heldur eru með hamborgara og súpur í hádeginu á virkum dögum. Þeir eru með ýmsa viðburði þarna, til dæmis er karíókíkvöld suma föstudaga, jazz jamsession og fleira. Svo okkur fannst skemmtilegt að setja upp kaffihús á laugardögum,“ segir Helga. „Núna er ég þarna á laugardögum og við önnur tilefni þegar ég ákveð og sel kökur og annað bakkelsi. Ég hef þá bakað mest íslenskar kökur því það er það sem ég elska mest. Kökur eins og sjónvarpsköku, hjónabandssælu, möndluköku og fleira. Ekki vissir með ostaslaufurnar Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Sjónvarpskakan hefur fengið góðar viðtökur. Aðsend „Þau elska hana, það er bara verst að það er ekki til rabbabarasulta hérna úti og ég hef ekki gert hana sjálf. Ég verð að gera það við tækifæri svo ég geti haft hana ekta!“ Hún segist þýða íslensku nöfnin beint yfir á sænsku og við það hafi vaknað margar spurningar. „Til dæmis af hverju sjónvarpskaka heitir sjónvarpskaka og svoleiðis. Systir mín rekur vegan kaffihús í Reykjavík sem heitir Plantan og þar gera þau ostasnúða sem eru eins og ostaslaufur og ég hef verið að baka það hérna. Það er kannski það sem Svíarnir hafa verið mest hræddir að smakka því ostaslaufur eru ekki til hérna. Þau halda fyrst að ég hafi gert sætt kanilsnúðadeig með osti þangað til ég útskýrir fyrir þeim hvað þetta er. Þeir sem hafa þorað að smakka hafa komið á hverjum laugardegi síðan og keypt ostasnúð því þeir eru svo góðir.“ Helga segir undirtektirnar hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Einmitt vegna þess að fólk heldur svolítið í sína vana. En strax fyrsta laugardaginn kom fullt af fólki og sjónvarpskakan er strax orðin svo vinsæl að ég er byrjuð að baka hana fyrir aðra staði sem vilja bjóða upp á. Ég hef líka fengið mikið af skilaboðum frá fyrirtækjum sem vilja að ég baki fyrir allskonar viðburði. En svo hef ég bakað við fleiri tilefni og mun halda því áfram. Þeir voru til dæmis með „ástarviku“ í kringum valentínusardaginn þar sem það voru hádegistónleikar alla dagana og þá var ég bæði þar og söng og bakaði „ástarcupcakes,“ segir hún og bætir við að Svíar séu sérstaklega hrifnir af allskyns þemadögum og haldi til að mynda upp á, kanelsnúðadaginn, pönnukökudaginn, vöffludaginn og svo mætti lengi telja. Erfitt að gera upp á milli Ljóst er að Helga er með mörg járn og eldinum og hún kveðst óhrædd við að elta drauma sína. „Ég hef lifað svolítið tvöföldu lífi síðan ég flutti hingað. Heima á Íslandi er ég Helga sem rek Veganistur og í hvert sinn sem ég kem heim hef ég verið að vinna með Júlíu í því, en svo hérna úti hef ég verið Helga sem er jazzsöngkona. En er núna farin að vinna við bloggið og matinn líka hérna úti. Ég veit ekki hvað ég myndi kalla aðalstarfið mitt. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli, tekjurnar mínar koma mest frá blogginu og vinnunni tengda því, en ég sinni báðu jafn mikið. Ég er gríðarlega þakklát að geta unnið við það sem ég elska.“ Svíþjóð Íslendingar erlendis Vegan Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
Helga hefur verið búsett ytra síðan árið 2017. „Ég var að læra jazzsöng í tónlistarháskólanum hérna og starfa núna sem söngkona hér í Norður Svíþjóð. En ég rek líka bloggið Veganistur heima á Íslandi með Júlíu systur minni og opnaði árið 2021 blogg sem heitir www.vegoskafferiet.se sem hefur stækkað mikið. Í gegnum það hef ég fengið spennandi tækifæri.“ Nýjasta tækifærið er fyrrnefnt kaffihús en um er að ræða nokkurs konar „pop up“ stað. Processed with VSCO with c4 presetAðsend „Það heitir Kondis Kajman og er á laugardögum, á stað sem annars er vegan veitingastaður, tónleikastaður og já staður fyrir allskonar hluti tengda listum. En þeir hafa aldrei boðið uppá bakkelsi heldur eru með hamborgara og súpur í hádeginu á virkum dögum. Þeir eru með ýmsa viðburði þarna, til dæmis er karíókíkvöld suma föstudaga, jazz jamsession og fleira. Svo okkur fannst skemmtilegt að setja upp kaffihús á laugardögum,“ segir Helga. „Núna er ég þarna á laugardögum og við önnur tilefni þegar ég ákveð og sel kökur og annað bakkelsi. Ég hef þá bakað mest íslenskar kökur því það er það sem ég elska mest. Kökur eins og sjónvarpsköku, hjónabandssælu, möndluköku og fleira. Ekki vissir með ostaslaufurnar Helga segir íslenska bakkelsið hafa einstaklega vel í kramið hjá Svíunum, sem vanir eru sænsku bakkelsi eins og kladdkökum, kanilsnúðum og þess háttar. Sjónvarpskakan hefur fengið góðar viðtökur. Aðsend „Þau elska hana, það er bara verst að það er ekki til rabbabarasulta hérna úti og ég hef ekki gert hana sjálf. Ég verð að gera það við tækifæri svo ég geti haft hana ekta!“ Hún segist þýða íslensku nöfnin beint yfir á sænsku og við það hafi vaknað margar spurningar. „Til dæmis af hverju sjónvarpskaka heitir sjónvarpskaka og svoleiðis. Systir mín rekur vegan kaffihús í Reykjavík sem heitir Plantan og þar gera þau ostasnúða sem eru eins og ostaslaufur og ég hef verið að baka það hérna. Það er kannski það sem Svíarnir hafa verið mest hræddir að smakka því ostaslaufur eru ekki til hérna. Þau halda fyrst að ég hafi gert sætt kanilsnúðadeig með osti þangað til ég útskýrir fyrir þeim hvað þetta er. Þeir sem hafa þorað að smakka hafa komið á hverjum laugardegi síðan og keypt ostasnúð því þeir eru svo góðir.“ Helga segir undirtektirnar hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Einmitt vegna þess að fólk heldur svolítið í sína vana. En strax fyrsta laugardaginn kom fullt af fólki og sjónvarpskakan er strax orðin svo vinsæl að ég er byrjuð að baka hana fyrir aðra staði sem vilja bjóða upp á. Ég hef líka fengið mikið af skilaboðum frá fyrirtækjum sem vilja að ég baki fyrir allskonar viðburði. En svo hef ég bakað við fleiri tilefni og mun halda því áfram. Þeir voru til dæmis með „ástarviku“ í kringum valentínusardaginn þar sem það voru hádegistónleikar alla dagana og þá var ég bæði þar og söng og bakaði „ástarcupcakes,“ segir hún og bætir við að Svíar séu sérstaklega hrifnir af allskyns þemadögum og haldi til að mynda upp á, kanelsnúðadaginn, pönnukökudaginn, vöffludaginn og svo mætti lengi telja. Erfitt að gera upp á milli Ljóst er að Helga er með mörg járn og eldinum og hún kveðst óhrædd við að elta drauma sína. „Ég hef lifað svolítið tvöföldu lífi síðan ég flutti hingað. Heima á Íslandi er ég Helga sem rek Veganistur og í hvert sinn sem ég kem heim hef ég verið að vinna með Júlíu í því, en svo hérna úti hef ég verið Helga sem er jazzsöngkona. En er núna farin að vinna við bloggið og matinn líka hérna úti. Ég veit ekki hvað ég myndi kalla aðalstarfið mitt. Ég get eiginlega ekki gert upp á milli, tekjurnar mínar koma mest frá blogginu og vinnunni tengda því, en ég sinni báðu jafn mikið. Ég er gríðarlega þakklát að geta unnið við það sem ég elska.“
Svíþjóð Íslendingar erlendis Vegan Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira