Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2023 19:32 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ætlar að skipa starfshóp sem á að skila af sér aðgerðaráætlun sem tekur á úrræðum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum. Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum.
Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent