Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2023 11:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherraog Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er á leið til fundar við Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu. Þau eiga fund á morgun. Grafík/Hjalti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru á leið til Kænugarðs í Úkraína til fundar við Volodymyr Zelensky forseta landsins og aðra ráðamenn. Meðal annars verður rætt um þátttöku Úkraínu á leiðtogafundi Evrópuráðsríkja sem fram fer í Reykjavík í maí. Mikil leynd hvílir jafnan yfir ferð erlendra ráðamanna til Úkraínu af augljósum ástæðum. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra verða á ferðalagi í allan dag og kvöld en þær halda til Úkraínu frá Póllandi í dag. Megin tilgangur ferðarinnar er að ítreka áframhaldandi stuðning og samstöðu Íslands með Úkraínu í vörnum landsins gegn ólöglegri innrás Rússa. Þær Katrín og Þórdís Kolbrún eiga fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og fleiri ráðamönnum landsins á morgun. Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir funda með Volodymyr Zelensky og fleiri ráðamönnum í Kænugarði á morgun. Hér er brak af rússneskum skriðdrekum við torg heilags Michaels við dómkirkjuna í miðborg Kænugarðs.AP/Andrew Kravchenko Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og stendur fyrir stærsta leiðtogafundi sem haldinn hefur verið hér á landi í maí næstkomandi. Málefni Úkraínu verða efst á dagskráfundarins og munu Katrín og Þórdís Kolbrún ræða þátt landsins á fundinum við Zelensky. Reiknað er með tugum leiðtoga Evrópuráðsríkjanna hingað til lands dagana 16. til 17. maí þegar leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Gífurlegar öryggisráðstafanir verða vegna fundarins og hafa íslensk stjórnvöld meðal annars óskað eftir liðsinni erlendra lögregluyfirvalda vegna hans. Dagskrá funda forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Kænugarði á morgun liggur ekki fyrir en þeir hefjast fyrst í fyrramálið. Fréttamenn Ríkisútvarpsins eru með í för en munu deila öllu mynd - og viðtalsefni með öðrum íslenskum fjölmiðlum. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Mikil leynd hvílir jafnan yfir ferð erlendra ráðamanna til Úkraínu af augljósum ástæðum. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra verða á ferðalagi í allan dag og kvöld en þær halda til Úkraínu frá Póllandi í dag. Megin tilgangur ferðarinnar er að ítreka áframhaldandi stuðning og samstöðu Íslands með Úkraínu í vörnum landsins gegn ólöglegri innrás Rússa. Þær Katrín og Þórdís Kolbrún eiga fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu og fleiri ráðamönnum landsins á morgun. Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir funda með Volodymyr Zelensky og fleiri ráðamönnum í Kænugarði á morgun. Hér er brak af rússneskum skriðdrekum við torg heilags Michaels við dómkirkjuna í miðborg Kænugarðs.AP/Andrew Kravchenko Ísland fer nú með formennsku í Evrópuráðinu og stendur fyrir stærsta leiðtogafundi sem haldinn hefur verið hér á landi í maí næstkomandi. Málefni Úkraínu verða efst á dagskráfundarins og munu Katrín og Þórdís Kolbrún ræða þátt landsins á fundinum við Zelensky. Reiknað er með tugum leiðtoga Evrópuráðsríkjanna hingað til lands dagana 16. til 17. maí þegar leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Gífurlegar öryggisráðstafanir verða vegna fundarins og hafa íslensk stjórnvöld meðal annars óskað eftir liðsinni erlendra lögregluyfirvalda vegna hans. Dagskrá funda forsætisráðherra og utanríkisráðherra í Kænugarði á morgun liggur ekki fyrir en þeir hefjast fyrst í fyrramálið. Fréttamenn Ríkisútvarpsins eru með í för en munu deila öllu mynd - og viðtalsefni með öðrum íslenskum fjölmiðlum.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13
Rósa Björk ráðin verkefnastjóri alþjóðamála eftir auglýsingahringl Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn verkefnastjóri alþjóðamála í forsætisráðuneytinu. Rósa er ráðin til sex mánaða, í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í maí. 9. mars 2023 09:55
Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44