Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Máni Snær Þorláksson skrifar 13. mars 2023 13:51 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Á næstu vikum mega foreldrar barna sem sótt hafa um í borgarreknum skólum búast við því að fá send boð um pláss. Þeim umsóknum sem berast eftir morgundaginn verður ekki forgangsraðað fyrr en úthlutuninni lýkur þann 17. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar mun leikskólinn Laugasól ekki taka við nýjum börnum í haust vegna endurbóta og viðgerða. Unnið verður að því að bæta við tveimur deildum við skólann auk þess sem starfsmannaaðstaða verður bætt. Framkvæmdir í sex leikskólum Framkvæmdir munu samkvæmt skóla- og frístundasviði hafa áhrif á sex leikskóla í Reykjavík. Framkvæmdir í leikskólanum Grandaborg hafa áhrif á innritanir í leikskólann Gullborg þar sem börnum úr Grandaborg hefur verið fundið pláss í Gullborg. Þá er stefnt að því að hefja framkvæmdir við Fífuborg í sumar og mun starfsemi leikskólans færast tímabundið í grunnskólann Húsaskóla með tilheyrandi áhrifum á innritun í þann skóla. Framkvæmdir við leikskólana Hlíð og Hálsaskóg munu svo hafa áhrif á inntöku barna í Ævintýraborgunum við Nauthólsveg og Vogabyggð þar sem starfsemin verður tímabundið þar. Einnig munu leikskólarnir Árborg, Vesturborg, Kvistaborg og Sunnuás taka tímabundið inn færri börn vegna framkvæmda og flutnings á starfsemi. Viðbúið er að starfsemi Sunnuáss flytjist frá Kringlunni 1 aftur á lóð skólans við Dyngjuveg þegar líður á sumarið en unnið er að koma fyrir færanlegum stofum þar. Búist er við því að þeir sautján leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta fjárhagslegs stuðnings frá borginni muni innrita 300-400 börn í haust. Átak í húsnæðismálum hafi áhrif á inntöku Í upplýsingunum frá skóla- og frístundasviði borgarinnar er fullyrt að engin börn hafi misst leikskólapláss sem þau voru með vegna endurbóta og annarra framkvæmda í Reykjavík. Þá sé framkvæmdum lokið við Nóaborg og Furuskóg en aðrar framkvæmdir í leikskólum borgarinnar muni ekki hafa áhrif á inntöku barna í haust. Þá kemur fram að erfitt sé að fullyrða hver meðalaldur barna verði við inntöku næsta haust. Unnið sé þó að kappi að því að fjölga leikskólaplássum í borginni í gegnum aðgerðaráætlunina Brúum bilið. „Á síðasta ári voru fjórir nýir leikskólar opnaðir í Reykjavík og nýjar deildir teknar í notkun við eldri leikskóla. Hins vegar hefur á sama tíma staðið yfir annað metnaðarfullt átak í húsnæðismálum grunnskóla og leikskóla sem miðar að því að uppfæra eldra húsnæði og bæta innivist og mun það til skemmri tíma hafa áhrif á stöðuna hvað varðar inntöku nýrra barna. Misjafnlega vel hefur gengið að fylla lausar stöður í leikskólum sem einnig hefur áhrif á fjölda leikskólaplássa sem eru í boði.“ Þó hafa framkvæmdirnar þau áhrif að færri börn verða innrituð í leikskóla í Reykjavík eftir sumarið. „Það komast færri inn í haust en hefði verið ef ekki væri fyrir þessar framkvæmdir,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs, í samtali við fréttastofu.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu