„Hvar varst þú í sumar?:” Ný stefna í menntasjóðsmálum Sveinn Ægir Birgisson skrifar 14. mars 2023 10:00 Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentar þekkja flestir til Menntasjóðs námsmanna (MSNM). Stór hluti háskólanema fær lán af einhverjum toga frá honum til að geta stundað nám sitt. Ef ekki væri fyrir menntasjóðinn væri aðgengi að háskólamenntun á Íslandi mun minna en það er í dag. Menntasjóðurinn er þó ekki fullkominn, langt í frá. Framfærslan sem námsmenn fá frá sjóðnum er langt undir þeim framfærslumörkum sem þarf til þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. Námslán skerðast einnig ef háskólanemi vinnur of mikið með námi eða á sumrin, sem sagt ef tekjur námsmanna fara yfir 1,4 milljón á ári, sem margir einmitt gera til þess að bæta upp þessa lágu framfærslu. Röskva hefur verið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands undanfarin ár og hefur þar af leiðandi sæti í stjórn MSNM. Hún hefur alltaf verið með háværar kröfur um bætt kjör fyrir stúdenta hjá MSNM og þrátt fyrir að einhverjum áföngum hafi verið náð, hefur samvinna þeirra við sjóðinn og stjórnvöld hans aðallega verið stál í stál. Hver er ástæðan fyrir því að Röskva nær ekki fram þeim breytingum sem stúdentar krefjast og þurfa? Staðreyndin er sú að til þess að ná fram alvöru breytingum í þágu stúdenta þurfa markmiðin að vera skýr og framkvæmanleg. Mikilvægt er að berjast fyrir bættum kjörum stúdenta, en ef kröfurnar eru ekki í tengingu við raunveruleikann eru þær í raun tilgangslausar. Sú er því miður raunin að kröfur Röskvu hafa í flestum tilvikum verið svo óraunhæfar að ekki hefur komið til greina að koma þeim í framkvæmd. Hreyfingin hefur öskrað hástöfum út í vindinn um óraunhæfar og óframkvæmanlegar kröfur og hafa í leiðinni misst sjónar á þeim tækifærum til breytinga sem liggja fyrir og eru praktísk. Stúdentahreyfingin þarf að taka mið af rekstrarstöðu og umhverfi sjóðsins, finna tækifærin sem liggja fyrir og ná raunverulegum árangri með því að berjast fyrir framkvæmanlegum breytingum. Það viljum við í Vöku gera. Við sjáum greinilegt sóknartækifæri til breytinga hjá MSNM, sem er að frítekjumarkið verði tvískipt. Það er að segja; við viljum að námslán stúdenta verði ekki skert fyrir vinnu á sumrin, líkt og gerist í dag. Sú vinna á sér stað á meðan fólk er ekki í skóla, þar af leiðandi ekki á framfærslu og hún kemur því menntasjóðnum í raun ekki við. Það að stúdentar geti unnið óskert á sumrin myndi minnka þörf stúdenta til þess að vinna með skóla sem myndi leiða af sér bættan námsárangur hjá íslenskum háskólanemum. Sumir gætu líka einfaldlega tekið lægri námslán og þar með verið minna skuldsettir þegar þeir halda út á vinnumarkaðinn. Þessi breyting er raunhæf og vel framkvæmanleg í núverandi rekstrarstöðu sjóðsins. Skerðingalaus sumarvinna myndi strax skila sér í áþreifanlegum umbótum fyrir námsmenn. Fyrsti áfangi sem hægt væri að byggja á og vinna áfram að til að bæta kjör stúdenta enn frekar. Til þess að hægt sé að setja þetta mál á oddinn þarf Vaka að fá umboð frá stúdentum í næstu stúdentaráðskosningum 22. - 23. mars. Höfundur skipar annað sætið á lista Vöku á Menntavísindasviði.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun