Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð Máni Snær Þorláksson skrifar 14. mars 2023 16:28 Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur leggja til að greiða 5,5 milljarða í arð þar sem fyrirtækið skilaði 8,4 milljarða hagnaði. Meðlimir í stjórninni eru kjörnir af sveitarstjórnum sveitarfélaganna þriggja sem eiga fyrirtækið. OR Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna. Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal Orkumál Reykjavík Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Í tilkynningu frá OR kemur fram að rekstur sé þar í traustum farvegi, afkoma sé góð um leið og eignir vaxa ört. Gjaldskrá sérleyfisreksturs hafi lækkað að raungildi á sama tíma. Þá segir að fjárhagsstaða OR geri fyrirtækið vel búið í nauðsynleg sjálfbærniverkefni íslensks samfélags á næstu árum. Sökum þess að hagnaður af rekstri OR nam 8,4 milljörðum króna leggur stjórn fyrirtækisins til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum. Eigendur OR eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stendur af sér verðbólguna Fram kemur í tilkynningunni að verðbólga hafi haft talsverð áhrif á rekstrarkostnað OR. Það bíti talsvert þegar verðbólga eykst stórlega eftir langt lágvaxtaskeið sem fylgdi heimsfaraldrinum. Vaxta- og verðbótakostnaður OR jókst úr átta milljörðum króna árið 2021 í þrettán milljarða á síðasta ári. Fyrirtækið er þó sagt standa af sér verðbólguna enn sem komið er. Hærra álverð hafi einna helst áhrif á tekjuvöxt milli ára en fleiri þættir sem gerðu reksturinn hagkvæmari gerðu fyrirtækinu kleift að halda hækkun gjaldskráa undir verðbólguþróun. Markmið um kolefnishlutleysi séu lykilatriði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að gott sé að skila góðu búi. Fjárhagur OR hafi aldrei verið traustari en nú, það veiti heldur ekki af. „Verkefnin sem við blasa eru í senn stór og áríðandi,“ er haft eftir Bjarna í tilkynningunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.OR Hann segir baráttuna gegn loftslagsvánni vera brýna sem og aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga: „Markmið Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishlutleysi er lykilatriði og við verðum að leggja lóð samstæðunnar á vogarskálar hringrásarhagkerfis. Forysta fyrirtækjanna innan samstæðu OR í orkuskiptum er í senn óumdeild og mun skipta verulegu máli um það hvernig þjóðinni tekst til.“ Tengd skjöl Orkuveita_Reykjavíkur_-_Ársreikningur_2022PDF2.1MBSækja skjal
Orkumál Reykjavík Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira