Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2023 11:46 Helgi Áss borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi við foreldra á mótmælunum í morgun. Vísir/Margrét Björk Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira