Er engin arðsemi af menntun háskólakennara? Pétur Henry Petersen, Baldvin Zarioh og Hjördís Sigursteinsdóttir skrifa 16. mars 2023 12:30 Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Hlutverk háskóla er einnig að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Allt eru þetta forsendur hagsældar í víðasta skilningi þess orðs, hvort heldur sem horft er til efnahags, menningar eða stöðu lýðræðisins. Mikilvægi þess þarfnast ekki frekari útskýringa. Störf háskólakennara og annara sem þar starfa eru þýðingarmikil og þeim fylgja fjölbreyttar áskoranir. Áríðandi er því að hæfasta fólkið sækist eftir því að starfa í háskólum. Háskólakennarar þurfa að leggja að baki langt og strangt nám áður en þeir hefja störf. Þeir sinna auk kennslu, rannsóknum og stjórnun, hérlendis eru háskólar fáliðaðri en víðast gerist og því verður vinnuvika þeirra gjarnan löng – enda gerðar til þeirra miklar kröfur. Hingað til hafa þessi störf þó verið eftirsóknarverð enda krefjandi og skemmtileg og unnin í frjóu og lifandi umhverfi. En er þetta að breytast? Starfsferill háskólakennara er um margt óvenjulegur. Almennt eru þeir um 5-10 ár í langskólanámi eftir grunnnám í háskóla og starfa oft erlendis um tíma að því loknu. Algengt er því að háskólakennarar hefji starfsferil sinn um eða eftir þrítugt. Oftast er framhaldsnámið stundað erlendis og oft fjármagnað með námslánum. Nýjar greiningar sýna að almenn háskólamenntun er ekki sérlega arðsöm á Íslandi, arðsemin jafnvel neikvæð. Með því er átt við að sá frestur sem verður á fyrstu launagreiðslum verður ekki unninn upp með hærri launum síðar á ævinni. Meðallaun háskólakennara við ríkisháskólana eru það lág að þau ná ekki meðallaunum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum markaði! Þeir ná því sjaldnast að vinna upp það launatap sem þeir urðu fyrir við að afla sér menntunarinnar sem er þó skilyrði fyrir starfinu - forsenda ráðningar. Háskólakennarar eru því í þeirri stöðu að starfsævi þeirra er um 5-10 árum styttri en annara háskólamenntaðra, en þeir eru á lægri launum. Þeir safna námslánaskuldum sem eru borgaðar til dánardags. Þeir kaupa sína fyrstu fasteign síðar á ævinni en aðrir. Reglur um lífeyrisgreiðslur miðast við að fyrstu greiðslur vegi meira en þær sem seinna koma. Það þýðir að sá sem byrjar að greiða 10 árum síðar, nær ekki að safna lífeyrisréttindum á við aðra (nema viðkomandi sé á hærri launum sem því nemur). Árið 2016 voru lífeyrisréttindi háskólakennara, eins og annars opinbers starfsfólks, jöfnuð við réttindi á almenna markaðinum og samið um að laun á opinberum markaði yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Það hefur enn ekki gengið eftir, nú sjö árum síðar! Æviráðningar hafa fyrir löngu verið afnumdar og starfsöryggi háskólakennara er því eins og annara opinberra starfsmanna. Við þetta bætast mjög krefjandi starfskilyrði, háskólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og undirmannaðir í samanburði við nágrannalöndin. Slíkt veldur álagi og getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á heilsu. Lausnir við mörgum áskorunum nútímans munu verða til í háskólum, gæði og fjölbreytni menntunar eru forsenda nútímasamfélags og þar gegna öflugir háskólar lykilhlutverki. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að tryggja að háskólar verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir. Til þess þarf að leiðrétta launa- og starfskjör háskólakennara, sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Höfundar er formenn Félags prófessora við ríkisháskóla, Félags háskólakennara og Félags háskólakennara á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Kjaramál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Háskólar eru hreyfiafl framfara í nútíma samfélagi og uppspretta nýjunga og nýsköpunar. Þeir afla einnig og varðveita margvíslega þekkingu og móta skilning á heiminum á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Í háskólum eru nýjar kynslóðir þjálfaðar til fjölbreyttra starfa. Hlutverk háskóla er einnig að veita stjórnvöldum málefnalegt aðhald. Allt eru þetta forsendur hagsældar í víðasta skilningi þess orðs, hvort heldur sem horft er til efnahags, menningar eða stöðu lýðræðisins. Mikilvægi þess þarfnast ekki frekari útskýringa. Störf háskólakennara og annara sem þar starfa eru þýðingarmikil og þeim fylgja fjölbreyttar áskoranir. Áríðandi er því að hæfasta fólkið sækist eftir því að starfa í háskólum. Háskólakennarar þurfa að leggja að baki langt og strangt nám áður en þeir hefja störf. Þeir sinna auk kennslu, rannsóknum og stjórnun, hérlendis eru háskólar fáliðaðri en víðast gerist og því verður vinnuvika þeirra gjarnan löng – enda gerðar til þeirra miklar kröfur. Hingað til hafa þessi störf þó verið eftirsóknarverð enda krefjandi og skemmtileg og unnin í frjóu og lifandi umhverfi. En er þetta að breytast? Starfsferill háskólakennara er um margt óvenjulegur. Almennt eru þeir um 5-10 ár í langskólanámi eftir grunnnám í háskóla og starfa oft erlendis um tíma að því loknu. Algengt er því að háskólakennarar hefji starfsferil sinn um eða eftir þrítugt. Oftast er framhaldsnámið stundað erlendis og oft fjármagnað með námslánum. Nýjar greiningar sýna að almenn háskólamenntun er ekki sérlega arðsöm á Íslandi, arðsemin jafnvel neikvæð. Með því er átt við að sá frestur sem verður á fyrstu launagreiðslum verður ekki unninn upp með hærri launum síðar á ævinni. Meðallaun háskólakennara við ríkisháskólana eru það lág að þau ná ekki meðallaunum háskólamenntaðra starfsmanna á almennum markaði! Þeir ná því sjaldnast að vinna upp það launatap sem þeir urðu fyrir við að afla sér menntunarinnar sem er þó skilyrði fyrir starfinu - forsenda ráðningar. Háskólakennarar eru því í þeirri stöðu að starfsævi þeirra er um 5-10 árum styttri en annara háskólamenntaðra, en þeir eru á lægri launum. Þeir safna námslánaskuldum sem eru borgaðar til dánardags. Þeir kaupa sína fyrstu fasteign síðar á ævinni en aðrir. Reglur um lífeyrisgreiðslur miðast við að fyrstu greiðslur vegi meira en þær sem seinna koma. Það þýðir að sá sem byrjar að greiða 10 árum síðar, nær ekki að safna lífeyrisréttindum á við aðra (nema viðkomandi sé á hærri launum sem því nemur). Árið 2016 voru lífeyrisréttindi háskólakennara, eins og annars opinbers starfsfólks, jöfnuð við réttindi á almenna markaðinum og samið um að laun á opinberum markaði yrðu jöfnuð við almenna markaðinn. Það hefur enn ekki gengið eftir, nú sjö árum síðar! Æviráðningar hafa fyrir löngu verið afnumdar og starfsöryggi háskólakennara er því eins og annara opinberra starfsmanna. Við þetta bætast mjög krefjandi starfskilyrði, háskólarnir eru alvarlega vanfjármagnaðir og undirmannaðir í samanburði við nágrannalöndin. Slíkt veldur álagi og getur haft mjög neikvæðar afleiðingar á heilsu. Lausnir við mörgum áskorunum nútímans munu verða til í háskólum, gæði og fjölbreytni menntunar eru forsenda nútímasamfélags og þar gegna öflugir háskólar lykilhlutverki. Til að þetta geti orðið að veruleika þarf að tryggja að háskólar verði áfram eftirsóknarverðir vinnustaðir. Til þess þarf að leiðrétta launa- og starfskjör háskólakennara, sem eru fjarri því að vera samkeppnishæf. Höfundar er formenn Félags prófessora við ríkisháskóla, Félags háskólakennara og Félags háskólakennara á Akureyri.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun