Af grasafjalli stjórnmálanna Sigríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 13:01 Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hafa verið viðburðarík og snúin, sama hvernig á það er litið. Þolinmæði almennings er misskipt og það ekki að ósekju, því verkefnin sem fólk fær í hendurnar í lífinu eru oft erfið. Fátækt barna er staðreynd, slæm staða flóttafólks sem kemur allslaust og brotið til landsins og þarf stuðning og öryggi er staðreynd, hnignandi andleg heilsa ungmenna er staðreynd. Allt eru þetta verkefni sem verða ekki leyst á einni nóttu, með einu pennastriki eða fyrirskipun ráðherra um plástraðgerðir. Þrátt fyrir að vinna daglega gott starf í ríkisstjórn, með réttsýni og almannahag að leiðarljósi, uppsker Vinstrihreyfingin grænt framboð ekki sem skyldi í vinsældum, ef marka má almannaróm sem endurspeglast að einhverju leyti í skoðanakönnunum. Það finnst mér vera verkefni til að takast á við á sama hátt og Vinstri grænum hefur auðnast að takast á við aðrar áskoranir sem við fáum í fangið, hvort sem það er heimsfaraldur, fjármálahrun eða hernaður gegn landi og löndum. Eflaust telja einhver að einfaldasta lausnin væri að leggja til umsvifalaus sambandsslit við flokkana tvo sem sitja í ríkisstjórn með VG en það er því miður hætt við því að þá færi með samstarfsflokkana eins og fór fyrir vatnaskrímslinu Hýdru sem lét sér vaxa tvö ný höfuð fyrir hvert það sem höggvið var af henni. Framboð til embættis ritara VG Það er oft talað um mikilvægi þess að vekja fólk til umhugsunar um málefni líðandi stundar, erfið aðkallandi mál framtíðarinnar og þau áhrif sem við getum haft á samfélagið okkar. Til þess að slík umhugsun geti átt sér stað þarf fólki að standa til boða lýðræðislegur og opinn vettvangur þar sem heilbrigð skoðanaskipti og þroskandi umræða fer fram. Í mínum huga rúmast slíkt innan góðra og heiðarlegra stjórnmálahreyfinga. Ég hef tekið virkan þátt í öllu starfi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs síðustu 10 ár. Ég hef starfað með svæðisfélögum og kjördæmisráðum, tekið þátt í sveitastjórnarkosningum á höfuðborgarsvæðinu og í mínum heimabæ Ísafirði, með blönduðum og hreinum framboðum og barist með góðum félögum mínum í kosningabaráttu til Alþingis í alls kyns pólitískum veðrum. Hjá Vinstri grænum finnst mér ríkja heilbrigð stjórnmálamenning þar sem skoðanir fá að þrífast innan lýðræðislegra ramma. Innan hreyfingarinnar er hæfileikaríkt fólk sem er ástríðufullt í hugsjónum og hefur mikið að gefa. Við þurfum að smala saman öllum þeim sem vilja taka þátt í stjórnmálastarfi sem snýst um að bæta samfélagið okkar með félagslegt réttlæti, náttúruvernd og frið að leiðarljósi. Í tvö ár hef ég setið í stjórn hreyfingarinnar sem varamaður. Mér hefur orðið það ljóst hversu nauðsynlegt það er að stjórnmálahreyfingar lokist ekki inni í bergmálshellum og að innra starfi sé ekki stýrt úr turnum höfuðborgarsvæðisins. Sjónarmið okkar sem búum við heilnæmt loft, færri stundir í bíl, stuttar boðleiðir og meiri veðursæld en meiri hluti landsmanna, þurfa nauðsynlega að heyrast í innstu bakherbergjum stjórnvalda. Með þetta að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa kost á mér til embættis ritara Vinstri grænna á landsfundi á Akureyri á helginni. Ég vil stilla fókusinn á þátttöku félaganna, drifkraft hugsjóna og framkvæmd þeirra. Hreyfingin þarf að finna kjarnann sinn aftur í róttækri hugmyndafræði undir þeim vinstri græna fána sem við fylkjum okkur. Höfundur er dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun