„Flókið“ að íbúar þurfi nú að aðgreina plast í fjóra flokka Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2023 07:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka sem einhverjir hafa býsnast yfir. vísir Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru nú beðnir um að aðgreina plast í fjóra flokka og skila á endurvinnslustöðvar Sorpu sem netverjar hafa sumir býsnast yfir og segja flokkun orðna allt of flókna. Þróunarstjóri Sorpu segir að félagið hafi verið eftirbátur í endurvinnslu og að töluverðar breytingar séu í farvatninu. „Nú flokkum við plast í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum Sorpu. Plastumbúðir, plastfilma, hart plast og frauðplast. Munið að flokkunin byrjar heima!“ Svona hljóðar nýleg tilkynning frá Sorpu þar sem fólk er beðið um að huga að þessum fjórum flokkum þegar plasti er safnað saman. Flokkunarkvíði? Fyrirkomulagið hefur farið öfugt ofan í marga sem segja flokkun orðna allt of flókna og í einhverjum tilfellum valda flokkunarkvíða. Einn segir að um galna tilætlunarsemi sé að ræða. Er flokkunarkvíði eitthvað ? Maður vill alveg gera vel en þetta er bara farið að verða svolítið flókið ofan á allt í lífinu. Svo eigum við líka að skila skattaskýrslu núna og og … pic.twitter.com/ufOl1SOM8I— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) March 12, 2023 Fjórum plastgámum hefur skipulega verið komið fyrir á endurvinnslustöðvum Sorpu en tilhugsunin um fjögurra flokka plastflokkun, inni á heimilum í landi þar sem fermetraverð hefur sjaldan verið hærra, er sumum ofviða. Segir fólk vilja ganga lengra Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að allt sé þetta sé gert af umhverfisástæðum en ekki síður hagkvæmnisástæðum enda sé ávinningur af því að ná sérstökum plasttegundum frá almennum plaststraumi. Aðspurður segist hann ekki óttast að flækjustig sem þetta hafi fælingarmátt þegar kemur að flokkun. „Okkar upplifun af flokkun á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega á flokkun á matarleifum er að Sorpa hefur verið eftir á. Þannig við erum í raun að ná almenningi. Þannig ég held öðru nær að almenningur og fólkið á höfuðborgarsvæðinu það vill að við gerum meira. Þannig við hefðum átt að vera miklu fyrr með þetta,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.ívar fannar arnarsson Ekki hægt að skila plastinu aðgreindu í grenndargáma Ekki verður boðið upp á fjögurra flokka plastflokkun við grenndargáma heldur einungis á þeim sex endurvinnslustöðvum sem Sorpa heldur úti á höfuðborgarsvæðinu. „Og þeir eru hugsaðir fyrir svona plast sem þú ert sjaldan með í höndunum. Þú ert sjaldan með frauðplast utan af sjónvarpi, nema að þú kaupir sjónvarp mjög oft sem ég vona að þú gerir ekki. Þú ert sjaldan með filmuplast utan af sófanum þínum og þú ert sjaldan að henda garðhúsgögnunum þínum. Þannig þetta er hugsað fyrir það sem þú ert að losa þig við einu sinni til tvisvar á ári.“ Þetta eru plastflokkarnir fjórir.sorpa Breytingar á grenndargámum „Grenndargámunum verður breytt aðeins núna þegar nýja kerfið kemur. Þeir munu ekki nema í undantekningartilvikum taka við plasti og pappír heldur verða þeir aðallega fyrir gler, málma, föt og skó og flöskur og dósir þannig þetta eru töluverðar breytingar í farvatninu.“ Kæra sorpa, annað hvort gerir þú flokkun einfalda eða sleppir þessu. Við erum Íslendingar, ekki Þjóðverjar. https://t.co/S16DPZmUIK— Auður Kolbrá (@Audurkolbra) March 12, 2023 Hann segist nokkuð viss um að við séum fyrsta landið á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á margskipta plastflokkun. „Þannig nú geta Svíarnir bent á Íslendinga sem eru loksins að leiða eitthvað í endurvinnslumálum. Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eru ekki með þetta kerfi en þau hafa safnað matarleifum mjög lengi sem við hörfum ekki gert fyrr en núna en við erum einmitt að fara að rúlla út tunnum fyrir matarleifar á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eftir bara örfáa mánuði.“ „Mjög“ flókið Og á meðan fréttastofa var á vettvangi mætti einn með plast í endurvinnslu og þurfti að skipta því í þessa nýju flokka. Finnst þér þetta flókið? „Já, mjög,“ segir Daníel Filipps Þórdísarson. Daníel þurfti aðstoð starfsmanns við að aðgreina plastið í flokka.skjáskot/stöð 2 Vissir þú af því að nú á að flokka plast í fjóra flokka? „Já ég var búin að heyra af því en vissi ekkert hvernig ég átti að flokka það.“ „Þessi poki hérna fer í gráa gáminn hérna hinum megin. Þessi fer í pressuna, harða plastið.“ „Þetta er bandvitlaust“ Nú heyrir maður fólk stundum býsnast yfir flokkun og því haldið fram að öllu sé þessu flokkaða rusli að lokum blandað saman úti í heimi, er þetta rétt? „Þetta er bandvitlaust. Ég hef sjálfur farið og skoðað plastendurvinnslu og pappírsendurvinnslu. Við værum ekki að standa í öllu þessu ef við hefðum mjög einfalda leið til að moka þessu ofan í holu og moka yfir.“ Sorpa Umhverfismál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Nú flokkum við plast í fjóra flokka á endurvinnslustöðvum Sorpu. Plastumbúðir, plastfilma, hart plast og frauðplast. Munið að flokkunin byrjar heima!“ Svona hljóðar nýleg tilkynning frá Sorpu þar sem fólk er beðið um að huga að þessum fjórum flokkum þegar plasti er safnað saman. Flokkunarkvíði? Fyrirkomulagið hefur farið öfugt ofan í marga sem segja flokkun orðna allt of flókna og í einhverjum tilfellum valda flokkunarkvíða. Einn segir að um galna tilætlunarsemi sé að ræða. Er flokkunarkvíði eitthvað ? Maður vill alveg gera vel en þetta er bara farið að verða svolítið flókið ofan á allt í lífinu. Svo eigum við líka að skila skattaskýrslu núna og og … pic.twitter.com/ufOl1SOM8I— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) March 12, 2023 Fjórum plastgámum hefur skipulega verið komið fyrir á endurvinnslustöðvum Sorpu en tilhugsunin um fjögurra flokka plastflokkun, inni á heimilum í landi þar sem fermetraverð hefur sjaldan verið hærra, er sumum ofviða. Segir fólk vilja ganga lengra Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir að allt sé þetta sé gert af umhverfisástæðum en ekki síður hagkvæmnisástæðum enda sé ávinningur af því að ná sérstökum plasttegundum frá almennum plaststraumi. Aðspurður segist hann ekki óttast að flækjustig sem þetta hafi fælingarmátt þegar kemur að flokkun. „Okkar upplifun af flokkun á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega á flokkun á matarleifum er að Sorpa hefur verið eftir á. Þannig við erum í raun að ná almenningi. Þannig ég held öðru nær að almenningur og fólkið á höfuðborgarsvæðinu það vill að við gerum meira. Þannig við hefðum átt að vera miklu fyrr með þetta,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri Sorpu.ívar fannar arnarsson Ekki hægt að skila plastinu aðgreindu í grenndargáma Ekki verður boðið upp á fjögurra flokka plastflokkun við grenndargáma heldur einungis á þeim sex endurvinnslustöðvum sem Sorpa heldur úti á höfuðborgarsvæðinu. „Og þeir eru hugsaðir fyrir svona plast sem þú ert sjaldan með í höndunum. Þú ert sjaldan með frauðplast utan af sjónvarpi, nema að þú kaupir sjónvarp mjög oft sem ég vona að þú gerir ekki. Þú ert sjaldan með filmuplast utan af sófanum þínum og þú ert sjaldan að henda garðhúsgögnunum þínum. Þannig þetta er hugsað fyrir það sem þú ert að losa þig við einu sinni til tvisvar á ári.“ Þetta eru plastflokkarnir fjórir.sorpa Breytingar á grenndargámum „Grenndargámunum verður breytt aðeins núna þegar nýja kerfið kemur. Þeir munu ekki nema í undantekningartilvikum taka við plasti og pappír heldur verða þeir aðallega fyrir gler, málma, föt og skó og flöskur og dósir þannig þetta eru töluverðar breytingar í farvatninu.“ Kæra sorpa, annað hvort gerir þú flokkun einfalda eða sleppir þessu. Við erum Íslendingar, ekki Þjóðverjar. https://t.co/S16DPZmUIK— Auður Kolbrá (@Audurkolbra) March 12, 2023 Hann segist nokkuð viss um að við séum fyrsta landið á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á margskipta plastflokkun. „Þannig nú geta Svíarnir bent á Íslendinga sem eru loksins að leiða eitthvað í endurvinnslumálum. Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins eru ekki með þetta kerfi en þau hafa safnað matarleifum mjög lengi sem við hörfum ekki gert fyrr en núna en við erum einmitt að fara að rúlla út tunnum fyrir matarleifar á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu eftir bara örfáa mánuði.“ „Mjög“ flókið Og á meðan fréttastofa var á vettvangi mætti einn með plast í endurvinnslu og þurfti að skipta því í þessa nýju flokka. Finnst þér þetta flókið? „Já, mjög,“ segir Daníel Filipps Þórdísarson. Daníel þurfti aðstoð starfsmanns við að aðgreina plastið í flokka.skjáskot/stöð 2 Vissir þú af því að nú á að flokka plast í fjóra flokka? „Já ég var búin að heyra af því en vissi ekkert hvernig ég átti að flokka það.“ „Þessi poki hérna fer í gráa gáminn hérna hinum megin. Þessi fer í pressuna, harða plastið.“ „Þetta er bandvitlaust“ Nú heyrir maður fólk stundum býsnast yfir flokkun og því haldið fram að öllu sé þessu flokkaða rusli að lokum blandað saman úti í heimi, er þetta rétt? „Þetta er bandvitlaust. Ég hef sjálfur farið og skoðað plastendurvinnslu og pappírsendurvinnslu. Við værum ekki að standa í öllu þessu ef við hefðum mjög einfalda leið til að moka þessu ofan í holu og moka yfir.“
Sorpa Umhverfismál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira