Nokkuð í gjaldtöku og hún ekki úr lausu lofti gripin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 06:31 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Stúdentar mótmæltu í gærmorgun fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands. Rektor segir málið eiga sér langan aðdraganda. Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“ Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“
Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45
Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50