Úr kuldanum hjá Rooney í hlýjan faðm Heimis Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 08:00 Ravel Morrison lék með DC United á síðustu leiktíð en missti svo sæti sitt í hópnum. Getty/Andrew Katsampes Ravel Morrison, fyrrverandi ungstirni Manchester United, er þrátt fyrir vandræði sín í DC United í nýjasta landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku. Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku. Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla. Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League. : Mexico : Sunday, March 26 : 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET) : Azteca Stadium : .#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023 Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22. Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á. „Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney. Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku. Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla. Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League. : Mexico : Sunday, March 26 : 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET) : Azteca Stadium : .#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023 Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22. Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á. „Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney. Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira