Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 08:51 Hluti sakborninga í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember. Þar réðst hersingin á þrjá karlmenn á neðri hæð staðarins. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps var nýorðinn nítján ára gamall þegar árásin var gerð. Honum er gefið að sök að hafa veist að fórnarlömbunum þremur með hnífi. Einn manninn stakk hann tvisvar í öxlina, tvisvar í brjóstkassann, tvisvar í læri og einu sinni í framhandlegg. Annan stakk hann í vinstri síðuna og þann þriðja einu sinni í framhandlegg og einu sinni í hægra lægri. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir/Vilhelm Spörkuðu og slógu mennina í gólfinu Tíu félagar hans eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeir létu högg og spörk dynja á fórnarlömbunum þremur og stöppuðu á þeim þar sem þau lágu í gólfinu. Einn árásarmannanna var vopnaður hafnaboltakylfu samkvæmt ákærunni. Fjórtán manns til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum félaga sinna ellefu. Þeir eru sagðir hafa ruðst inn á staðinn vitandi hvað til stóð og tekið þátt í að ógna fórnarlömbunum með því að vera viðstaddir á meðan á atlögunni stóð. Þannig hafi þeir veitt félögum sínum liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. Árásin náðist á upptöku úr öryggismyndavél á skemmtistaðnum sem lekið var úr upplýsingakerfi lögreglu. Einn þessara fjórtán er jafnframt ákærður fyrir brot á vopnalögum og ávana- og fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans í Árbæ fundust hnífar af ýmsu tagi, hnúajárn, hafnaboltakylfa, úðavopn og loftskammbyssa auk kókaíns. Fórnarlömb árásarinnar krefja árásarmennina um skaðabætur upp á fimm milljónir króna hvert. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að þingfesta málið í fjórum hollum. Það fyrsta byrjar klukkan 10, svo 11:30, aftur klukkan 13 og að lokum klukkan 15. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir.Vísir/Vilhelm Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Hópur grímuklæddra karlmana ruddist inn á Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðborg Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember. Þar réðst hersingin á þrjá karlmenn á neðri hæð staðarins. Málið vakti óhug í samfélaginu og hafði lögregla aukin viðbúnað í kjölfarið. Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps var nýorðinn nítján ára gamall þegar árásin var gerð. Honum er gefið að sök að hafa veist að fórnarlömbunum þremur með hnífi. Einn manninn stakk hann tvisvar í öxlina, tvisvar í brjóstkassann, tvisvar í læri og einu sinni í framhandlegg. Annan stakk hann í vinstri síðuna og þann þriðja einu sinni í framhandlegg og einu sinni í hægra lægri. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir/Vilhelm Spörkuðu og slógu mennina í gólfinu Tíu félagar hans eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þeir létu högg og spörk dynja á fórnarlömbunum þremur og stöppuðu á þeim þar sem þau lágu í gólfinu. Einn árásarmannanna var vopnaður hafnaboltakylfu samkvæmt ákærunni. Fjórtán manns til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í ofbeldisbrotum félaga sinna ellefu. Þeir eru sagðir hafa ruðst inn á staðinn vitandi hvað til stóð og tekið þátt í að ógna fórnarlömbunum með því að vera viðstaddir á meðan á atlögunni stóð. Þannig hafi þeir veitt félögum sínum liðsinni í verki og verið liðsauki við þá. Árásin náðist á upptöku úr öryggismyndavél á skemmtistaðnum sem lekið var úr upplýsingakerfi lögreglu. Einn þessara fjórtán er jafnframt ákærður fyrir brot á vopnalögum og ávana- og fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans í Árbæ fundust hnífar af ýmsu tagi, hnúajárn, hafnaboltakylfa, úðavopn og loftskammbyssa auk kókaíns. Fórnarlömb árásarinnar krefja árásarmennina um skaðabætur upp á fimm milljónir króna hvert. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að þingfesta málið í fjórum hollum. Það fyrsta byrjar klukkan 10, svo 11:30, aftur klukkan 13 og að lokum klukkan 15. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir.Vísir/Vilhelm
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira